Útrásin lifir: Íslendingar stofna flugfélag í Litháen 19. október 2009 15:38 Hópur íslenskra fjárfesta er nú að stofna flugfélag í Vilnius, höfuðborg Litháen. Flugfélagið á að heita Lithuania Express og á að byggja á Iceland Express eins og það var í upphafi þegar það var stofnað árið 2003. Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni balticbusinessnews (bbn) er Þorsteinn Guðnason í forsvari fyrir íslenska hópinn en hann samanstendur af þremur félögum og átta einstaklingum. Ætlunin er að hið nýja flugfélag fljúgi til þriggja áfangastaða frá Vilnius fyrsta kastið. Fyrstu eigendur og starfsmenn Iceland Express hafa verið fengnir til ráðgjafar við að koma félaginu á laggirnar. „Okkar áætlun er að byrja með áætlunarflug til Amsterdam, Berlínar og Kaupmannahafnar," segir Þorsteinn í samtali við news2biz í Litháen. „Það er ekkert flug í dag frá Vilnius til Amsterdam og Berlínar en á leiðinni til Kaupmannahafnar munum við keppa við tvö önnur flugfélög. En Kaupmannahöfn er jú vinsælasti áfangastaður frá Litháen." Í máli Þorsteins kemur fram að félagið muni hefja rekstur með einni Boeing 737-700 og að fljótlega muni önnur vél bætast í flotann. „Í stað þess að vera með 148 sæti í vélinni verðum við með 136 sæti og bjóðum því upp á rýmra pláss í okkar ferðum," segir Þorsteinn. „Markhópur okkar er viðskiptafólk sem vill fá gæði fyrir peninga sína." Samkvæmt vefsíðunni staðhæfa Íslendingarnar að þeir séu komnir með öll tilskilin leyfi fyrir flugrekstri sínum. „Eitt af félögum okkar er staðsett í Danmörku og er með danskt flugrekstrarleyfi (AOC) innan ESB. Yfirvöld í Litháen þurfa aðeins að staðfesta það," segir Þorsteinn. Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Hópur íslenskra fjárfesta er nú að stofna flugfélag í Vilnius, höfuðborg Litháen. Flugfélagið á að heita Lithuania Express og á að byggja á Iceland Express eins og það var í upphafi þegar það var stofnað árið 2003. Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni balticbusinessnews (bbn) er Þorsteinn Guðnason í forsvari fyrir íslenska hópinn en hann samanstendur af þremur félögum og átta einstaklingum. Ætlunin er að hið nýja flugfélag fljúgi til þriggja áfangastaða frá Vilnius fyrsta kastið. Fyrstu eigendur og starfsmenn Iceland Express hafa verið fengnir til ráðgjafar við að koma félaginu á laggirnar. „Okkar áætlun er að byrja með áætlunarflug til Amsterdam, Berlínar og Kaupmannahafnar," segir Þorsteinn í samtali við news2biz í Litháen. „Það er ekkert flug í dag frá Vilnius til Amsterdam og Berlínar en á leiðinni til Kaupmannahafnar munum við keppa við tvö önnur flugfélög. En Kaupmannahöfn er jú vinsælasti áfangastaður frá Litháen." Í máli Þorsteins kemur fram að félagið muni hefja rekstur með einni Boeing 737-700 og að fljótlega muni önnur vél bætast í flotann. „Í stað þess að vera með 148 sæti í vélinni verðum við með 136 sæti og bjóðum því upp á rýmra pláss í okkar ferðum," segir Þorsteinn. „Markhópur okkar er viðskiptafólk sem vill fá gæði fyrir peninga sína." Samkvæmt vefsíðunni staðhæfa Íslendingarnar að þeir séu komnir með öll tilskilin leyfi fyrir flugrekstri sínum. „Eitt af félögum okkar er staðsett í Danmörku og er með danskt flugrekstrarleyfi (AOC) innan ESB. Yfirvöld í Litháen þurfa aðeins að staðfesta það," segir Þorsteinn.
Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun