Viðskipti innlent

Ríflega 70% brottfluttra eru íslenskir ríkisborgarar

Alls fluttu 2.694 manns af landi brott umfram aðflutta á fyrstu 9 mánuðum ársins og skiptist þeir þannig að ríflega 70% þeirra voru íslenskir ríkisborgarar, eða tæplega 2.000 manns og ríflega 700 erlendir ríkisborgarar.

Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að þegar búferlarflutningar ársins eru settir í samhengi við allt síðasta ár sést gríðarlegur viðsnúningur. Á árinu 2007 fluttust að meðaltali 428 manns til landsins á mánuði, í fyrra 95 manns, en það sem af er ári hafa 299 manns flutt frá landinu að meðaltali.

Tiltölulega ólík þróun er á milli kynja og milli útlendinga og Íslendinga, en fyrir hverjar 100 íslenska karlmenn sem fluttu erlendis fluttu 75 íslenskar konur erlendis. En fyrir hverja 100 erlenda karlmenn sem fluttu af landinu fluttu 20 erlendar konur til landsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×