Viðskipti innlent

Landic Property selur danskar fasteignir fyrir 50 milljarða

Fasteignafélagið Landic Property hf. hefur skrifað undir samning um sölu á Atlas I fasteignasafninu (Landic Property Denmark A/S) til danska fasteignafélagsins Jeudan A/S. Söluverðið er um 2 milljarðar danskra kr. eða tæplega 50 milljarðar kr., sem samsvarar bókfærðu verði fasteignanna.

Í tilkynningu segir að fasteignasafnið samanstandi af 31 fasteign sem flestar eru staðsettar í miðborg Kaupmannahafnar. Fasteignasafnið inniheldur m.a. þekktar byggingar í Kaupmannahöfn eins og Tietgen húsið og ØK bygginguna.

„Ég er ánægður með þennan samning sem við höfum gert við Jeudan og tel að verðið sé vel ásættanlegt miða við núverandi markaðsaðstæður," segir Viðar Þorkelsson, forstjóri Landic Property.

„Þessi samningur er mikilvægur áfangi í endurskipulagningu Landic Property sem í framhaldinu mun einbeita sér að rekstri fasteigna á Íslandi. Endurskipulagningin á íslenska eignasafninu gengur vel og er því sem næst lokið."




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×