Viðskipti innlent

IFS spáir lægri stýrivöxtum

Gangi spá IFS eftir hafa stýrivextir hér ekki verið lægri í rúm fjögur ár. Fréttablaðið/heiða
Gangi spá IFS eftir hafa stýrivextir hér ekki verið lægri í rúm fjögur ár. Fréttablaðið/heiða

Verðbólga mælist níu prósent í þessum mánuði gangi spá IFS Greiningar um verðbólguhorfur eftir. Verði það raunin hefur verðbólga ekki verið lægri síðan í fyrravor 2008.

IFS gerir ráð fyrir að hratt dragi úr verðbólgu á næstu mánuðum og kunni hún að fara allt niður í sex til sjö prósent fyrir áramót.

Í spánni segir að fari verðbólga niður í sex til sjö prósent og raunstýrivextir í fimm til sex prósent sé það hærra en í nágrannaríkjunum. Því megi reikna með að Seðlabankinn lækki stýrivexti í tíu prósent áður en nýtt ár rennur upp. Gangi það eftir hafa stýrivextir ekki verið lægri í fjögur ár.- jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×