Akureyrarbær bjóði út leigu til líkamsræktarstöðvar 19. október 2009 14:06 „Samkeppniseftirlitið beinir þeim fyrirmælum til Akureyrarbæjar með vísan til ... samkeppnislaga ... að boðin verði út leiga í kjallara Íþróttahallarinnar við Skólastíg þegar núgildandi leigutímabili lýkur, 31. desember 2010, eða fyrr verði leigusamningi sagt upp. Þá skal Akureyrarbær upplýsa Samkeppniseftirlitið um framkvæmd og niðurstöðu slíks útboðs." Þetta er ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í kvörtunarmáli Átaks Heilsuræktar ehf. gegn útleigu Fasteigna Akureyrarbæjar á aðstöðu í kjallara Íþróttahallarinnar á Akureyri en kjallaraplássið er leigt líkamsræktarstöðinni Vaxtarækt. Leigan nemi aðeins um 524 kr. á fermetrann sem sé langt undir meðalverði verslunnarhúsnæðis í bænum að mati Átaks en meðalverðið sé í kringum 1.500 kr. á fermetrann. Þar að auki hafi Vaxtaræktin ekki verið krafin um greiðslur fyrir rafmagn og hita. Í umfjöllun Samkeppniseftirlitsins segir m.a.: „Að mati kvartanda leiðir framangreint leiguverð sem Vaxtarræktin greiðir til röskunar á samkeppni meðal líkamsræktarstöðva á Akureyri. Fasteignir Akureyrarbæjar skekki því samkeppni á markaði líkamsræktarstöðva með leigusamningi við Vaxtarræktina m.a. þar sem leigukostnaður sé nokkuð stór þáttur í rekstrarkostnaði líkamsræktarstöðva." Fasteignir Akureyrarbæjar segja að leiguverðið afmarkist af ástandi leiguhúsnæðisins. „Húsnæðið sé niðurgrafinn gluggalaus kjallari með lofthæð víða um 2,20 m og í lofti séu loftræstistokkar og klóakrör. Þá kemur fram að tafir hafi orðið á því að núverandi leigutaki flytti starfsemi sína í nýtt húsnæði en að því loknu væri ekki fyrirhugað að leigja húsnæðið út aftur fyrir hliðstæða starfsemi," eins og segir í umfjöllun eftirlitsins. Þá segja Fasteignir Akureyrar að ekki hafi verið rukkað fyrir rafmagn og hita vegna mistaka. Bætt hafi verið úr því. Fram kemur í niðurstöðum Samkeppniseftirlitsins að þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvartað er undan þeim kjörum sem Vaxtaræktin nýtur hjá Akureyrarbæ. Árið 2001 kvartaði World Class Akureyri yfir sama hlutnum. Þá vakti eftirlitið athygli Akureyrarbæjar á þeirri skyldu sem hvílir á bænum að raska ekki samkeppnisskilyrðum milli keppinauta með því að hugsanlega undirverðleggja leiguhúsnæði Vaxtaræktarinnar. Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
„Samkeppniseftirlitið beinir þeim fyrirmælum til Akureyrarbæjar með vísan til ... samkeppnislaga ... að boðin verði út leiga í kjallara Íþróttahallarinnar við Skólastíg þegar núgildandi leigutímabili lýkur, 31. desember 2010, eða fyrr verði leigusamningi sagt upp. Þá skal Akureyrarbær upplýsa Samkeppniseftirlitið um framkvæmd og niðurstöðu slíks útboðs." Þetta er ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í kvörtunarmáli Átaks Heilsuræktar ehf. gegn útleigu Fasteigna Akureyrarbæjar á aðstöðu í kjallara Íþróttahallarinnar á Akureyri en kjallaraplássið er leigt líkamsræktarstöðinni Vaxtarækt. Leigan nemi aðeins um 524 kr. á fermetrann sem sé langt undir meðalverði verslunnarhúsnæðis í bænum að mati Átaks en meðalverðið sé í kringum 1.500 kr. á fermetrann. Þar að auki hafi Vaxtaræktin ekki verið krafin um greiðslur fyrir rafmagn og hita. Í umfjöllun Samkeppniseftirlitsins segir m.a.: „Að mati kvartanda leiðir framangreint leiguverð sem Vaxtarræktin greiðir til röskunar á samkeppni meðal líkamsræktarstöðva á Akureyri. Fasteignir Akureyrarbæjar skekki því samkeppni á markaði líkamsræktarstöðva með leigusamningi við Vaxtarræktina m.a. þar sem leigukostnaður sé nokkuð stór þáttur í rekstrarkostnaði líkamsræktarstöðva." Fasteignir Akureyrarbæjar segja að leiguverðið afmarkist af ástandi leiguhúsnæðisins. „Húsnæðið sé niðurgrafinn gluggalaus kjallari með lofthæð víða um 2,20 m og í lofti séu loftræstistokkar og klóakrör. Þá kemur fram að tafir hafi orðið á því að núverandi leigutaki flytti starfsemi sína í nýtt húsnæði en að því loknu væri ekki fyrirhugað að leigja húsnæðið út aftur fyrir hliðstæða starfsemi," eins og segir í umfjöllun eftirlitsins. Þá segja Fasteignir Akureyrar að ekki hafi verið rukkað fyrir rafmagn og hita vegna mistaka. Bætt hafi verið úr því. Fram kemur í niðurstöðum Samkeppniseftirlitsins að þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvartað er undan þeim kjörum sem Vaxtaræktin nýtur hjá Akureyrarbæ. Árið 2001 kvartaði World Class Akureyri yfir sama hlutnum. Þá vakti eftirlitið athygli Akureyrarbæjar á þeirri skyldu sem hvílir á bænum að raska ekki samkeppnisskilyrðum milli keppinauta með því að hugsanlega undirverðleggja leiguhúsnæði Vaxtaræktarinnar.
Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun