Kaupþing tapar dómsmáli gegn breska fjármálaeftirlitinu 20. október 2009 11:10 Dómstóll í Bretlandi (High Court of Justice) kvað í dag upp dóm í máli Kaupþings banka gegn breska fjármálaráðuneytinu. Dómstóllinn dæmir fjármálaráðuneytinu í hag í málinu sem snérist um lögmæti þess að flytja innistæður af Edge reikningum í hendur þriðja aðila. Í tilkynningu segir að málið hafi hafist í janúar 2009 er Kaupþing banki óskaði eftir lagalegri endurskoðun á lögmæti ákvörðunar breska fjármálaráðuneytisins í október 2008 um að flytja innstæður á Kaupthing Edge reikningum hjá Kaupthing Singer & Friedlander (KSF) til þriðja aðila. Þann 8. október 2008 beitti breska fjármálaráðuneytið neyðarlögum í samræmi við bankalöggjöf þar í landi til að flytja innstæður af innlánsreikningum Kaupthing Edge til ING Direct í Hollandi samkvæmt tilmælum um flutning eigna. Afstaða Kaupþings banka í málinu vegna beiðnar um lagalega endurskoðun breskra dómstóla byggðist á því að breska fjármálaráðuneytið hefði farið út fyrir valdsvið sitt með aðgerðum gegn KSF. Kaupþing hélt því fram að tilmæli um flutning eigna hefðu verið sett í þeim tilgangi að verja innstæðueigendur KSF í Bretlandi en ekki til að viðhalda stöðugleika breska fjármálakerfisins í heild. Í bráðabirgðaúrskurði frá 3. mars 2009 var úrskurðað að Kaupþing gæti haldið áfram með málarekstur og fært fram efnisleg rök fyrir beiðni um lagalega endurskoðun á lögmæti ákvörðunarinnar fyrir breskum dómstólum. Á því stigi viðurkenndi dómstóllinn mikilvægi málstaðarins fyrir Ísland, þar sem málið snerist um mikilverð réttindi á sviði banka- og stjórnskipunarréttar. Í málflutningi sem fór fram hinn 10. júlí 2009 lögðu Kaupþing banki og breska fjármálaráðuneytið fram skjöl, vitnisburði og önnur sönnunargögn í málinu og gerðu grein fyrir málsástæðum sínum og lagarökum. Það er niðurstaða dómstólsins að þótt gögn málsaðila frá þessum tíma um afskipti breska ríkisins af rekstri KSF séu ekki tæmandi, þá sýni þau að viðbrögð yfirvalda hafi verið í samræmi við ríkjandi viðmið. Dómstóllinn telur að breska fjármálaráðuneytið hafi starfað á grundvelli gildandi lagaheimilda og að engin mistök hafi átt sér stað í ákvörðunarferlinu. „Skilanefnd bankans hefur allt frá síðasta hausti verið þeirrar skoðunar að það væri nauðsynlegt að láta dómstóla skera úr um hvort aðgerðir breskra yfirvalda hafi verið sanngjarnar og lögmætar. Við höfum nú fengið niðurstöðu í málinu og hún er sú að ákvörðun breska fjármálaráðuneytisins er talin lögleg," segir Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skilanefndar Kaupþings. „Meginmarkmið þessara málaferla af hálfu skilanefndar var að draga fram í dagsljósið allar tiltækar upplýsingar um það á hvaða grunni breska fjármálaráðuneytið byggði aðgerðir sínar." Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira
Dómstóll í Bretlandi (High Court of Justice) kvað í dag upp dóm í máli Kaupþings banka gegn breska fjármálaráðuneytinu. Dómstóllinn dæmir fjármálaráðuneytinu í hag í málinu sem snérist um lögmæti þess að flytja innistæður af Edge reikningum í hendur þriðja aðila. Í tilkynningu segir að málið hafi hafist í janúar 2009 er Kaupþing banki óskaði eftir lagalegri endurskoðun á lögmæti ákvörðunar breska fjármálaráðuneytisins í október 2008 um að flytja innstæður á Kaupthing Edge reikningum hjá Kaupthing Singer & Friedlander (KSF) til þriðja aðila. Þann 8. október 2008 beitti breska fjármálaráðuneytið neyðarlögum í samræmi við bankalöggjöf þar í landi til að flytja innstæður af innlánsreikningum Kaupthing Edge til ING Direct í Hollandi samkvæmt tilmælum um flutning eigna. Afstaða Kaupþings banka í málinu vegna beiðnar um lagalega endurskoðun breskra dómstóla byggðist á því að breska fjármálaráðuneytið hefði farið út fyrir valdsvið sitt með aðgerðum gegn KSF. Kaupþing hélt því fram að tilmæli um flutning eigna hefðu verið sett í þeim tilgangi að verja innstæðueigendur KSF í Bretlandi en ekki til að viðhalda stöðugleika breska fjármálakerfisins í heild. Í bráðabirgðaúrskurði frá 3. mars 2009 var úrskurðað að Kaupþing gæti haldið áfram með málarekstur og fært fram efnisleg rök fyrir beiðni um lagalega endurskoðun á lögmæti ákvörðunarinnar fyrir breskum dómstólum. Á því stigi viðurkenndi dómstóllinn mikilvægi málstaðarins fyrir Ísland, þar sem málið snerist um mikilverð réttindi á sviði banka- og stjórnskipunarréttar. Í málflutningi sem fór fram hinn 10. júlí 2009 lögðu Kaupþing banki og breska fjármálaráðuneytið fram skjöl, vitnisburði og önnur sönnunargögn í málinu og gerðu grein fyrir málsástæðum sínum og lagarökum. Það er niðurstaða dómstólsins að þótt gögn málsaðila frá þessum tíma um afskipti breska ríkisins af rekstri KSF séu ekki tæmandi, þá sýni þau að viðbrögð yfirvalda hafi verið í samræmi við ríkjandi viðmið. Dómstóllinn telur að breska fjármálaráðuneytið hafi starfað á grundvelli gildandi lagaheimilda og að engin mistök hafi átt sér stað í ákvörðunarferlinu. „Skilanefnd bankans hefur allt frá síðasta hausti verið þeirrar skoðunar að það væri nauðsynlegt að láta dómstóla skera úr um hvort aðgerðir breskra yfirvalda hafi verið sanngjarnar og lögmætar. Við höfum nú fengið niðurstöðu í málinu og hún er sú að ákvörðun breska fjármálaráðuneytisins er talin lögleg," segir Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skilanefndar Kaupþings. „Meginmarkmið þessara málaferla af hálfu skilanefndar var að draga fram í dagsljósið allar tiltækar upplýsingar um það á hvaða grunni breska fjármálaráðuneytið byggði aðgerðir sínar."
Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira