Viðskipti innlent Atorka vill leita nauðasamninga Stjórn Atorku hefur ákveðið að leggja fram beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um heimild til að leita nauðasamnings við lánardrottna sína. Fjárhagsstaða Atorku breyttist til hins verra við fall íslenska bankakerfisins á haustmánuðum 2008. Fyrir fall bankanna var útlit fyrir að Atorka myndi standa af sér alþjóðlegu efnahagskreppuna. Eftir fall bankanna og mikla gengislækkun íslensku krónunnar varð stjórn Atorku hins vegar ljóst að nauðsynlegt væri að endurskipuleggja fjárhag félagsins. Viðskipti innlent 21.10.2009 17:26 Bakkavör hækkaði um 15,4% Bakkavör hækkaði um 15,4% í kauphöllinni í dag en viðskiptin á bakvið þá hækkun námu tæpum 660 þúsund kr. Viðskipti innlent 21.10.2009 16:02 Gengi krónunnar styrkist Gengi krónunnar hefur styrkst um rúmlega 0,5% í dag og stendur gengisvísitalan í tæpum 234 stigum. Gætir þar væntanlega áhrifa þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sett endurskoðun á áætlun sinni og stjórnvalda á dagskrá í næstu viku. Viðskipti innlent 21.10.2009 15:20 Flanagan: Öll skilyrði uppfyllt fyrir endurskoðun AGS Mark Flanagan formaður sendiefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi segir að öll megin skilyrðum séu uppfyllt fyrir endurskoðun sjóðsins á áætlun sinni og íslenskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í viðtali við Flanagan á heimsíðu AGS. Viðskipti innlent 21.10.2009 14:52 Greining: Afar litlar líkur á greiðslufalli ríkissjóðs Greining Íslandsbanka telur að afar litlar líkur séu á greiðslufalli hjá ríkissjóði. Nefnir greiningin t.d. að Í gjaldeyrisforðanum nú er raunar til fyrir öllum núverandi erlendum skuldum ríkissjóðs, en þær skuldir að frátöldum ábyrgðum vegna Icesave voru 320 milljarðar kr. um síðustu mánaðamót. Viðskipti innlent 21.10.2009 14:11 Fréttaskýring: 500 milljónir evra skiluðu sér ekki til Bretlands Margumrætt 500 milljóna evra neyðarlán sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi á lokasprettinum að falli bankans skilaði sér ekki, nema í litlum mæli, til Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi. Þetta kemur fram í nýlegum dómi við High Court í London í máli Kaupþings gegn breskum stjórnvöldum. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að úr dóminum má lesa að ef lánið hefði verið sent til Bretlands mátti hugsanlega koma í veg fyrir fall Kaupþings. Viðskipti innlent 21.10.2009 13:35 Merkilega lítil fjölgun vanskila Einstaklingum á vanskilaskrá hefur fjölgað um 25 prósent frá ársbyrjun 2008. Greining Íslandsbanka segir að miðað við þau erfiðu efnahagslegu skilyrði sem heimilin hafa búið við undanfarin misseri komi þetta ekki á óvart. Viðskipti innlent 21.10.2009 13:00 FSA: Seðlabankinn frysti milljarða frá Kaupþingi Seðlabanki Íslands frysti 150 milljóna punda greiðslu til Singer og Friedlander banka Kaupþings bankans 7. október í fyrra, samkvæmt skilningi breska fjármálaeftirlitsins. Viðskipti innlent 21.10.2009 12:18 Dómur: Markmiðið að upplýsa almenning um fall Kaupþings Jóhannes Rúnar Jóhannsson hrl. hjá skilanefnd Kaupþings segir að eitt af megin markmiðum þess að farið var í mál við bresk stjórnvöld vegna yfirtökunnar á Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi var að upplýsa almenning og rannsóknaraðila um hvað í rauninni gerðist. Viðskipti innlent 21.10.2009 11:27 Berlingske: George Soros gæti keypt Ísland Danska blaðið Berlingske Tidende fjallar um hvaða lönd ríkustu einstaklingar heimsins gæti keypt fyrir auðæfi sín. Í sjötta sæti af tíu er George Soros en hann gæti keypt Ísland. Viðskipti innlent 21.10.2009 10:14 Heildarsala skuldabréfa hrapar milli mánaða Heildarsala skuldabréfa í september 2009 nam 728 milljónum kr. samanborið við 16,6 milljarða kr. mánuðinn áður. Viðskipti innlent 21.10.2009 09:20 FT: Málsókn Kaupþings tilbúningur og óraunveruleg Financial Times (FT) fjallar um niðurstöðu í máli Kaupþings gegn breskum stjórnvöldum og vitnar m.a. í niðurstöðu breska dómstólsins (High Court) þar sem segir að málsóknin hafi haft á sér yfirbragð tilbúnings og óraunveruleika. Viðskipti innlent 21.10.2009 08:59 Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð fer hríðlækkandi Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð hefur farið hríðlækkandi og stendur nú í 358 punktum. Fyrir síðustu helgi hafði það hinsvegar farið hækkandi og stóð í 410 punktum s.l. föstudag samkvæmt lista CMA Datavision yfir þau 10 lönd sem taldin eru í mestri hættu á þjóðargjaldþroti. Viðskipti innlent 21.10.2009 08:36 Seðlabankinn aftur með inngrip á gjaldeyrismarkaði Seðlabankinn var aftur með inngrip á gjaldeyrismarkaði í gærdg en bankinn hefur ekki staðið að slíku í um það bil mánuð. Viðskipti innlent 21.10.2009 07:52 Flugakademía Keilis farin í útrás til Kína Stefnt er að því að hér á landi stundi árlega 200 Kínverjar flugnám hjá Flugakademíu Keilis í Reykjanesbæ. Von er á fyrsta nemendahópnum í janúar. Skólinn tók nýverið í notkun þrjár nýjar og tæknilega fullkomnar kennsluflugvélar. Viðskipti innlent 21.10.2009 06:00 Ellefu milljarða króna skuld eftir misheppnuð hlutabréfakaup Þrjú félög athafnamannsins Sigurðar Bollasonar skilja eftir sig ellefu milljarða króna skuld eftir misheppnuð hlutabréfakaup í Landsbankanum, Glitni og Existu á árinu 2008. Allar eignirnar eru verðlausar og þurfa lánadrottnar Sigurðar því að öllum líkindum að afskrifa milljarðana ellefu. Viðskipti innlent 20.10.2009 18:30 Ekki búið að taka ákvörðun í máli Baldurs Engin ákvörðun hefur verið tekin í Menntamálamálaráðuneytinu í máli Baldurs Guðlaugssonar ráðuneytisstjóra en hann sætir nú rannsókn sérstaks saksóknara. Menntamálaráðherra sagði um helgina að máið yrði skoðað eftir helgi. Rætt hefur verið um að Baldur verði annaðhvort sendur í leyfi á meðan rannsókn stendur, eða þá að honum verði vikið frá störfum. Viðskipti innlent 20.10.2009 17:55 Ætla í mál við hollenska seðlabankann vegna Icesave Gerard van Vliet sem fer fyrir hópi hollenskra sparifjáreigenda sem töpuðu meira en 20.887 evrum á Icesave segir hópinn nú undirbúa mál á hendur hollenska seðlabankanum. Hópurinn telur að hollenskir eftirlitsaðilar hafi ekki síður brugðist en þeir íslensku. Viðskipti innlent 20.10.2009 17:40 Yfir 50% sjóða Landsvaka til skyldra aðila Staða peningamarkaðsbréfa Landsbanka Íslands mánuði fyrir hrun í fyrra var þannig að yfir 50% fjármuna sjóðsins voru lán til skyldra aðila, þ.e. Landsbankans sjálfs, Samsonar, Eimskipafélagsins og Straums-Burðaráss. Þetta segir á vefsíðu AFL sem hyggst stefna sjóðsstjórum Landsvaka eins og fram hefur komið í fréttum. Viðskipti innlent 20.10.2009 15:57 Áfram mikil skuldabréfavelta Skuldabréfaveltan er áfram mikil í kauphöllinni og í dag nam hún um 15,6 milljörðum kr. Hinsvegar var mjög rólegt á hlutabréfamarkaðinum. Viðskipti innlent 20.10.2009 15:53 OKG ehf. greiðir ekki af skuldabréfum OKG ehf. (áður Opin Kerfi Group hf.) mun ekki greiða af skuldabréfum sem félagið er útgefandi að með heitið OPKF 01 1 og er á gjalddaga í dag, 20. október 2009, sem jafnframt er lokagjalddagi skuldabréfanna. Viðskipti innlent 20.10.2009 15:48 Ferðaþjónustan aflar 400 milljóna á dag í gjaldeyri Árið 2009 er fyrir fjöldamörg fyrirtæki í ferðaþjónustu eitt besta rekstrarár í langan tíma og má gera ráð fyrir að erlendir ferðamenn komi með u.þ.b. 150 milljarða króna í erlendum gjaldeyri inn í landið - en það gera u.þ.b. 400 milljónir á dag að meðaltali. Viðskipti innlent 20.10.2009 15:10 Mannvit með samning um verkefni vestan hafs Verkfræðistofan Mannvit og alþjóðlega verkfræðifyrirtækið Technip hafa undirritað samstarfssamning um þróunarverkefni á sviði jarðhitanýtingar í Bandaríkjunum. Viðskipti innlent 20.10.2009 13:57 Spurning hvort gjaldeyrishöftin haldi aftur af krónunni Greining Íslandsbanka veltir vöngum yfir því hvort þróun krónu hefði orðið í ætt við það sem orðið hefur í ungversku forintunni, hefði gjaldeyrishöftum verið aflétt fljótlega eftir að áætlun stjórnvalda og AGS var ýtt af stokkunum. Viðskipti innlent 20.10.2009 12:27 Landsvaki: AFL ætlar að stefna röngum aðila Landsvaki segir að Afl Starfsgreinafélag hafi aldrei gert samning um eignastýringu við Landsvaka. Félagið var hins vegar með samning um eignastýringu við Landsbanka Íslands hf. Sjóðstjórar Landsvaka önnuðust því ekki á neinum tímapunkti upplýsingagjöf til Afls eða fóru með fjármuni félagsins. Viðskipti innlent 20.10.2009 11:42 Vextir lækkaðir þegar endurskoðun AGS er í höfn Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans muni ákveða að lækka vexti bankans í næsta mánuði ef endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður í höfn. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er 5. nóvember næstkomandi. Viðskipti innlent 20.10.2009 11:26 Kaupþing tapar dómsmáli gegn breska fjármálaeftirlitinu Dómstóll í Bretlandi (High Court of Justice) kvað í dag upp dóm í máli Kaupþings banka gegn breska fjármálaráðuneytinu. Dómstóllinn dæmir fjármálaráðuneytinu í hag í málinu sem snérist um lögmæti þess að flytja innistæður af Edge reikningum í hendur þriðja aðila. Viðskipti innlent 20.10.2009 11:10 Landic Property selur danskar fasteignir fyrir 50 milljarða Fasteignafélagið Landic Property hf. hefur skrifað undir samning um sölu á Atlas I fasteignasafninu (Landic Property Denmark A/S) til danska fasteignafélagsins Jeudan A/S. Söluverðið er um 2 milljarðar danskra kr. eða tæplega 50 milljarðar kr., sem samsvarar bókfærðu verði fasteignanna. Viðskipti innlent 20.10.2009 09:53 Tæplega 20.000 manns eru á vanskilaskrá Tæplega 20.000 manns, eða 7% þeirra sem eru fjárráða, eru á vanskilaskrá og 60% þeirra stefna í gjaldþrot. Fjórðungur þeirra sem flust hafa til Noregs eru með vanskil í löginnheimtuferli og 11% barna eiga foreldra í vanskilum. Viðskipti innlent 20.10.2009 09:19 Vísitala bygginarkostnaðar hækkar um 0,34% Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan október 2009 er 497,0 stig sem er hækkun um 0,34% frá fyrri mánuði. Vísitalan gildir í nóvember 2009. Viðskipti innlent 20.10.2009 09:06 « ‹ ›
Atorka vill leita nauðasamninga Stjórn Atorku hefur ákveðið að leggja fram beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um heimild til að leita nauðasamnings við lánardrottna sína. Fjárhagsstaða Atorku breyttist til hins verra við fall íslenska bankakerfisins á haustmánuðum 2008. Fyrir fall bankanna var útlit fyrir að Atorka myndi standa af sér alþjóðlegu efnahagskreppuna. Eftir fall bankanna og mikla gengislækkun íslensku krónunnar varð stjórn Atorku hins vegar ljóst að nauðsynlegt væri að endurskipuleggja fjárhag félagsins. Viðskipti innlent 21.10.2009 17:26
Bakkavör hækkaði um 15,4% Bakkavör hækkaði um 15,4% í kauphöllinni í dag en viðskiptin á bakvið þá hækkun námu tæpum 660 þúsund kr. Viðskipti innlent 21.10.2009 16:02
Gengi krónunnar styrkist Gengi krónunnar hefur styrkst um rúmlega 0,5% í dag og stendur gengisvísitalan í tæpum 234 stigum. Gætir þar væntanlega áhrifa þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sett endurskoðun á áætlun sinni og stjórnvalda á dagskrá í næstu viku. Viðskipti innlent 21.10.2009 15:20
Flanagan: Öll skilyrði uppfyllt fyrir endurskoðun AGS Mark Flanagan formaður sendiefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi segir að öll megin skilyrðum séu uppfyllt fyrir endurskoðun sjóðsins á áætlun sinni og íslenskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í viðtali við Flanagan á heimsíðu AGS. Viðskipti innlent 21.10.2009 14:52
Greining: Afar litlar líkur á greiðslufalli ríkissjóðs Greining Íslandsbanka telur að afar litlar líkur séu á greiðslufalli hjá ríkissjóði. Nefnir greiningin t.d. að Í gjaldeyrisforðanum nú er raunar til fyrir öllum núverandi erlendum skuldum ríkissjóðs, en þær skuldir að frátöldum ábyrgðum vegna Icesave voru 320 milljarðar kr. um síðustu mánaðamót. Viðskipti innlent 21.10.2009 14:11
Fréttaskýring: 500 milljónir evra skiluðu sér ekki til Bretlands Margumrætt 500 milljóna evra neyðarlán sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi á lokasprettinum að falli bankans skilaði sér ekki, nema í litlum mæli, til Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi. Þetta kemur fram í nýlegum dómi við High Court í London í máli Kaupþings gegn breskum stjórnvöldum. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að úr dóminum má lesa að ef lánið hefði verið sent til Bretlands mátti hugsanlega koma í veg fyrir fall Kaupþings. Viðskipti innlent 21.10.2009 13:35
Merkilega lítil fjölgun vanskila Einstaklingum á vanskilaskrá hefur fjölgað um 25 prósent frá ársbyrjun 2008. Greining Íslandsbanka segir að miðað við þau erfiðu efnahagslegu skilyrði sem heimilin hafa búið við undanfarin misseri komi þetta ekki á óvart. Viðskipti innlent 21.10.2009 13:00
FSA: Seðlabankinn frysti milljarða frá Kaupþingi Seðlabanki Íslands frysti 150 milljóna punda greiðslu til Singer og Friedlander banka Kaupþings bankans 7. október í fyrra, samkvæmt skilningi breska fjármálaeftirlitsins. Viðskipti innlent 21.10.2009 12:18
Dómur: Markmiðið að upplýsa almenning um fall Kaupþings Jóhannes Rúnar Jóhannsson hrl. hjá skilanefnd Kaupþings segir að eitt af megin markmiðum þess að farið var í mál við bresk stjórnvöld vegna yfirtökunnar á Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi var að upplýsa almenning og rannsóknaraðila um hvað í rauninni gerðist. Viðskipti innlent 21.10.2009 11:27
Berlingske: George Soros gæti keypt Ísland Danska blaðið Berlingske Tidende fjallar um hvaða lönd ríkustu einstaklingar heimsins gæti keypt fyrir auðæfi sín. Í sjötta sæti af tíu er George Soros en hann gæti keypt Ísland. Viðskipti innlent 21.10.2009 10:14
Heildarsala skuldabréfa hrapar milli mánaða Heildarsala skuldabréfa í september 2009 nam 728 milljónum kr. samanborið við 16,6 milljarða kr. mánuðinn áður. Viðskipti innlent 21.10.2009 09:20
FT: Málsókn Kaupþings tilbúningur og óraunveruleg Financial Times (FT) fjallar um niðurstöðu í máli Kaupþings gegn breskum stjórnvöldum og vitnar m.a. í niðurstöðu breska dómstólsins (High Court) þar sem segir að málsóknin hafi haft á sér yfirbragð tilbúnings og óraunveruleika. Viðskipti innlent 21.10.2009 08:59
Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð fer hríðlækkandi Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð hefur farið hríðlækkandi og stendur nú í 358 punktum. Fyrir síðustu helgi hafði það hinsvegar farið hækkandi og stóð í 410 punktum s.l. föstudag samkvæmt lista CMA Datavision yfir þau 10 lönd sem taldin eru í mestri hættu á þjóðargjaldþroti. Viðskipti innlent 21.10.2009 08:36
Seðlabankinn aftur með inngrip á gjaldeyrismarkaði Seðlabankinn var aftur með inngrip á gjaldeyrismarkaði í gærdg en bankinn hefur ekki staðið að slíku í um það bil mánuð. Viðskipti innlent 21.10.2009 07:52
Flugakademía Keilis farin í útrás til Kína Stefnt er að því að hér á landi stundi árlega 200 Kínverjar flugnám hjá Flugakademíu Keilis í Reykjanesbæ. Von er á fyrsta nemendahópnum í janúar. Skólinn tók nýverið í notkun þrjár nýjar og tæknilega fullkomnar kennsluflugvélar. Viðskipti innlent 21.10.2009 06:00
Ellefu milljarða króna skuld eftir misheppnuð hlutabréfakaup Þrjú félög athafnamannsins Sigurðar Bollasonar skilja eftir sig ellefu milljarða króna skuld eftir misheppnuð hlutabréfakaup í Landsbankanum, Glitni og Existu á árinu 2008. Allar eignirnar eru verðlausar og þurfa lánadrottnar Sigurðar því að öllum líkindum að afskrifa milljarðana ellefu. Viðskipti innlent 20.10.2009 18:30
Ekki búið að taka ákvörðun í máli Baldurs Engin ákvörðun hefur verið tekin í Menntamálamálaráðuneytinu í máli Baldurs Guðlaugssonar ráðuneytisstjóra en hann sætir nú rannsókn sérstaks saksóknara. Menntamálaráðherra sagði um helgina að máið yrði skoðað eftir helgi. Rætt hefur verið um að Baldur verði annaðhvort sendur í leyfi á meðan rannsókn stendur, eða þá að honum verði vikið frá störfum. Viðskipti innlent 20.10.2009 17:55
Ætla í mál við hollenska seðlabankann vegna Icesave Gerard van Vliet sem fer fyrir hópi hollenskra sparifjáreigenda sem töpuðu meira en 20.887 evrum á Icesave segir hópinn nú undirbúa mál á hendur hollenska seðlabankanum. Hópurinn telur að hollenskir eftirlitsaðilar hafi ekki síður brugðist en þeir íslensku. Viðskipti innlent 20.10.2009 17:40
Yfir 50% sjóða Landsvaka til skyldra aðila Staða peningamarkaðsbréfa Landsbanka Íslands mánuði fyrir hrun í fyrra var þannig að yfir 50% fjármuna sjóðsins voru lán til skyldra aðila, þ.e. Landsbankans sjálfs, Samsonar, Eimskipafélagsins og Straums-Burðaráss. Þetta segir á vefsíðu AFL sem hyggst stefna sjóðsstjórum Landsvaka eins og fram hefur komið í fréttum. Viðskipti innlent 20.10.2009 15:57
Áfram mikil skuldabréfavelta Skuldabréfaveltan er áfram mikil í kauphöllinni og í dag nam hún um 15,6 milljörðum kr. Hinsvegar var mjög rólegt á hlutabréfamarkaðinum. Viðskipti innlent 20.10.2009 15:53
OKG ehf. greiðir ekki af skuldabréfum OKG ehf. (áður Opin Kerfi Group hf.) mun ekki greiða af skuldabréfum sem félagið er útgefandi að með heitið OPKF 01 1 og er á gjalddaga í dag, 20. október 2009, sem jafnframt er lokagjalddagi skuldabréfanna. Viðskipti innlent 20.10.2009 15:48
Ferðaþjónustan aflar 400 milljóna á dag í gjaldeyri Árið 2009 er fyrir fjöldamörg fyrirtæki í ferðaþjónustu eitt besta rekstrarár í langan tíma og má gera ráð fyrir að erlendir ferðamenn komi með u.þ.b. 150 milljarða króna í erlendum gjaldeyri inn í landið - en það gera u.þ.b. 400 milljónir á dag að meðaltali. Viðskipti innlent 20.10.2009 15:10
Mannvit með samning um verkefni vestan hafs Verkfræðistofan Mannvit og alþjóðlega verkfræðifyrirtækið Technip hafa undirritað samstarfssamning um þróunarverkefni á sviði jarðhitanýtingar í Bandaríkjunum. Viðskipti innlent 20.10.2009 13:57
Spurning hvort gjaldeyrishöftin haldi aftur af krónunni Greining Íslandsbanka veltir vöngum yfir því hvort þróun krónu hefði orðið í ætt við það sem orðið hefur í ungversku forintunni, hefði gjaldeyrishöftum verið aflétt fljótlega eftir að áætlun stjórnvalda og AGS var ýtt af stokkunum. Viðskipti innlent 20.10.2009 12:27
Landsvaki: AFL ætlar að stefna röngum aðila Landsvaki segir að Afl Starfsgreinafélag hafi aldrei gert samning um eignastýringu við Landsvaka. Félagið var hins vegar með samning um eignastýringu við Landsbanka Íslands hf. Sjóðstjórar Landsvaka önnuðust því ekki á neinum tímapunkti upplýsingagjöf til Afls eða fóru með fjármuni félagsins. Viðskipti innlent 20.10.2009 11:42
Vextir lækkaðir þegar endurskoðun AGS er í höfn Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans muni ákveða að lækka vexti bankans í næsta mánuði ef endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður í höfn. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er 5. nóvember næstkomandi. Viðskipti innlent 20.10.2009 11:26
Kaupþing tapar dómsmáli gegn breska fjármálaeftirlitinu Dómstóll í Bretlandi (High Court of Justice) kvað í dag upp dóm í máli Kaupþings banka gegn breska fjármálaráðuneytinu. Dómstóllinn dæmir fjármálaráðuneytinu í hag í málinu sem snérist um lögmæti þess að flytja innistæður af Edge reikningum í hendur þriðja aðila. Viðskipti innlent 20.10.2009 11:10
Landic Property selur danskar fasteignir fyrir 50 milljarða Fasteignafélagið Landic Property hf. hefur skrifað undir samning um sölu á Atlas I fasteignasafninu (Landic Property Denmark A/S) til danska fasteignafélagsins Jeudan A/S. Söluverðið er um 2 milljarðar danskra kr. eða tæplega 50 milljarðar kr., sem samsvarar bókfærðu verði fasteignanna. Viðskipti innlent 20.10.2009 09:53
Tæplega 20.000 manns eru á vanskilaskrá Tæplega 20.000 manns, eða 7% þeirra sem eru fjárráða, eru á vanskilaskrá og 60% þeirra stefna í gjaldþrot. Fjórðungur þeirra sem flust hafa til Noregs eru með vanskil í löginnheimtuferli og 11% barna eiga foreldra í vanskilum. Viðskipti innlent 20.10.2009 09:19
Vísitala bygginarkostnaðar hækkar um 0,34% Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan október 2009 er 497,0 stig sem er hækkun um 0,34% frá fyrri mánuði. Vísitalan gildir í nóvember 2009. Viðskipti innlent 20.10.2009 09:06