Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar 8. desember 2025 09:16 Það var gleðileg stund föstudaginn 5. desember þegar undirrituð var viljayfirlýsing á milli Mosfellsbæjar og Desjamýri 11 ehf. um samstarf um gerð sýningar um sögu ullariðnaðarins í Álafosskvos í Mosfellsbæ. Samhliða voru kynntar fyrirhugaðar endurbætur á verslun og nýrri veitingarsölu sem stendur til að opna þar og gert er ráð fyrir fjölbreyttu viðburðarhaldi á staðnum. Sýningin sem áformað er að opna verður um sögu Álafosskvosar og ullariðnaðar á Íslandi og verður hún staðsett í verslunar- og athafnarými verksmiðjuhússins að Álafossvegi 23 þar sem Álafossverslunin hefur verið til húsa. Sú verslun mun loka í mars næstkomandi en þá hefjast endurbætur á húsnæðinu og uppbygging sýningarinnar. Forhönnun breytinga hefur verið unnin af Basalt Arkitektum og er rýmið hannað jafnt fyrir nærsamfélagið sem og gesti. Auk sýningarinnar og kaffihúss verður aðstaða fyrir prjónanámskeið, fjölnota svæði fyrir tónleika og viðburði og barnahorn. Myndir sem sýna forhönnun verkefnisins eru nú til sýnis í Álafossversluninni. Markmiðið með endurbótunum og væntanlegri sýningu er að lyfta ásýnd svæðisins, varðveita sögu þess og efla Álafosskvos sem áfangastað fyrir bæjarbúa sem og ferðamenn. Verkefnið byggir á áfangastaðagreiningu sem Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins vann fyrir Mosfellsbæ. Greiningin fól í sér stöðumat á svæðinu, samtal við hagaðila, hugmyndagöngu og vinnustofu sem leiddi í ljós skýran áhuga á ullarsafni, kaffihúsi, menningarviðburðum og fræðslu í Álafosskvos. Álafosskvosin er eitt merkasta menningar- og atvinnusögusvæði Mosfellsbæjar. Upphaf ullariðnaðar við Varmá árið 1896 markaði mótun lítils verksmiðjuþorps sem áratugum saman var þungamiðja atvinnulífs í Mosfellssveit. Auk þess að undirbúa sýningu um sögu svæðisins hefur Mosfellsbær unnið að tillögu um að Álafosskvosin verði Verndarsvæði í byggð og er sú vinna á lokametrunum. Haldinn verður opinn fundur um verkefnið á morgun, þriðjudaginn 9. desember kl. 17.00 í sal skátafélags Mosverja að Álafossvegi 18. Þangað eru allir áhugasamir um Álafosskvosina velkomnir. Á fundinum munu arkitektar frá arkitektastofunni Yrki,sem hafa unnið að verkefninu fyrir Mosfellsbæ fara yfir þróun byggðar og starfsemi frá 1896, sérkenni húsanna, umhverfi og svipmót, skráðar minjar auk þess að ræða forsendur og skilmála verndarsvæðisins. Verndarsvæði í byggð er ekki friðun heldur leið til að tryggja að ákvarðanir um framtíðina séu teknar á upplýstum grunni. Verndarsvæðið styður þannig áframhaldandi fjölbreytta starfsemi í kvosinni og eflir forsendur fyrir að svæðið geti dafnað sem lifandi menningar-, atvinnu- og íbúðarkjarni. Höfundur er bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Regína Ásvaldsdóttir Mosfellsbær Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Það var gleðileg stund föstudaginn 5. desember þegar undirrituð var viljayfirlýsing á milli Mosfellsbæjar og Desjamýri 11 ehf. um samstarf um gerð sýningar um sögu ullariðnaðarins í Álafosskvos í Mosfellsbæ. Samhliða voru kynntar fyrirhugaðar endurbætur á verslun og nýrri veitingarsölu sem stendur til að opna þar og gert er ráð fyrir fjölbreyttu viðburðarhaldi á staðnum. Sýningin sem áformað er að opna verður um sögu Álafosskvosar og ullariðnaðar á Íslandi og verður hún staðsett í verslunar- og athafnarými verksmiðjuhússins að Álafossvegi 23 þar sem Álafossverslunin hefur verið til húsa. Sú verslun mun loka í mars næstkomandi en þá hefjast endurbætur á húsnæðinu og uppbygging sýningarinnar. Forhönnun breytinga hefur verið unnin af Basalt Arkitektum og er rýmið hannað jafnt fyrir nærsamfélagið sem og gesti. Auk sýningarinnar og kaffihúss verður aðstaða fyrir prjónanámskeið, fjölnota svæði fyrir tónleika og viðburði og barnahorn. Myndir sem sýna forhönnun verkefnisins eru nú til sýnis í Álafossversluninni. Markmiðið með endurbótunum og væntanlegri sýningu er að lyfta ásýnd svæðisins, varðveita sögu þess og efla Álafosskvos sem áfangastað fyrir bæjarbúa sem og ferðamenn. Verkefnið byggir á áfangastaðagreiningu sem Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins vann fyrir Mosfellsbæ. Greiningin fól í sér stöðumat á svæðinu, samtal við hagaðila, hugmyndagöngu og vinnustofu sem leiddi í ljós skýran áhuga á ullarsafni, kaffihúsi, menningarviðburðum og fræðslu í Álafosskvos. Álafosskvosin er eitt merkasta menningar- og atvinnusögusvæði Mosfellsbæjar. Upphaf ullariðnaðar við Varmá árið 1896 markaði mótun lítils verksmiðjuþorps sem áratugum saman var þungamiðja atvinnulífs í Mosfellssveit. Auk þess að undirbúa sýningu um sögu svæðisins hefur Mosfellsbær unnið að tillögu um að Álafosskvosin verði Verndarsvæði í byggð og er sú vinna á lokametrunum. Haldinn verður opinn fundur um verkefnið á morgun, þriðjudaginn 9. desember kl. 17.00 í sal skátafélags Mosverja að Álafossvegi 18. Þangað eru allir áhugasamir um Álafosskvosina velkomnir. Á fundinum munu arkitektar frá arkitektastofunni Yrki,sem hafa unnið að verkefninu fyrir Mosfellsbæ fara yfir þróun byggðar og starfsemi frá 1896, sérkenni húsanna, umhverfi og svipmót, skráðar minjar auk þess að ræða forsendur og skilmála verndarsvæðisins. Verndarsvæði í byggð er ekki friðun heldur leið til að tryggja að ákvarðanir um framtíðina séu teknar á upplýstum grunni. Verndarsvæðið styður þannig áframhaldandi fjölbreytta starfsemi í kvosinni og eflir forsendur fyrir að svæðið geti dafnað sem lifandi menningar-, atvinnu- og íbúðarkjarni. Höfundur er bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun