Sport

„Mér fannst við töluvert betri í fyrri hálfleik“

„Ég held að hann hafi verið móðgaður að þú kallaðir hann Eggert. Nei, nei hann er bara þreyttur og ekki mikið fyrir að fara í viðtöl,“ sagði Leifur Andri Leifsson, miðvörður og fyrirliði HK, eftir 1-1 jafntefli í Kórnum á móti Fram í Bestu deild karla.

Sport

„Fólk gerir mis­tök en mis­tök trekk í trekk eru ekki boð­leg“

„Það er náttúrulega bara trekk í trekk vonbrigði með ÍTF. Við vildum taka höndum saman og lýsa yfir óánægju okkar með þessi vinnubrögð,“ sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Vals, um ákvörðun fyrirliða liða í Bestu deild kvenna að mæta ekki á fund ÍTF þar sem taka átti upp kynningarefni fyrir deildina. Elísa hefði ekki komist þá þar sem hún verður að keppa í Meistarakeppni KSÍ á sama tíma.

Íslenski boltinn

Sjáðu tvennu Arnórs sem skaut Norr­köping á toppinn

Það er mikil ábyrgð á herðum landsliðsmannsins Arnórs Sigurðssonar þessa dagana en sparkspekingar í Svíþjóð telja hann með betri leikmönnum sænsku úrvalsdeildarinnar. Arnór stóð undir væntingum í dag þegar hann skoraði tvívegis í 2-1 sigri Norrköping á Värnamo.

Fótbolti

Tap hjá Zaragoza gegn Murcia

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza biðu lægri hlut gegn Murcia þegar liðin mættust í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í dag.

Körfubolti

Langþráður sigur hjá lærisveinum Rooney

Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í DC United unnu langþráðan sigur í MLS deildinni í knattspyrnu í nótt. Þá kom Dagur Dan Þórhallsson við sögu hjá liði Orlando City sem vann góðan sigur.

Fótbolti

Hefur átta leiki til að bæta marka­metið

Erling Braut Håland skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Manchester City á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Hann hefur nú jafnað markamet deildarinnar í 20 liða deild þegar enn eru átta umferðir eftir.

Enski boltinn