Handbolti

Segir Arnar Birki þurfa að velja á milli ÍBV og Svíþjóðar

Smári Jökull Jónsson skrifar
Arnar Birkir Hálfdánarson leikur með danska liðinu Ribe-Esbjerg.
Arnar Birkir Hálfdánarson leikur með danska liðinu Ribe-Esbjerg. Vísir/Vilhelm

Arnar Daði Arnarsson, umsjónarmaður hlaðvarpsins Handkastið, segir að Arnar Birkir Hálfdánsson þurfi á velja á milli ÍBV í Olís-deildinni og liðs í sænsku úrvalsdeildinni.

Á síðustu vikum hefur Arnar Birkir verið orðaður við lið ÍBV í Olís-deildinni. Arnar Daði Arnarsson, umsjónarmaður Handkastsins og sérfræðingur Seinni Bylgjunnar á Stöð 2 Sport, greindi frá því í byrjun apríl að það myndi skýrast fljótlega hvort Arnar Birkir myndi ganga til liðs við ÍBV. Eyjamenn þurfa nýjan mann í skyttustöðuna því Rúnar Kárason mun ganga til liðs við Fram fyrir næstu leiktíð.

Í morgun skrifaði Arnar Daði síðan á Twitter að Arnar Birkir væri að velja á milli ÍBV og sænska liðsins Amo sem verða nýliðar í sænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Arnar Daði segir að Amo sé með fleiri Íslendinga undir smásjánni.

Arnar Birkir Hálfdánsson hefur leikið með Ribe-Esbjerg síðan í haust en hann er uppalinn hjá Fram. Arnar Birkir hefur einnig leikið með þýska liðinu Aue þar sem hann raðaði inn mörkum í næst efstu deild sem og danska liðinu Sönderjyske.

Arnar Birkir hefur yfirleitt leikið í stöðu hægri skyttu en þegar hann gekk til liðs við Ribe-Esbjerg sagði þjálfarinn að hann hugsaði hann í stöðu hornamanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×