Viðskipti innlent

OKG ehf. greiðir ekki af skuldabréfum

OKG ehf. (áður Opin Kerfi Group hf.) mun ekki greiða af skuldabréfum sem félagið er útgefandi að með heitið OPKF 01 1 og er á gjalddaga í dag, 20. október 2009, sem jafnframt er lokagjalddagi skuldabréfanna.

Í tilkynningu segir að OKG ehf. mun ekki greiða umsamda afborgun eða vexti á gjalddaga þar sem viðræður standa enn yfir við kröfuhafa félagsins um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins með það að markmiði að tryggja fullar efndir. Það skal tekið fram að afborgun og vaxtagreiðslur sem féllu í gjalddaga þann 20. apríl síðastliðinn eru einnig ógreiddar.

Félagið mun senda frá sér upplýsingar um framgang viðræðnanna í byrjun nóvembermánaðar.

Tekið skal fram að OKG ehf tengist ekkert tölvufyrirtækinu Opin kerfi hf.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×