Viðskipti innlent

Hátt í 1.200 umsóknir um 50 flugfreyjustörf

Mikil ásókn og gífurlegur áhugi er fyrir störfum flugfreyja og -þjóna hjá Iceland Express. Hátt í 1.200 umsóknir hafa borist í þau 50 störf sem í boði eru.

Í tilkynningu segir að félagið hafi auglýst laus störf undanfarið og átti umsóknarfresturinn að renna út í dag en vegna mikils áhuga hefur verið ákveðið að framlengja frestinn til og með næsta fimmtudegi, 22. október. Þegar hafa borist hátt í 1200 umsóknir.

Reiknað er með að ráðið verði í 50 störf vegna aukinna umsvifa félagsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×