50 milljarða símalán hugsanlega gjaldfellt næstu daga Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 17. október 2009 18:29 Það kemur í ljós á næstu dögum hvort að fimmtíu milljarða króna lán fimm banka til Skipta, móðurfélags Símans, verði gjaldfellt. Verði það niðurstaðan er ljóst að félagið þarf að endurfjármagna sig en það gæti reynst erfitt miðað við stöðu á alþjóðlegum lánamörkuðum. Skipti er í eigu Existu sem er aftur í eigu Lýðs og Ágústs Guðmundssona. Meðal fyrirtækja í eigu þess eru Síminn, Skjárinn og Míla sem rekur fjarskiptanet hér á landi. Þegar Skipti keyptu tæplega 99% hlut ríkisins í Landssíma Íslands árið 2005 voru kaupin fjármögnuð með sambankaláni. Alls koma fimm bankar að láninu, Nýi Kaupþing og gamli, Norræni fjárfestingarbankinn, Glitnir og Straumur. Samkvæmt heimildum fréttastofu nemur heildarupphæðin um 50 milljörðum í dag. Stærsti hluti lánsins mun vera í bókum Kaupþings. Í lánabók Kaupþings fyrir hrun nam heildarskuld Skipta við bankann rúmum 54 milljörðum króna. Exista sem var stærsti hluthafinn í Skiptum var einnig einn af stærstu hluthöfum í Kaupþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa nú staðið yfir viðræður milli þessara fimm banka og forsvarsmanna Skipta. Skilmálar lánsins hafa verið brotnir, en þar er meðal annars að finna ákvæði um að skuldsetning félagsins verði að vera innan ákveðinna marka. Það mun því koma í ljós á næstu dögum hvort lánið verði gjaldfellt en verði það niðurstaðan er ljóst að félagið þarf að endurfjármagna sig. Miðað við stöðu á alþjóðlegum lánamörkuðum gæti það reynst erfitt. Það mun þó vega þungt í viðræðunum að Skipti á um 21 milljarð króna í innstæðum. Í samtali við fréttastofu sagði Pétur Þ. Óskarsson, talsmaður Skipta, að fyrirtækið hafi alltaf staðið í skilum með vexti og afborganir af láninu. Hinsvegar hefðu fjárhagsskilmálar raskast vegna efnahagsástandsins.Skipti eigi nú í viðræðum við sambankalánshópinn um lausn á málinu. Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Neytendur eigi meira inni Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Það kemur í ljós á næstu dögum hvort að fimmtíu milljarða króna lán fimm banka til Skipta, móðurfélags Símans, verði gjaldfellt. Verði það niðurstaðan er ljóst að félagið þarf að endurfjármagna sig en það gæti reynst erfitt miðað við stöðu á alþjóðlegum lánamörkuðum. Skipti er í eigu Existu sem er aftur í eigu Lýðs og Ágústs Guðmundssona. Meðal fyrirtækja í eigu þess eru Síminn, Skjárinn og Míla sem rekur fjarskiptanet hér á landi. Þegar Skipti keyptu tæplega 99% hlut ríkisins í Landssíma Íslands árið 2005 voru kaupin fjármögnuð með sambankaláni. Alls koma fimm bankar að láninu, Nýi Kaupþing og gamli, Norræni fjárfestingarbankinn, Glitnir og Straumur. Samkvæmt heimildum fréttastofu nemur heildarupphæðin um 50 milljörðum í dag. Stærsti hluti lánsins mun vera í bókum Kaupþings. Í lánabók Kaupþings fyrir hrun nam heildarskuld Skipta við bankann rúmum 54 milljörðum króna. Exista sem var stærsti hluthafinn í Skiptum var einnig einn af stærstu hluthöfum í Kaupþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa nú staðið yfir viðræður milli þessara fimm banka og forsvarsmanna Skipta. Skilmálar lánsins hafa verið brotnir, en þar er meðal annars að finna ákvæði um að skuldsetning félagsins verði að vera innan ákveðinna marka. Það mun því koma í ljós á næstu dögum hvort lánið verði gjaldfellt en verði það niðurstaðan er ljóst að félagið þarf að endurfjármagna sig. Miðað við stöðu á alþjóðlegum lánamörkuðum gæti það reynst erfitt. Það mun þó vega þungt í viðræðunum að Skipti á um 21 milljarð króna í innstæðum. Í samtali við fréttastofu sagði Pétur Þ. Óskarsson, talsmaður Skipta, að fyrirtækið hafi alltaf staðið í skilum með vexti og afborganir af láninu. Hinsvegar hefðu fjárhagsskilmálar raskast vegna efnahagsástandsins.Skipti eigi nú í viðræðum við sambankalánshópinn um lausn á málinu.
Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Neytendur eigi meira inni Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira