Veður

Veðurgæðunum ekki skipt jafnt

Í dag er spáð suðlægri eða breytilegri átt og þremur til tíu metrum á sekúndu. Súld eða dálítil rigning með köflum öðru hverju sunnan- og vestantil, en yfirleitt þurrt og bjart norðaustan- og austanlands. Hiti tíu til tuttugu stig, hlýjast norðaustanlands.

Veður

Bongó á Norður- og Austurlandi í næstu viku

Spáð er allhvassri austanátt syðst á landinu í dag en annars mun hægari vindi. Bjart veður verður norðaustan- og austanlands með hita að 18 til 20 stigum, en skýjað í öðrum landshlutum og fer að rigna seinni partinn, fyrst sunnantil.

Veður

Að mestu skýjað og lítils­háttar rigning eða súld

Veðurstofan spáir suðlægum eða breytilegum áttum á landinu í dag, yfirleitt á bilinu þrír til átta metrar á sekúndu en syðst á landinu má þó reikna með dálitlum suðaustanstreng. Að mestu skýjað og lítilsháttar rigning eða súld í öllum landshlutum.

Veður

Hiti að 21 stigi og hlýjast norð­austan­til

Veðurstofan spáir austlægri eða breytilegri átt í dag, golu eða kalda. Léttskýjað verður norðaustantil á landinu í dag, en skýjað með köflum annars staðar og jafnvel síðdegisskúrir á stöku stað.

Veður

Hiti upp undir 25 stig á Norð­austur­landi

Spáð er að hitatölur verði með því hærra sem sjáist hér á landi í dag þar sem verður upp undir 25 stiga hiti á Norðausturlandi í dag. Spáð er hægum vindi en suðaustanstrekkingi á stöku stað á vestanverðu landinu.

Veður

Skúraleiðingar en hlýtt í veðri

Áfram má búast við skúraleiðingum, einkum inn til landsins í dag en hlýtt verður í veðri. Búast má við að veður haldist svipað yfir helgina en rigning verður minni um helgina. 

Veður

Hlýindi á landinu næstu daga

Næstu daga má búast við að litlar breytingar verði á veðri. Gert er ráð fyrir hægri breytilegri átt og skúrum eða rigningum víða næstu daga, þó minna í kvöld og annað kvöld.

Veður

Víðast væta en kaldast á Austur­landi

Í dag má búast við hægum vindi eða hafgolu og að mestu skýjuðu á landinu öllu. Mestar líkur á sólarglætu eru á norðaustanverðu landinu. Sums staðar má búast við dálítilli vætu, sérstaklega á Vesturlandi en síðdegis munu myndast skúrir víða.

Veður

Þung­búið yfir landinu næstu daga

Þungbúið verður yfir landinu næstu daga, hægir vindar og rigning víða. Ólíklegt er að nokkuð sjáist til sólar en þá helst fyrir austan ef hún lætur sjá sig.

Veður

Grátt yfir höfuð­­borgar­­svæðinu

Þoku­loft verður víða við sjávar­síðuna á Suð­vestur­landinu í dag og má gera ráð fyrir ein­hverri súld á því svæði. Spáð er nokkuð skýjuðu veðri á öllu landinu í dag, nema á Norð­austur­horni landsins þar sem verður glampandi sól.

Veður

Því lengra frá bænum, þeim mun betra veður

„Veður­spá helgarinnar er með besta móti um allt land.“ Með þeim orðum hefst dag­legur pistill veður­fræðings Veður­stofunnar. Þetta er þó alls ekki raunin því allur Suð­vestur­fjórðungur landsins, þar á meðal höfuð­borgar­svæðið, virðist missa af allri sól um helgina.

Veður

Úrkoman er komin austur

Norðan og norðaustanátt fimm til þrettán metrar á sekúndu ríkir í allan dag og á morgun með rigningu eða þokusúld með köflum, en samfelldari úrkomu norðaustantil. Þurrt og bjart verður suðvestanlands. Hiti verður á bilinu sex til sextán stig, hlýjast á Suðurlandi.

Veður

Víða skúrir á landinu í dag

Suðaustlæg eða breytileg átt 3 til 10 metrar á sekúndu og skúrir verða á öllu landinu í dag. Lengst af verður þó þurrt og bjart á Norðausturlandi. Hiti verður á bilinu 9 til 19 gráður og hlýast verður á Austurlandi.

Veður

Fólki sem finnst rigningin góð ætti að geta notið dagsins

Suðlæg átt verður á landinu í dag, víða 5-10 m/s og súld eða rigning með köflum. Á norðaustanverðu landinu verður úrkomulítið fram eftir degi en þar má búast við sæmilega öflugum síðdegisskúrum að því er segir hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands í morgun. Hiti verður á bilinu 10 til 22 stig og sem fyrr hlýjast á Austurlandi.

Veður

Rigning í kortunum á landinu öllu

Búast má við suðlægum áttum með þokulofti eða rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu í dag en skúraleiðingum síðdegis á morgun. Rigning hefst þá að nýju á sunnudag.

Veður

Sólin lætur sjá sig í Reykjavík

Svo virðist sem veðurguðirnir ætli að verða góðir við höfuðborgarbúa í dag en útlit er fyrir fyrsta sólardaginn í talsverðan tíma. Sólin hefur nær alveg fært sig á vestur- og suðurhorn landsins í dag, annað en verið hefur undanfarin misseri.

Veður