Spurning hvort gjaldeyrishöftin haldi aftur af krónunni 20. október 2009 12:27 Greining Íslandsbanka veltir vöngum yfir því hvort þróun krónu hefði orðið í ætt við það sem orðið hefur í ungversku forintunni, hefði gjaldeyrishöftum verið aflétt fljótlega eftir að áætlun stjórnvalda og AGS var ýtt af stokkunum. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að gengi forintunnar náði lágmarki í mars síðastliðnum, en á þeim tíma var áhættufælni í hámarki á alþjóðamörkuðum og alþjóðlega kreppan líklega einnig. Samfara því að rofað hefur til í alþjóðlegu fjármálakerfi hefur forintan hins vegar sótt myndarlega í sig veðrið þrátt fyrir minnkandi vaxtamun hennar gagnvart öðrum myntum. Svipaða þróun má raunar greina í flestum hinna hávaxtamyntanna, til að mynda s-afríska randinu, brasíliska realnum og nýsjálenska dollaranum. Í öllum þessum löndum hafa vextir lækkað talsvert á sama tíma, þótt enn séu þeir vissulega hærri en í helstu myntum heims. Kann þetta að vera til marks um að andrúmsloft á mörkuðum og áhættufælni fjárfesta sé sterkari gangráður fyrir gengi hávaxtamynta til skemmri tíma litið en breytingar á vaxtamun, og ætti að vera íhugunarefni þegar kemur að endurskoðun á áætlun AGS og stjórnvalda hér á landi. Á blómaskeiði vaxtamunarviðskipta á alþjóðlegum fjármálamörkuðum var ungverska forintan ein þeirra mynta sem íslenska krónan var gjarnan spyrt saman við í flokki hávaxtamynta. Var það ekki að ástæðulausu þar sem myntirnar tvær, sem og ýmsar aðrar hávaxtamyntir, hreyfðust oft með líkum hætti á gjaldeyrismörkuðum. Líkt og Ísland einkenndist hagkerfi Ungverjalands í aðdraganda fjármálakreppunnar af ójafnvægi og mikilli erlendri skuldsetningu, og rétt eins og hér gerðist neyddist ungverska ríkisstjórnin til þess að leita á náðir AGS eftir að alþjóðlega kreppan skall á af fullum þunga í fyrrahaust og gengi forintunnar hríðféll í kjölfarið. Sú áætlun bar einnig nokkurn svip af þeirri sem samþykkt var hér um svipað leyti, en hún byggðist á auknu aðhaldi í ríkisfjármálum, eflingu bankakerfisins í því skyni að afstýra bankakreppu og alþjóðlegum lánveitingum með það að markmiði að efla greiðslugetu landsins gagnvart erlendum skuldbindingum. Nú, ári síðar, er fróðlegt að bera saman þróun mála í þessum tveimur löndum, sér í lagi í ljósi þess að öfugt við það sem hér gerðist voru ekki sett höft á fjármagnsflutninga í Ungverjalandi þrátt fyrir mikla skuldsetningu heimila og fyrirtækja í erlendri mynt. Þrátt fyrir það hefur gengi forintunnar gagnvart evru sótt verulega í sig veðrið undanfarið hálft ár og er það nú á svipuðum slóðum og í nóvemberbyrjun í fyrra, þegar áætlun AGS og ungverskra stjórnvalda var samþykkt og stýrivextir hækkaðir sem fyrr segir. Forintan er nú enn fremur einungis 4% undir meðaltali áranna 2005-2008, þegar vaxtamunarviðskipti stóðum með hvað mestum blóma og vextir fóru hækkandi. Er þar ólíku saman að jafna við krónuna, sem er u.þ.b. 48% verðminni gagnvart evru en hún var á ofangreindu tímabili. Rétt er að halda því til haga að þótt ýmsir þættir séu keimlíkir með löndunum tveimur er einnig fjölmargt sem skilur að. Ungverska bankakerfið hélt þannig velli í gegn um kreppuna, öfugt við það íslenska. Vera Ungverjalands í Evrópusambandinu hefur einnig einfaldað lánafyrirgreiðslu til þess, en sambandið lagði til þriðjung lánsfjár til landsins á móti AGS og Alþjóðabankanum. Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira
Greining Íslandsbanka veltir vöngum yfir því hvort þróun krónu hefði orðið í ætt við það sem orðið hefur í ungversku forintunni, hefði gjaldeyrishöftum verið aflétt fljótlega eftir að áætlun stjórnvalda og AGS var ýtt af stokkunum. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að gengi forintunnar náði lágmarki í mars síðastliðnum, en á þeim tíma var áhættufælni í hámarki á alþjóðamörkuðum og alþjóðlega kreppan líklega einnig. Samfara því að rofað hefur til í alþjóðlegu fjármálakerfi hefur forintan hins vegar sótt myndarlega í sig veðrið þrátt fyrir minnkandi vaxtamun hennar gagnvart öðrum myntum. Svipaða þróun má raunar greina í flestum hinna hávaxtamyntanna, til að mynda s-afríska randinu, brasíliska realnum og nýsjálenska dollaranum. Í öllum þessum löndum hafa vextir lækkað talsvert á sama tíma, þótt enn séu þeir vissulega hærri en í helstu myntum heims. Kann þetta að vera til marks um að andrúmsloft á mörkuðum og áhættufælni fjárfesta sé sterkari gangráður fyrir gengi hávaxtamynta til skemmri tíma litið en breytingar á vaxtamun, og ætti að vera íhugunarefni þegar kemur að endurskoðun á áætlun AGS og stjórnvalda hér á landi. Á blómaskeiði vaxtamunarviðskipta á alþjóðlegum fjármálamörkuðum var ungverska forintan ein þeirra mynta sem íslenska krónan var gjarnan spyrt saman við í flokki hávaxtamynta. Var það ekki að ástæðulausu þar sem myntirnar tvær, sem og ýmsar aðrar hávaxtamyntir, hreyfðust oft með líkum hætti á gjaldeyrismörkuðum. Líkt og Ísland einkenndist hagkerfi Ungverjalands í aðdraganda fjármálakreppunnar af ójafnvægi og mikilli erlendri skuldsetningu, og rétt eins og hér gerðist neyddist ungverska ríkisstjórnin til þess að leita á náðir AGS eftir að alþjóðlega kreppan skall á af fullum þunga í fyrrahaust og gengi forintunnar hríðféll í kjölfarið. Sú áætlun bar einnig nokkurn svip af þeirri sem samþykkt var hér um svipað leyti, en hún byggðist á auknu aðhaldi í ríkisfjármálum, eflingu bankakerfisins í því skyni að afstýra bankakreppu og alþjóðlegum lánveitingum með það að markmiði að efla greiðslugetu landsins gagnvart erlendum skuldbindingum. Nú, ári síðar, er fróðlegt að bera saman þróun mála í þessum tveimur löndum, sér í lagi í ljósi þess að öfugt við það sem hér gerðist voru ekki sett höft á fjármagnsflutninga í Ungverjalandi þrátt fyrir mikla skuldsetningu heimila og fyrirtækja í erlendri mynt. Þrátt fyrir það hefur gengi forintunnar gagnvart evru sótt verulega í sig veðrið undanfarið hálft ár og er það nú á svipuðum slóðum og í nóvemberbyrjun í fyrra, þegar áætlun AGS og ungverskra stjórnvalda var samþykkt og stýrivextir hækkaðir sem fyrr segir. Forintan er nú enn fremur einungis 4% undir meðaltali áranna 2005-2008, þegar vaxtamunarviðskipti stóðum með hvað mestum blóma og vextir fóru hækkandi. Er þar ólíku saman að jafna við krónuna, sem er u.þ.b. 48% verðminni gagnvart evru en hún var á ofangreindu tímabili. Rétt er að halda því til haga að þótt ýmsir þættir séu keimlíkir með löndunum tveimur er einnig fjölmargt sem skilur að. Ungverska bankakerfið hélt þannig velli í gegn um kreppuna, öfugt við það íslenska. Vera Ungverjalands í Evrópusambandinu hefur einnig einfaldað lánafyrirgreiðslu til þess, en sambandið lagði til þriðjung lánsfjár til landsins á móti AGS og Alþjóðabankanum.
Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira