Viðskipti innlent

Bresk stjórnvöld ánægð með Icesave samkomulagið

Ian Pearson yfirmaður hagdeildar breska fjármálaráðuneytisins segir að Icesave samkomulagið sem nú liggur fyrir sé góðar fréttir fyrir breska og hollenska skattgreiðendur. „Það greiði leiðina fyrir fullum endurborgunum á lánum til Íslands svo landið geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart innistæðureikningum á Icesave," segir Pearson.

Viðskipti innlent

Lausn Landsbankans liggur hjá seðlabanka Evrópu

Hugsanlegt er að heimtur úr búi gamla Landsbankans verði meiri en fram kom í samkomulagi á milli gamla og nýja bankans um síðustu helgi. Ekki er útilokað að endurheimtur kunni að vera á milli 93 til 97 prósent sem að mestu fara upp í Icesave-skuldbindinguna.

Viðskipti innlent

Vonast eftir vaxtalækkun og afnámi hafta hið fyrsta

Forsvarsmenn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnurekanda (SA) fagna því að niðurstaða sé fengin í samningum Breta og Hollendinga vegna Icesave-málsins. „Það skiptir okkur verulegu máli að okkur hafi tekist að ná samkomulagi við þessar þjóðir, því öll önnur mál hafa verið á bið hér.

Viðskipti innlent

Baldur undirbjó viðbragðsáætlun gegn falli bankanna

Fyrrum ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, Baldur Guðlaugsson, undirbjó viðbragðsáætlun gegn falli bankanna sjö mánuðum fyrir hrun. Hann sætir nú rannsókn sérstaks saksóknara vegna gruns um innherjaviðskipti eftir að hafa selt hlutabréf í Landsbankanum mánuði fyrir fall bankanna.

Viðskipti innlent

Exista slær Íslandsmet í tapi

Exista hefur slegið öll met í verstu afkomu íslensks fyrirtækis á einu ári, en félagið tapaði rúmum tvö hundruð milljörðum á síðasta ári. Launakostnaður nam fjórum milljörðum.

Viðskipti innlent

Hagar ljúka endurfjármögnun

Hagar hafa lokið endurfjármögnun félagsins í samstarfi við Landsbankann og Kaupþing samvkæmt tilkynningu sem þeir sendu frá sér. Þar kemur ennfremur fram að Hagar hafi greitt greitt að fullu skuldabréfaflokk félagsins, upphaflega 7 milljarða króna en gjalddaginn var 19. október 2007.

Viðskipti innlent

Akureyrarbær bjóði út leigu til líkamsræktarstöðvar

„Samkeppniseftirlitið beinir þeim fyrirmælum til Akureyrarbæjar með vísan til ... samkeppnislaga ... að boðin verði út leiga í kjallara Íþróttahallarinnar við Skólastíg þegar núgildandi leigutímabili lýkur, 31. desember 2010, eða fyrr verði leigusamningi sagt upp. Þá skal Akureyrarbær upplýsa Samkeppniseftirlitið um framkvæmd og niðurstöðu slíks útboðs."

Viðskipti innlent

Icesave hleypir auknu lífi í skuldabréfamarkaðinn

Lífleg viðskipti hafa verið á skuldabréfamarkaði það sem af er morgni, og virðast tíðindi af Icesave hafa lagst vel í skuldabréfafjárfesta. Langmest eru viðskiptin með lengri flokka ríkisbréfanna. Tók krafa þeirra myndarlegan kipp niður á við fyrst eftir opnun í morgun, en sú hreyfing hefur að hluta til gengið til baka síðan.

Viðskipti innlent

Greining: Fjölmargt hvílir á samþykkt Icesave

Fjölmargir þættir í uppbyggingu efnahagslífisins hvíla á samþykkt Icesave samkomulagsins. Má þar nefna greiðslu á öðrum hluta láns frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og greiðslu lána frá hinum Norðurlöndunum ásamt láni frá Póllandi. Einnig hvílir fyrsti áfangi í afnámi gjaldeyrishafta á þessari samþykkt sem og lánshæfi íslenskra ríkisins.

Viðskipti innlent

Velferðarútgjöld hafa aukist verulega frá 1980

Heildarútgjöld hins opinbera til almannatrygginga og velferðarmála hafa vaxið verulega síðasta aldarfjórðung eða úr tæplega 5,7% af landsframleiðslu árið 1980 í ríflega 8,9% af landsframleiðslu 2008, en það samsvarar 132 milljörðum króna á því ári.

Viðskipti innlent

Economist: Togarasjómenn spila á gjaldeyrismarkaðinn

Hið virta hagfræðitímarit The Economist hefur birt grein undir fyrirsögninni „Togarasjómenn spila á gjaldeyrismarkaðinn". Þar er greint frá því að íslenskir sjómenn hafi í einhverjum mæli sent fisk á aðra markaði í Evrópu en Bretland þar sem pundið hefur gefið verulega eftir gagnvart evrunni á síðustu vikum og mánuðum.

Viðskipti innlent

IFS spáir lægri stýrivöxtum

Verðbólga mælist níu prósent í þessum mánuði gangi spá IFS Greiningar um verðbólguhorfur eftir. Verði það raunin hefur verðbólga ekki verið lægri síðan í fyrravor 2008.

Viðskipti innlent

50 milljarða símalán hugsanlega gjaldfellt næstu daga

Það kemur í ljós á næstu dögum hvort að fimmtíu milljarða króna lán fimm banka til Skipta, móðurfélags Símans, verði gjaldfellt. Verði það niðurstaðan er ljóst að félagið þarf að endurfjármagna sig en það gæti reynst erfitt miðað við stöðu á alþjóðlegum lánamörkuðum.

Viðskipti innlent

Dómur um útburð Fosshótela úr Barónstíg 2-4

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað um að Fosshótel verði borin út úr húseigninni Barónstígur 2-5 vegna vanefnda á kaupsamningi. Fosshótel keyptu húsið af Neskjörum fyrir ári en voru áður með húsnæðið á leigu í nokkur ár. Kaupverðið var 900 milljónir kr.

Viðskipti innlent