Viðskipti innlent

Áfram mikil skuldabréfavelta

Skuldabréfaveltan er áfram mikil í kauphöllinni og í dag nam hún um 15,6 milljörðum kr. Hinsvegar var mjög rólegt á hlutabréfamarkaðinum.

Úrvalsvísitalan OMX16 hækkaði um 0,2% og stendur í 808 stigum. Marel hækkaði um 1% en Föroya Banki lækkaði um 0,2% og Century Aluminium um 0,1%.

Icelandair hækkaði um 22,2% í dag en að baki þeirri hækkun stóðu viðskipti upp á aðeins 66 þúsund kr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×