Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar 4. desember 2025 14:33 Hið ,,norræna velferðarkerfi“ er fyrirbæri sem oft er notað sem samheiti yfir þau félags- og efnahagskerfi sem þróuð hafa verið á Norðurlöndunum. Byggja þau á blöndu af markaðshagkerfi og öflugum opinberum kerfum sem eiga að tryggja fólki réttindi og öryggi frá vöggu til grafar. Helst ber að nefna nær gjaldfrjálsar þjónustur er varða heilbrigði og menntun barna, félagslegan jöfnuð í gegnum skattlagningu og sterk vinnumarkaðs- og öryggiskerfi. Standa slík kerfi frammi fyrir ýmsum áskorunum sem tengjast bæði lýðfræðilegum og efnahagslegum breytingum. Öldrun þjóðarinnar eykur kostnað við heilbrigðis- og lífeyriskerfi. Ör fjölgun innflytjenda, sem krefjast markvissrar aðlögunar og þjónustu. Þensla á húsnæðismarkaði og auknar kröfur um sérhæfða þjónustu setja einnig þrýsting á fjármál ríkis og sveitarfélaga. Kerfið þarf að viðhalda gildum sínum um jöfnuð, aðgengi og félagslegt öryggi, án þess að verða ósjálfbært til lengri tíma. Útlit er fyrir að þeim sem greiði til kerfisins muni hlutfallslega fækka, sem vekur óhug margra framsýnna manna. Hvernig er raunhæft að takast á við þann vanda? Best væri að auka verðmætasköpun og hagvöxt, með áherslu á framleiðni samfélagsins og stækka þannig hina umtöluðu köku. Óumflýjanlegt er þó að skera niður opinberan kostnað og fara betur með þá peninga sem til skiptanna eru. Eitt af slagorðunum núverandi ríkisstjórnar er í fyrirsögn þessa pistils. Er það gjarnan dregið fram þegar réttlætingar skatta og skattahækkana ber á góma. En hvernig er hið norræna velferðarkerfi að þjóna íslensku þjóðinni? Mikilvægasta sjúkrahús landsins hefur verið á rauðu álagsstigi svo árum skiptir, sem þýðir að ekki er hægt að annast alla sjúklinga sem skyldi. Skipulögð glæpastarfsemi hefur tvöfaldast á síðastliðnum 10 árum, sem hægt er að rekja til alþjóðlegra glæpahópa. Ekki hefur verið starfandi langtímaúrræði fyrir börn með fíknivanda í rúmt ár, sem kostað hefur börn lífið. Endurtekið sýna PISA kannanir fram á að árangur íslenskra nemenda er marktækt lakari en í hinum OECD-löndunum. Nær helmingur íslenskra drengja, sem útskrifast úr grunnskóla, býr ekki yfir grunnfærni í lestri. Lestrarfærni hefur áhrif á námsárangur á öllum sviðum og því möguleika til framtíðar. Ungmenni komast ekki út á fasteignamarkað fyrr en upp úr þrítugu, fram að því eru þau föst í foreldrahúsum eða á óhagstæðum leigumarkaði. Við íbúðarkaup taka við þeim okurvextir lána og hin alræmda verðtrygging, sem tryggir landsmönnum ein verstu kjör sem bjóðast á norðurhveli jarðar. Skattar á útgerðir og sjómenn eru hækkaðir, umfram aðrar atvinnugreinar, í formi ,,auðlindagjalds“, sem langt er umfram það sem gerist í samkeppnislöndum. Einn burðarstólpa íslensks samfélags er hin innlenda matvælaframleiðsla, þar fá eftirlitsiðnaður og milliliðir að maka krókinn með frjálsri álagningu. Á landsbyggðinni eru allt of víða hættulegir vegir með einbreiðum brúm og blindhæðum. Við byggingu orkumannvirkja, er skipulega lagður steinn í götu allra þeirra sem hefja vilja framleiðslu. Við flutning þeirrar orku sem þó er framleidd, tapast árlega 500 GWst vegna úr sér genginna innviða, sem nemur um 2,5 milljörðum króna, kæmist hún á markað. Umsvif hins opinbera á Íslandi hafa vaxið jafnt og þétt, með tilheyrandi hækkun ríkisútgjalda. Opinberir starfsmenn eru orðnir þriðjungur vinnuafls og ríkisútgjöld hækkuðu um 43% á árunum 2017-2025. Þrátt fyrir þetta virðist almenningur ekki sjá bætta þjónustu, heldur lífsnauðsynlega innviði á þolmörkum. Skatttekjur virðast ekki nægja til að standa undir útgjaldavextinum, sem vekur spurningar um skilvirkni, forgangsröðun og sjálfbærni opinberrar starfsemi. Er því nema von að landsmenn séu farnir að spyrja sig, hvert eru peningarnir okkar að fara? Í heild sinni blasir við mynd af kerfi sem er töluvert frábrugðið því sem ríkjandi stjórnvöld vilja gjarnan halda jafnan fram. Velferðarsamfélag verður ekki byggt á slagorðum, heldur raunverulegri getu til að tryggja fólki öryggi, tækifæri og trú á framtíðina. Þegar grunnstoðir gefa eftir, hvort sem um ræðir heilbrigðisþjónustu, menntun, húsnæðismál eða almannaöryggi, er eitthvað að. Ef ríkisstjórn vill státa sig af norrænu velferðarkerfi, þarf hún að setja það í forgang. Þar liggur hin raunverulega ábyrgð ráðamanna á Íslandi. Höfundur er formaður Ungliðahreyfingar Miðflokksins á Norðurlandi vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hið ,,norræna velferðarkerfi“ er fyrirbæri sem oft er notað sem samheiti yfir þau félags- og efnahagskerfi sem þróuð hafa verið á Norðurlöndunum. Byggja þau á blöndu af markaðshagkerfi og öflugum opinberum kerfum sem eiga að tryggja fólki réttindi og öryggi frá vöggu til grafar. Helst ber að nefna nær gjaldfrjálsar þjónustur er varða heilbrigði og menntun barna, félagslegan jöfnuð í gegnum skattlagningu og sterk vinnumarkaðs- og öryggiskerfi. Standa slík kerfi frammi fyrir ýmsum áskorunum sem tengjast bæði lýðfræðilegum og efnahagslegum breytingum. Öldrun þjóðarinnar eykur kostnað við heilbrigðis- og lífeyriskerfi. Ör fjölgun innflytjenda, sem krefjast markvissrar aðlögunar og þjónustu. Þensla á húsnæðismarkaði og auknar kröfur um sérhæfða þjónustu setja einnig þrýsting á fjármál ríkis og sveitarfélaga. Kerfið þarf að viðhalda gildum sínum um jöfnuð, aðgengi og félagslegt öryggi, án þess að verða ósjálfbært til lengri tíma. Útlit er fyrir að þeim sem greiði til kerfisins muni hlutfallslega fækka, sem vekur óhug margra framsýnna manna. Hvernig er raunhæft að takast á við þann vanda? Best væri að auka verðmætasköpun og hagvöxt, með áherslu á framleiðni samfélagsins og stækka þannig hina umtöluðu köku. Óumflýjanlegt er þó að skera niður opinberan kostnað og fara betur með þá peninga sem til skiptanna eru. Eitt af slagorðunum núverandi ríkisstjórnar er í fyrirsögn þessa pistils. Er það gjarnan dregið fram þegar réttlætingar skatta og skattahækkana ber á góma. En hvernig er hið norræna velferðarkerfi að þjóna íslensku þjóðinni? Mikilvægasta sjúkrahús landsins hefur verið á rauðu álagsstigi svo árum skiptir, sem þýðir að ekki er hægt að annast alla sjúklinga sem skyldi. Skipulögð glæpastarfsemi hefur tvöfaldast á síðastliðnum 10 árum, sem hægt er að rekja til alþjóðlegra glæpahópa. Ekki hefur verið starfandi langtímaúrræði fyrir börn með fíknivanda í rúmt ár, sem kostað hefur börn lífið. Endurtekið sýna PISA kannanir fram á að árangur íslenskra nemenda er marktækt lakari en í hinum OECD-löndunum. Nær helmingur íslenskra drengja, sem útskrifast úr grunnskóla, býr ekki yfir grunnfærni í lestri. Lestrarfærni hefur áhrif á námsárangur á öllum sviðum og því möguleika til framtíðar. Ungmenni komast ekki út á fasteignamarkað fyrr en upp úr þrítugu, fram að því eru þau föst í foreldrahúsum eða á óhagstæðum leigumarkaði. Við íbúðarkaup taka við þeim okurvextir lána og hin alræmda verðtrygging, sem tryggir landsmönnum ein verstu kjör sem bjóðast á norðurhveli jarðar. Skattar á útgerðir og sjómenn eru hækkaðir, umfram aðrar atvinnugreinar, í formi ,,auðlindagjalds“, sem langt er umfram það sem gerist í samkeppnislöndum. Einn burðarstólpa íslensks samfélags er hin innlenda matvælaframleiðsla, þar fá eftirlitsiðnaður og milliliðir að maka krókinn með frjálsri álagningu. Á landsbyggðinni eru allt of víða hættulegir vegir með einbreiðum brúm og blindhæðum. Við byggingu orkumannvirkja, er skipulega lagður steinn í götu allra þeirra sem hefja vilja framleiðslu. Við flutning þeirrar orku sem þó er framleidd, tapast árlega 500 GWst vegna úr sér genginna innviða, sem nemur um 2,5 milljörðum króna, kæmist hún á markað. Umsvif hins opinbera á Íslandi hafa vaxið jafnt og þétt, með tilheyrandi hækkun ríkisútgjalda. Opinberir starfsmenn eru orðnir þriðjungur vinnuafls og ríkisútgjöld hækkuðu um 43% á árunum 2017-2025. Þrátt fyrir þetta virðist almenningur ekki sjá bætta þjónustu, heldur lífsnauðsynlega innviði á þolmörkum. Skatttekjur virðast ekki nægja til að standa undir útgjaldavextinum, sem vekur spurningar um skilvirkni, forgangsröðun og sjálfbærni opinberrar starfsemi. Er því nema von að landsmenn séu farnir að spyrja sig, hvert eru peningarnir okkar að fara? Í heild sinni blasir við mynd af kerfi sem er töluvert frábrugðið því sem ríkjandi stjórnvöld vilja gjarnan halda jafnan fram. Velferðarsamfélag verður ekki byggt á slagorðum, heldur raunverulegri getu til að tryggja fólki öryggi, tækifæri og trú á framtíðina. Þegar grunnstoðir gefa eftir, hvort sem um ræðir heilbrigðisþjónustu, menntun, húsnæðismál eða almannaöryggi, er eitthvað að. Ef ríkisstjórn vill státa sig af norrænu velferðarkerfi, þarf hún að setja það í forgang. Þar liggur hin raunverulega ábyrgð ráðamanna á Íslandi. Höfundur er formaður Ungliðahreyfingar Miðflokksins á Norðurlandi vestra.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun