Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 5. desember 2025 07:03 Fram kom á fréttavef Ríkisútvarpsins í vikunni að Evrópusambandið hefði kynnt áætlanir um 90 milljarða evra fjárstuðning við Úkraínu næstu tvö árin sem annað hvort yrði fjármagnað með lántökum eða frystum eignum rússneska seðlabankans í ríkjum sambandsins. Hins vegar liggur fyrir á sama tíma að ríki Evrópusambandsins hafa greitt meira fyrir jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi frá innrás rússneska hersins í landið í lok febrúar 2022 en í fjárstyrk til Úkraínumanna á sama tíma. Maria Malmer Stenergard, utanríkisráðherra Svíþjóðar, vakti athygli á þessu nýverið. Ríki Evrópusambandsins hefðu þannig greitt yfir 200 milljarða evra til Rússlands á sama tíma og fjárstuðningur þeirra við Úkraínu hefði numið 187 milljörðum. Væri allt sem ríkin hefðu keypt frá Rússlandi talið með hefðu 311 milljarðar evra skilað sér þangað. Í frétt Euronews segir að væri annar stuðningur þeirra við Úkraínu tekinn með, þar með talin ógreidd loforð, næði hann ekki þeirri upphæð. Við það bætist að ríki Evrópusambandsins eru enn að kaupa verulegt magn af einkum gasi frá Rússlandi sem refsiaðgerðir sambandsins ná ekki til þó verulega hafi dregið úr í þeim efnum. Er gert ráð fyrir því að ríkin muni ekki hætta þeim viðskiptum endanlega fyrr en 2027. Upphaflega var miðað við 2028 en það var endurskoðað vegna þrýstings frá Bandaríkjunum. Hvort það stenzt á eftir að koma í ljós. Aðeins í október síðastliðnum greiddu ríkin hátt í milljarð evra til Rússlands. Forystumenn Evrópusambandsins hafa viðurkennt að með þessu og háum greiðslum til Rússlands fyrir jarðefnaeldsneyti árum og áratugum saman fyrir innrásina haf ríki þess í raun fjármagnað hernaðaruppbyggingu rússneskra stjórnvalda og síðan hernað þeirra gegn Úkraínu. Þau ríki sambandsins sem kaupa mest af jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi eru Belgía, Frakkland, Rúmenía, Slóvakía og Ungverjaland. Þá eru ríki þess enn stærstu kaupendur rússnesks gass í fljótandi formi. Með vítaverðu dómgreindarleysi sínu tókst forystumönnum Evrópusambandsins að setja efnahagsmál og orkuöryggi þess í fullkomið uppnám sem leiddi meðal annars til stóraukinnar verðbólgu sem síðar skilaði sér meðal annars hingað til lands í gegnum hærri framleiðslukostnað á meginlandinu og þar með hærri kostnað við innfluttar vörur þaðan. Fyrir utan annað er þetta fólkið sem Evrópusambandssinnar telja treystandi fyrir stjórn Íslands með inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fram kom á fréttavef Ríkisútvarpsins í vikunni að Evrópusambandið hefði kynnt áætlanir um 90 milljarða evra fjárstuðning við Úkraínu næstu tvö árin sem annað hvort yrði fjármagnað með lántökum eða frystum eignum rússneska seðlabankans í ríkjum sambandsins. Hins vegar liggur fyrir á sama tíma að ríki Evrópusambandsins hafa greitt meira fyrir jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi frá innrás rússneska hersins í landið í lok febrúar 2022 en í fjárstyrk til Úkraínumanna á sama tíma. Maria Malmer Stenergard, utanríkisráðherra Svíþjóðar, vakti athygli á þessu nýverið. Ríki Evrópusambandsins hefðu þannig greitt yfir 200 milljarða evra til Rússlands á sama tíma og fjárstuðningur þeirra við Úkraínu hefði numið 187 milljörðum. Væri allt sem ríkin hefðu keypt frá Rússlandi talið með hefðu 311 milljarðar evra skilað sér þangað. Í frétt Euronews segir að væri annar stuðningur þeirra við Úkraínu tekinn með, þar með talin ógreidd loforð, næði hann ekki þeirri upphæð. Við það bætist að ríki Evrópusambandsins eru enn að kaupa verulegt magn af einkum gasi frá Rússlandi sem refsiaðgerðir sambandsins ná ekki til þó verulega hafi dregið úr í þeim efnum. Er gert ráð fyrir því að ríkin muni ekki hætta þeim viðskiptum endanlega fyrr en 2027. Upphaflega var miðað við 2028 en það var endurskoðað vegna þrýstings frá Bandaríkjunum. Hvort það stenzt á eftir að koma í ljós. Aðeins í október síðastliðnum greiddu ríkin hátt í milljarð evra til Rússlands. Forystumenn Evrópusambandsins hafa viðurkennt að með þessu og háum greiðslum til Rússlands fyrir jarðefnaeldsneyti árum og áratugum saman fyrir innrásina haf ríki þess í raun fjármagnað hernaðaruppbyggingu rússneskra stjórnvalda og síðan hernað þeirra gegn Úkraínu. Þau ríki sambandsins sem kaupa mest af jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi eru Belgía, Frakkland, Rúmenía, Slóvakía og Ungverjaland. Þá eru ríki þess enn stærstu kaupendur rússnesks gass í fljótandi formi. Með vítaverðu dómgreindarleysi sínu tókst forystumönnum Evrópusambandsins að setja efnahagsmál og orkuöryggi þess í fullkomið uppnám sem leiddi meðal annars til stóraukinnar verðbólgu sem síðar skilaði sér meðal annars hingað til lands í gegnum hærri framleiðslukostnað á meginlandinu og þar með hærri kostnað við innfluttar vörur þaðan. Fyrir utan annað er þetta fólkið sem Evrópusambandssinnar telja treystandi fyrir stjórn Íslands með inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar