Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 5. desember 2025 07:03 Fram kom á fréttavef Ríkisútvarpsins í vikunni að Evrópusambandið hefði kynnt áætlanir um 90 milljarða evra fjárstuðning við Úkraínu næstu tvö árin sem annað hvort yrði fjármagnað með lántökum eða frystum eignum rússneska seðlabankans í ríkjum sambandsins. Hins vegar liggur fyrir á sama tíma að ríki Evrópusambandsins hafa greitt meira fyrir jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi frá innrás rússneska hersins í landið í lok febrúar 2022 en í fjárstyrk til Úkraínumanna á sama tíma. Maria Malmer Stenergard, utanríkisráðherra Svíþjóðar, vakti athygli á þessu nýverið. Ríki Evrópusambandsins hefðu þannig greitt yfir 200 milljarða evra til Rússlands á sama tíma og fjárstuðningur þeirra við Úkraínu hefði numið 187 milljörðum. Væri allt sem ríkin hefðu keypt frá Rússlandi talið með hefðu 311 milljarðar evra skilað sér þangað. Í frétt Euronews segir að væri annar stuðningur þeirra við Úkraínu tekinn með, þar með talin ógreidd loforð, næði hann ekki þeirri upphæð. Við það bætist að ríki Evrópusambandsins eru enn að kaupa verulegt magn af einkum gasi frá Rússlandi sem refsiaðgerðir sambandsins ná ekki til þó verulega hafi dregið úr í þeim efnum. Er gert ráð fyrir því að ríkin muni ekki hætta þeim viðskiptum endanlega fyrr en 2027. Upphaflega var miðað við 2028 en það var endurskoðað vegna þrýstings frá Bandaríkjunum. Hvort það stenzt á eftir að koma í ljós. Aðeins í október síðastliðnum greiddu ríkin hátt í milljarð evra til Rússlands. Forystumenn Evrópusambandsins hafa viðurkennt að með þessu og háum greiðslum til Rússlands fyrir jarðefnaeldsneyti árum og áratugum saman fyrir innrásina haf ríki þess í raun fjármagnað hernaðaruppbyggingu rússneskra stjórnvalda og síðan hernað þeirra gegn Úkraínu. Þau ríki sambandsins sem kaupa mest af jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi eru Belgía, Frakkland, Rúmenía, Slóvakía og Ungverjaland. Þá eru ríki þess enn stærstu kaupendur rússnesks gass í fljótandi formi. Með vítaverðu dómgreindarleysi sínu tókst forystumönnum Evrópusambandsins að setja efnahagsmál og orkuöryggi þess í fullkomið uppnám sem leiddi meðal annars til stóraukinnar verðbólgu sem síðar skilaði sér meðal annars hingað til lands í gegnum hærri framleiðslukostnað á meginlandinu og þar með hærri kostnað við innfluttar vörur þaðan. Fyrir utan annað er þetta fólkið sem Evrópusambandssinnar telja treystandi fyrir stjórn Íslands með inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Fram kom á fréttavef Ríkisútvarpsins í vikunni að Evrópusambandið hefði kynnt áætlanir um 90 milljarða evra fjárstuðning við Úkraínu næstu tvö árin sem annað hvort yrði fjármagnað með lántökum eða frystum eignum rússneska seðlabankans í ríkjum sambandsins. Hins vegar liggur fyrir á sama tíma að ríki Evrópusambandsins hafa greitt meira fyrir jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi frá innrás rússneska hersins í landið í lok febrúar 2022 en í fjárstyrk til Úkraínumanna á sama tíma. Maria Malmer Stenergard, utanríkisráðherra Svíþjóðar, vakti athygli á þessu nýverið. Ríki Evrópusambandsins hefðu þannig greitt yfir 200 milljarða evra til Rússlands á sama tíma og fjárstuðningur þeirra við Úkraínu hefði numið 187 milljörðum. Væri allt sem ríkin hefðu keypt frá Rússlandi talið með hefðu 311 milljarðar evra skilað sér þangað. Í frétt Euronews segir að væri annar stuðningur þeirra við Úkraínu tekinn með, þar með talin ógreidd loforð, næði hann ekki þeirri upphæð. Við það bætist að ríki Evrópusambandsins eru enn að kaupa verulegt magn af einkum gasi frá Rússlandi sem refsiaðgerðir sambandsins ná ekki til þó verulega hafi dregið úr í þeim efnum. Er gert ráð fyrir því að ríkin muni ekki hætta þeim viðskiptum endanlega fyrr en 2027. Upphaflega var miðað við 2028 en það var endurskoðað vegna þrýstings frá Bandaríkjunum. Hvort það stenzt á eftir að koma í ljós. Aðeins í október síðastliðnum greiddu ríkin hátt í milljarð evra til Rússlands. Forystumenn Evrópusambandsins hafa viðurkennt að með þessu og háum greiðslum til Rússlands fyrir jarðefnaeldsneyti árum og áratugum saman fyrir innrásina haf ríki þess í raun fjármagnað hernaðaruppbyggingu rússneskra stjórnvalda og síðan hernað þeirra gegn Úkraínu. Þau ríki sambandsins sem kaupa mest af jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi eru Belgía, Frakkland, Rúmenía, Slóvakía og Ungverjaland. Þá eru ríki þess enn stærstu kaupendur rússnesks gass í fljótandi formi. Með vítaverðu dómgreindarleysi sínu tókst forystumönnum Evrópusambandsins að setja efnahagsmál og orkuöryggi þess í fullkomið uppnám sem leiddi meðal annars til stóraukinnar verðbólgu sem síðar skilaði sér meðal annars hingað til lands í gegnum hærri framleiðslukostnað á meginlandinu og þar með hærri kostnað við innfluttar vörur þaðan. Fyrir utan annað er þetta fólkið sem Evrópusambandssinnar telja treystandi fyrir stjórn Íslands með inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun