Viðskipti innlent

Atorka vill leita nauðasamninga

Stjórn Atorku hefur ákveðið að leggja fram beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um heimild til að leita nauðasamnings við lánardrottna sína. Fjárhagsstaða Atorku breyttist til hins verra við fall íslenska bankakerfisins á haustmánuðum 2008. Fyrir fall bankanna var útlit fyrir að Atorka myndi standa af sér alþjóðlegu efnahagskreppuna. Eftir fall bankanna og mikla gengislækkun íslensku krónunnar varð stjórn Atorku hins vegar ljóst að nauðsynlegt væri að endurskipuleggja fjárhag félagsins.

Viðskipti innlent

Gengi krónunnar styrkist

Gengi krónunnar hefur styrkst um rúmlega 0,5% í dag og stendur gengisvísitalan í tæpum 234 stigum. Gætir þar væntanlega áhrifa þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sett endurskoðun á áætlun sinni og stjórnvalda á dagskrá í næstu viku.

Viðskipti innlent

Greining: Afar litlar líkur á greiðslufalli ríkissjóðs

Greining Íslandsbanka telur að afar litlar líkur séu á greiðslufalli hjá ríkissjóði. Nefnir greiningin t.d. að Í gjaldeyrisforðanum nú er raunar til fyrir öllum núverandi erlendum skuldum ríkissjóðs, en þær skuldir að frátöldum ábyrgðum vegna Icesave voru 320 milljarðar kr. um síðustu mánaðamót.

Viðskipti innlent

Fréttaskýring: 500 milljónir evra skiluðu sér ekki til Bretlands

Margumrætt 500 milljóna evra neyðarlán sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi á lokasprettinum að falli bankans skilaði sér ekki, nema í litlum mæli, til Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi. Þetta kemur fram í nýlegum dómi við High Court í London í máli Kaupþings gegn breskum stjórnvöldum. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að úr dóminum má lesa að ef lánið hefði verið sent til Bretlands mátti hugsanlega koma í veg fyrir fall Kaupþings.

Viðskipti innlent

Merkilega lítil fjölgun vanskila

Einstaklingum á vanskilaskrá hefur fjölgað um 25 prósent frá ársbyrjun 2008. Greining Íslandsbanka segir að miðað við þau erfiðu efnahagslegu skilyrði sem heimilin hafa búið við undanfarin misseri komi þetta ekki á óvart.

Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð fer hríðlækkandi

Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð hefur farið hríðlækkandi og stendur nú í 358 punktum. Fyrir síðustu helgi hafði það hinsvegar farið hækkandi og stóð í 410 punktum s.l. föstudag samkvæmt lista CMA Datavision yfir þau 10 lönd sem taldin eru í mestri hættu á þjóðargjaldþroti.

Viðskipti innlent

Flugakademía Keilis farin í útrás til Kína

Stefnt er að því að hér á landi stundi árlega 200 Kínverjar flugnám hjá Flug­akademíu Keilis í Reykjanesbæ. Von er á fyrsta nemendahópnum í janúar. Skólinn tók nýverið í notkun þrjár nýjar og tæknilega fullkomnar kennsluflugvélar.

Viðskipti innlent

Ekki búið að taka ákvörðun í máli Baldurs

Engin ákvörðun hefur verið tekin í Menntamálamálaráðuneytinu í máli Baldurs Guðlaugssonar ráðuneytisstjóra en hann sætir nú rannsókn sérstaks saksóknara. Menntamálaráðherra sagði um helgina að máið yrði skoðað eftir helgi. Rætt hefur verið um að Baldur verði annaðhvort sendur í leyfi á meðan rannsókn stendur, eða þá að honum verði vikið frá störfum.

Viðskipti innlent

Yfir 50% sjóða Landsvaka til skyldra aðila

Staða peningamarkaðsbréfa Landsbanka Íslands mánuði fyrir hrun í fyrra var þannig að yfir 50% fjármuna sjóðsins voru lán til skyldra aðila, þ.e. Landsbankans sjálfs, Samsonar, Eimskipafélagsins og Straums-Burðaráss. Þetta segir á vefsíðu AFL sem hyggst stefna sjóðsstjórum Landsvaka eins og fram hefur komið í fréttum.

Viðskipti innlent

Landsvaki: AFL ætlar að stefna röngum aðila

Landsvaki segir að Afl Starfsgreinafélag hafi aldrei gert samning um eignastýringu við Landsvaka. Félagið var hins vegar með samning um eignastýringu við Landsbanka Íslands hf. Sjóðstjórar Landsvaka önnuðust því ekki á neinum tímapunkti upplýsingagjöf til Afls eða fóru með fjármuni félagsins.

Viðskipti innlent

Tæplega 20.000 manns eru á vanskilaskrá

Tæplega 20.000 manns, eða 7% þeirra sem eru fjárráða, eru á vanskilaskrá og 60% þeirra stefna í gjaldþrot. Fjórðungur þeirra sem flust hafa til Noregs eru með vanskil í löginnheimtuferli og 11% barna eiga foreldra í vanskilum.

Viðskipti innlent