Viðskipti innlent Bresk stjórnvöld ánægð með Icesave samkomulagið Ian Pearson yfirmaður hagdeildar breska fjármálaráðuneytisins segir að Icesave samkomulagið sem nú liggur fyrir sé góðar fréttir fyrir breska og hollenska skattgreiðendur. „Það greiði leiðina fyrir fullum endurborgunum á lánum til Íslands svo landið geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart innistæðureikningum á Icesave," segir Pearson. Viðskipti innlent 20.10.2009 08:10 Lausn Landsbankans liggur hjá seðlabanka Evrópu Hugsanlegt er að heimtur úr búi gamla Landsbankans verði meiri en fram kom í samkomulagi á milli gamla og nýja bankans um síðustu helgi. Ekki er útilokað að endurheimtur kunni að vera á milli 93 til 97 prósent sem að mestu fara upp í Icesave-skuldbindinguna. Viðskipti innlent 20.10.2009 00:01 Vonast eftir vaxtalækkun og afnámi hafta hið fyrsta Forsvarsmenn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnurekanda (SA) fagna því að niðurstaða sé fengin í samningum Breta og Hollendinga vegna Icesave-málsins. „Það skiptir okkur verulegu máli að okkur hafi tekist að ná samkomulagi við þessar þjóðir, því öll önnur mál hafa verið á bið hér. Viðskipti innlent 20.10.2009 00:01 Baldur undirbjó viðbragðsáætlun gegn falli bankanna Fyrrum ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, Baldur Guðlaugsson, undirbjó viðbragðsáætlun gegn falli bankanna sjö mánuðum fyrir hrun. Hann sætir nú rannsókn sérstaks saksóknara vegna gruns um innherjaviðskipti eftir að hafa selt hlutabréf í Landsbankanum mánuði fyrir fall bankanna. Viðskipti innlent 19.10.2009 20:00 Exista slær Íslandsmet í tapi Exista hefur slegið öll met í verstu afkomu íslensks fyrirtækis á einu ári, en félagið tapaði rúmum tvö hundruð milljörðum á síðasta ári. Launakostnaður nam fjórum milljörðum. Viðskipti innlent 19.10.2009 19:18 Hagar ljúka endurfjármögnun Hagar hafa lokið endurfjármögnun félagsins í samstarfi við Landsbankann og Kaupþing samvkæmt tilkynningu sem þeir sendu frá sér. Þar kemur ennfremur fram að Hagar hafi greitt greitt að fullu skuldabréfaflokk félagsins, upphaflega 7 milljarða króna en gjalddaginn var 19. október 2007. Viðskipti innlent 19.10.2009 17:17 Skuldabréfaveltan sló ársmetið í dag Skuldabréfaveltan sló ársmetið í dag í kauphöllinni en hún nam 21,3 milljarði kr. Fyrra met í veltunni í ár nam rúmum 18 milljörðum kr. Viðskipti innlent 19.10.2009 15:48 Útrásin lifir: Íslendingar stofna flugfélag í Litháen Hópur íslenskra fjárfesta er nú að stofna flugfélag í Vilnius, höfuðborg Litháen. Flugfélagið á að heita Lithuania Express og á að byggja á Iceland Express eins og það var í upphafi þegar það var stofnað árið 2003. Viðskipti innlent 19.10.2009 15:38 Hátt í 1.200 umsóknir um 50 flugfreyjustörf Mikil ásókn og gífurlegur áhugi er fyrir störfum flugfreyja og -þjóna hjá Iceland Express. Hátt í 1.200 umsóknir hafa borist í þau 50 störf sem í boði eru. Viðskipti innlent 19.10.2009 14:13 Akureyrarbær bjóði út leigu til líkamsræktarstöðvar „Samkeppniseftirlitið beinir þeim fyrirmælum til Akureyrarbæjar með vísan til ... samkeppnislaga ... að boðin verði út leiga í kjallara Íþróttahallarinnar við Skólastíg þegar núgildandi leigutímabili lýkur, 31. desember 2010, eða fyrr verði leigusamningi sagt upp. Þá skal Akureyrarbær upplýsa Samkeppniseftirlitið um framkvæmd og niðurstöðu slíks útboðs." Viðskipti innlent 19.10.2009 14:06 Icesave hleypir auknu lífi í skuldabréfamarkaðinn Lífleg viðskipti hafa verið á skuldabréfamarkaði það sem af er morgni, og virðast tíðindi af Icesave hafa lagst vel í skuldabréfafjárfesta. Langmest eru viðskiptin með lengri flokka ríkisbréfanna. Tók krafa þeirra myndarlegan kipp niður á við fyrst eftir opnun í morgun, en sú hreyfing hefur að hluta til gengið til baka síðan. Viðskipti innlent 19.10.2009 12:12 Greining: Fjölmargt hvílir á samþykkt Icesave Fjölmargir þættir í uppbyggingu efnahagslífisins hvíla á samþykkt Icesave samkomulagsins. Má þar nefna greiðslu á öðrum hluta láns frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og greiðslu lána frá hinum Norðurlöndunum ásamt láni frá Póllandi. Einnig hvílir fyrsti áfangi í afnámi gjaldeyrishafta á þessari samþykkt sem og lánshæfi íslenskra ríkisins. Viðskipti innlent 19.10.2009 12:01 Þráinn ráðinn fjármálastjóri Iceland Travel Þráinn Vigfússon hefur verið ráðinn fjármálastjóri Iceland Travel og VITA. Þráinn hefur langa og víðtæka reynslu af störfum innan ferðaþjónustunnar, meðal annars sem fjármálastjóri og síðar framkvæmdastjóri hjá Kynnisferðum. Viðskipti innlent 19.10.2009 11:54 Launakostnaður Exista nam 5,4 milljörðum í fyrra Launakostnaður Exista nam 29,2 milljónum evra eða um 5,4 milljörðum kr. á síðasta ári. Af þessari upphæð voru laun 25 milljónir evra og launatengd gjöld rúmlega 4 milljónir evra. Viðskipti innlent 19.10.2009 10:45 Exista tapaði 206 milljörðum á síðasta ári Tap Exista á síðasta ári eftir skatta nemur um 1,6 milljarði evra eða 206 milljarða kr. Þetta kemur fram í tilkynningu um uppgjörið. Viðskipti innlent 19.10.2009 10:13 Velferðarútgjöld hafa aukist verulega frá 1980 Heildarútgjöld hins opinbera til almannatrygginga og velferðarmála hafa vaxið verulega síðasta aldarfjórðung eða úr tæplega 5,7% af landsframleiðslu árið 1980 í ríflega 8,9% af landsframleiðslu 2008, en það samsvarar 132 milljörðum króna á því ári. Viðskipti innlent 19.10.2009 09:31 Economist: Togarasjómenn spila á gjaldeyrismarkaðinn Hið virta hagfræðitímarit The Economist hefur birt grein undir fyrirsögninni „Togarasjómenn spila á gjaldeyrismarkaðinn". Þar er greint frá því að íslenskir sjómenn hafi í einhverjum mæli sent fisk á aðra markaði í Evrópu en Bretland þar sem pundið hefur gefið verulega eftir gagnvart evrunni á síðustu vikum og mánuðum. Viðskipti innlent 19.10.2009 09:20 Eignarhlutur Kaupþings í Storebrand fjórfaldast í verði Eignarhlutur Kaupþings í norska tryggingarfélaginu Storebrand hefur fjórfaldast í verði frá haustinu 2008. Þá var 5,5% hlutur bankans metinn á 29 milljónir evra en í dag er verðmæti hlutarins kominn í 112 milljónir evra eða tæplega 21 milljarðar kr. Viðskipti innlent 19.10.2009 08:09 Ríflega 70% brottfluttra eru íslenskir ríkisborgarar Alls fluttu 2.694 manns af landi brott umfram aðflutta á fyrstu 9 mánuðum ársins og skiptist þeir þannig að ríflega 70% þeirra voru íslenskir ríkisborgarar, eða tæplega 2.000 manns og ríflega 700 erlendir ríkisborgarar. Viðskipti innlent 19.10.2009 07:55 IFS spáir lægri stýrivöxtum Verðbólga mælist níu prósent í þessum mánuði gangi spá IFS Greiningar um verðbólguhorfur eftir. Verði það raunin hefur verðbólga ekki verið lægri síðan í fyrravor 2008. Viðskipti innlent 19.10.2009 00:01 Hugsanlega munu 216 milljarðar af Icesave falla á þjóðarbúið Ef mið er tekið af gengisforsendum Seðlabanka Íslands og ummælum skilanefndar Landsbankans, um að 90 prósent af eignum bankans muni ganga upp í skuldir Icesave, þá falla 216,2 milljarðar á þjóðabúið þegar uppi er staðið. Viðskipti innlent 18.10.2009 20:48 Ríkisskattstjóri hótar lögmönnum vegna eiganda aflandsfélaga Ríkisskattstjóri hefur hótað tug lögmanna málssókn veiti þeir ekki upplýsingar um hverjir eru raunverulegir eigendur aflandsfélaga sem þeir stofnuðu fyrir viðskiptavini sína í skattaparadísum. Viðskipti innlent 18.10.2009 19:17 Alþjóðlegur hópur fjárfesta íhugar að bjóða 100 milljónir punda í West Ham Alþjóðlegur hópur fjárfesta sem er leiddur af Bandaríkjamanninum Jim Bowe hefur staðið í samningaviðræðum um kaup á West Ham síðan á föstudaginn. Fótboltafélagið var í eigu Björgólfs Guðmundssonar áður en hann varð gjaldþrota. CB Holdings, félag í eigu Straums, tók félagið yfir og rekur það í dag. Viðskipti innlent 18.10.2009 13:08 Fyrrum forstjóri JJB Sports: Skuldar Kaupþingi 30 milljarða Eignarhaldsfélag í eigu Chris Ronnie, fyrrum forstjóra JJB Sports, skuldaði Kaupþingi á Íslandi tæpa 30 milljarða þegar það fór á hausinn í janúar síðastliðnum. Viðskipti innlent 18.10.2009 11:26 50 milljarða símalán hugsanlega gjaldfellt næstu daga Það kemur í ljós á næstu dögum hvort að fimmtíu milljarða króna lán fimm banka til Skipta, móðurfélags Símans, verði gjaldfellt. Verði það niðurstaðan er ljóst að félagið þarf að endurfjármagna sig en það gæti reynst erfitt miðað við stöðu á alþjóðlegum lánamörkuðum. Viðskipti innlent 17.10.2009 18:29 Kaupþing sakað um allsherjarmarkaðsmisnotkun Fjármálaeftirlitið hefur sent mál er varðar allsherjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings til sérstaks saksóknara. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Viðskipti innlent 17.10.2009 09:57 Hundrað manns gætu misst vinnuna á Suðurnesjum Hundrað manns munu missa vinnuna við byggingu gagnavers á Suðurnesjum ef ekki tekst að ljúka samningum við ríkið um meðal annars skattamál fyrir næstu mánaðarmót. Viðskipti innlent 16.10.2009 18:35 Gengi bréfa Marel hækkaði eitt á markaði Gengi hlutabréfa Marel Food Systems hækkaði um 0,76 prósent í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma lækkaði gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,40 prósent. Viðskipti innlent 16.10.2009 16:57 Dómur um útburð Fosshótela úr Barónstíg 2-4 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað um að Fosshótel verði borin út úr húseigninni Barónstígur 2-5 vegna vanefnda á kaupsamningi. Fosshótel keyptu húsið af Neskjörum fyrir ári en voru áður með húsnæðið á leigu í nokkur ár. Kaupverðið var 900 milljónir kr. Viðskipti innlent 16.10.2009 15:55 Fyrsta létting á gjaldeyrishöftum stendur þrátt fyrir AGS töf Fyrirhuguð létting á gjaldeyrishöftunum þann 1. nóvember mun standast, það er fyrsti áfanginn sem er opnun á innstreymi fjármagns frá erlendum aðilum á markaðinn hérlendis. Þetta verður gert þótt áframhaldandi tafir á afgreiðslu Alþjóðasjóðsins (AGS) blasi þá við. Viðskipti innlent 16.10.2009 14:52 « ‹ ›
Bresk stjórnvöld ánægð með Icesave samkomulagið Ian Pearson yfirmaður hagdeildar breska fjármálaráðuneytisins segir að Icesave samkomulagið sem nú liggur fyrir sé góðar fréttir fyrir breska og hollenska skattgreiðendur. „Það greiði leiðina fyrir fullum endurborgunum á lánum til Íslands svo landið geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart innistæðureikningum á Icesave," segir Pearson. Viðskipti innlent 20.10.2009 08:10
Lausn Landsbankans liggur hjá seðlabanka Evrópu Hugsanlegt er að heimtur úr búi gamla Landsbankans verði meiri en fram kom í samkomulagi á milli gamla og nýja bankans um síðustu helgi. Ekki er útilokað að endurheimtur kunni að vera á milli 93 til 97 prósent sem að mestu fara upp í Icesave-skuldbindinguna. Viðskipti innlent 20.10.2009 00:01
Vonast eftir vaxtalækkun og afnámi hafta hið fyrsta Forsvarsmenn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnurekanda (SA) fagna því að niðurstaða sé fengin í samningum Breta og Hollendinga vegna Icesave-málsins. „Það skiptir okkur verulegu máli að okkur hafi tekist að ná samkomulagi við þessar þjóðir, því öll önnur mál hafa verið á bið hér. Viðskipti innlent 20.10.2009 00:01
Baldur undirbjó viðbragðsáætlun gegn falli bankanna Fyrrum ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, Baldur Guðlaugsson, undirbjó viðbragðsáætlun gegn falli bankanna sjö mánuðum fyrir hrun. Hann sætir nú rannsókn sérstaks saksóknara vegna gruns um innherjaviðskipti eftir að hafa selt hlutabréf í Landsbankanum mánuði fyrir fall bankanna. Viðskipti innlent 19.10.2009 20:00
Exista slær Íslandsmet í tapi Exista hefur slegið öll met í verstu afkomu íslensks fyrirtækis á einu ári, en félagið tapaði rúmum tvö hundruð milljörðum á síðasta ári. Launakostnaður nam fjórum milljörðum. Viðskipti innlent 19.10.2009 19:18
Hagar ljúka endurfjármögnun Hagar hafa lokið endurfjármögnun félagsins í samstarfi við Landsbankann og Kaupþing samvkæmt tilkynningu sem þeir sendu frá sér. Þar kemur ennfremur fram að Hagar hafi greitt greitt að fullu skuldabréfaflokk félagsins, upphaflega 7 milljarða króna en gjalddaginn var 19. október 2007. Viðskipti innlent 19.10.2009 17:17
Skuldabréfaveltan sló ársmetið í dag Skuldabréfaveltan sló ársmetið í dag í kauphöllinni en hún nam 21,3 milljarði kr. Fyrra met í veltunni í ár nam rúmum 18 milljörðum kr. Viðskipti innlent 19.10.2009 15:48
Útrásin lifir: Íslendingar stofna flugfélag í Litháen Hópur íslenskra fjárfesta er nú að stofna flugfélag í Vilnius, höfuðborg Litháen. Flugfélagið á að heita Lithuania Express og á að byggja á Iceland Express eins og það var í upphafi þegar það var stofnað árið 2003. Viðskipti innlent 19.10.2009 15:38
Hátt í 1.200 umsóknir um 50 flugfreyjustörf Mikil ásókn og gífurlegur áhugi er fyrir störfum flugfreyja og -þjóna hjá Iceland Express. Hátt í 1.200 umsóknir hafa borist í þau 50 störf sem í boði eru. Viðskipti innlent 19.10.2009 14:13
Akureyrarbær bjóði út leigu til líkamsræktarstöðvar „Samkeppniseftirlitið beinir þeim fyrirmælum til Akureyrarbæjar með vísan til ... samkeppnislaga ... að boðin verði út leiga í kjallara Íþróttahallarinnar við Skólastíg þegar núgildandi leigutímabili lýkur, 31. desember 2010, eða fyrr verði leigusamningi sagt upp. Þá skal Akureyrarbær upplýsa Samkeppniseftirlitið um framkvæmd og niðurstöðu slíks útboðs." Viðskipti innlent 19.10.2009 14:06
Icesave hleypir auknu lífi í skuldabréfamarkaðinn Lífleg viðskipti hafa verið á skuldabréfamarkaði það sem af er morgni, og virðast tíðindi af Icesave hafa lagst vel í skuldabréfafjárfesta. Langmest eru viðskiptin með lengri flokka ríkisbréfanna. Tók krafa þeirra myndarlegan kipp niður á við fyrst eftir opnun í morgun, en sú hreyfing hefur að hluta til gengið til baka síðan. Viðskipti innlent 19.10.2009 12:12
Greining: Fjölmargt hvílir á samþykkt Icesave Fjölmargir þættir í uppbyggingu efnahagslífisins hvíla á samþykkt Icesave samkomulagsins. Má þar nefna greiðslu á öðrum hluta láns frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og greiðslu lána frá hinum Norðurlöndunum ásamt láni frá Póllandi. Einnig hvílir fyrsti áfangi í afnámi gjaldeyrishafta á þessari samþykkt sem og lánshæfi íslenskra ríkisins. Viðskipti innlent 19.10.2009 12:01
Þráinn ráðinn fjármálastjóri Iceland Travel Þráinn Vigfússon hefur verið ráðinn fjármálastjóri Iceland Travel og VITA. Þráinn hefur langa og víðtæka reynslu af störfum innan ferðaþjónustunnar, meðal annars sem fjármálastjóri og síðar framkvæmdastjóri hjá Kynnisferðum. Viðskipti innlent 19.10.2009 11:54
Launakostnaður Exista nam 5,4 milljörðum í fyrra Launakostnaður Exista nam 29,2 milljónum evra eða um 5,4 milljörðum kr. á síðasta ári. Af þessari upphæð voru laun 25 milljónir evra og launatengd gjöld rúmlega 4 milljónir evra. Viðskipti innlent 19.10.2009 10:45
Exista tapaði 206 milljörðum á síðasta ári Tap Exista á síðasta ári eftir skatta nemur um 1,6 milljarði evra eða 206 milljarða kr. Þetta kemur fram í tilkynningu um uppgjörið. Viðskipti innlent 19.10.2009 10:13
Velferðarútgjöld hafa aukist verulega frá 1980 Heildarútgjöld hins opinbera til almannatrygginga og velferðarmála hafa vaxið verulega síðasta aldarfjórðung eða úr tæplega 5,7% af landsframleiðslu árið 1980 í ríflega 8,9% af landsframleiðslu 2008, en það samsvarar 132 milljörðum króna á því ári. Viðskipti innlent 19.10.2009 09:31
Economist: Togarasjómenn spila á gjaldeyrismarkaðinn Hið virta hagfræðitímarit The Economist hefur birt grein undir fyrirsögninni „Togarasjómenn spila á gjaldeyrismarkaðinn". Þar er greint frá því að íslenskir sjómenn hafi í einhverjum mæli sent fisk á aðra markaði í Evrópu en Bretland þar sem pundið hefur gefið verulega eftir gagnvart evrunni á síðustu vikum og mánuðum. Viðskipti innlent 19.10.2009 09:20
Eignarhlutur Kaupþings í Storebrand fjórfaldast í verði Eignarhlutur Kaupþings í norska tryggingarfélaginu Storebrand hefur fjórfaldast í verði frá haustinu 2008. Þá var 5,5% hlutur bankans metinn á 29 milljónir evra en í dag er verðmæti hlutarins kominn í 112 milljónir evra eða tæplega 21 milljarðar kr. Viðskipti innlent 19.10.2009 08:09
Ríflega 70% brottfluttra eru íslenskir ríkisborgarar Alls fluttu 2.694 manns af landi brott umfram aðflutta á fyrstu 9 mánuðum ársins og skiptist þeir þannig að ríflega 70% þeirra voru íslenskir ríkisborgarar, eða tæplega 2.000 manns og ríflega 700 erlendir ríkisborgarar. Viðskipti innlent 19.10.2009 07:55
IFS spáir lægri stýrivöxtum Verðbólga mælist níu prósent í þessum mánuði gangi spá IFS Greiningar um verðbólguhorfur eftir. Verði það raunin hefur verðbólga ekki verið lægri síðan í fyrravor 2008. Viðskipti innlent 19.10.2009 00:01
Hugsanlega munu 216 milljarðar af Icesave falla á þjóðarbúið Ef mið er tekið af gengisforsendum Seðlabanka Íslands og ummælum skilanefndar Landsbankans, um að 90 prósent af eignum bankans muni ganga upp í skuldir Icesave, þá falla 216,2 milljarðar á þjóðabúið þegar uppi er staðið. Viðskipti innlent 18.10.2009 20:48
Ríkisskattstjóri hótar lögmönnum vegna eiganda aflandsfélaga Ríkisskattstjóri hefur hótað tug lögmanna málssókn veiti þeir ekki upplýsingar um hverjir eru raunverulegir eigendur aflandsfélaga sem þeir stofnuðu fyrir viðskiptavini sína í skattaparadísum. Viðskipti innlent 18.10.2009 19:17
Alþjóðlegur hópur fjárfesta íhugar að bjóða 100 milljónir punda í West Ham Alþjóðlegur hópur fjárfesta sem er leiddur af Bandaríkjamanninum Jim Bowe hefur staðið í samningaviðræðum um kaup á West Ham síðan á föstudaginn. Fótboltafélagið var í eigu Björgólfs Guðmundssonar áður en hann varð gjaldþrota. CB Holdings, félag í eigu Straums, tók félagið yfir og rekur það í dag. Viðskipti innlent 18.10.2009 13:08
Fyrrum forstjóri JJB Sports: Skuldar Kaupþingi 30 milljarða Eignarhaldsfélag í eigu Chris Ronnie, fyrrum forstjóra JJB Sports, skuldaði Kaupþingi á Íslandi tæpa 30 milljarða þegar það fór á hausinn í janúar síðastliðnum. Viðskipti innlent 18.10.2009 11:26
50 milljarða símalán hugsanlega gjaldfellt næstu daga Það kemur í ljós á næstu dögum hvort að fimmtíu milljarða króna lán fimm banka til Skipta, móðurfélags Símans, verði gjaldfellt. Verði það niðurstaðan er ljóst að félagið þarf að endurfjármagna sig en það gæti reynst erfitt miðað við stöðu á alþjóðlegum lánamörkuðum. Viðskipti innlent 17.10.2009 18:29
Kaupþing sakað um allsherjarmarkaðsmisnotkun Fjármálaeftirlitið hefur sent mál er varðar allsherjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings til sérstaks saksóknara. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Viðskipti innlent 17.10.2009 09:57
Hundrað manns gætu misst vinnuna á Suðurnesjum Hundrað manns munu missa vinnuna við byggingu gagnavers á Suðurnesjum ef ekki tekst að ljúka samningum við ríkið um meðal annars skattamál fyrir næstu mánaðarmót. Viðskipti innlent 16.10.2009 18:35
Gengi bréfa Marel hækkaði eitt á markaði Gengi hlutabréfa Marel Food Systems hækkaði um 0,76 prósent í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma lækkaði gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,40 prósent. Viðskipti innlent 16.10.2009 16:57
Dómur um útburð Fosshótela úr Barónstíg 2-4 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað um að Fosshótel verði borin út úr húseigninni Barónstígur 2-5 vegna vanefnda á kaupsamningi. Fosshótel keyptu húsið af Neskjörum fyrir ári en voru áður með húsnæðið á leigu í nokkur ár. Kaupverðið var 900 milljónir kr. Viðskipti innlent 16.10.2009 15:55
Fyrsta létting á gjaldeyrishöftum stendur þrátt fyrir AGS töf Fyrirhuguð létting á gjaldeyrishöftunum þann 1. nóvember mun standast, það er fyrsti áfanginn sem er opnun á innstreymi fjármagns frá erlendum aðilum á markaðinn hérlendis. Þetta verður gert þótt áframhaldandi tafir á afgreiðslu Alþjóðasjóðsins (AGS) blasi þá við. Viðskipti innlent 16.10.2009 14:52