Skoðun

Lög­maður á villi­götum

Magnús M. Norðdahl skrifar

Í grein á Vísi þann 3.12 2025 heldur Agnar Þór Guðmundsson hrl. því fram að starfsmönnum í hlutastörfum hjá Reykjavíkurborg sé með samþykki stéttarfélaga mismunað á grundvelli starfshlutfalls verði þeir fyrir slysum sem bótaskyld kunna að vera skv. reglum Reykjavíkurborgar nr. 1/1990 og 2/1990. Reglurnar sem klárlega fela í sér mismunun, eru settar einhliða af Reykjavíkurborg en vísað er til þeirra í kjarasamningum. Önnur sveitarfélög eru ekki í sömu stöðu gagnvart aðildarfélögum ASÍ enda kaupa þau atvinnuslysatryggingar vegna starfsmanna sinna hjá tryggingafélögunum með samningsskilmálum sem ASÍ og tryggingafélögin hafa orðið ásátt um. Fullyrðing lögmannsins um að beiting þessara reglna sé með samþykki stéttarfélaganna er bæði röng og meiðandi. Lögmanninum til frekari fróðleiks þá skal upplýst að reglur ríkisins nr. 30/1990 og 31/1990 fela í sér sömu mismunun. ASÍ hefur átt í samskiptum við Reykjavíkurborg og ríkið vegna þessa og gert kröfu um að reglunum verði breytt í ljósi ólögmætis þeirra. Vilyrði voru gefin en efndir voru engar auk þess sem við vorum upplýst um að í reynd væri þeim ekki beitt sem við reyndar drögum í efna án þess að hafa tiltækar sannanir fyrir því. Á þessu stigi hafði ASÍ efnt til samstarfs með BSRB og BHM sem búa við sömu reglur í sínum kjarasamningum. Þann 17.ferbrúr s.l. kærðu samstökin sameiginlega íslenska ríkið til ESA vegna brota á tilskipun 97/81/EC um hlutastörf sem innleidd var hér á landi með lögum nr. 10/2004. Þar er málið nú statt. Kærendur hafa lagt ESA til frekari upplýsingar og ESA krafið ríkið skýringa. Þessara upplýsinga hefði lögmaðurinn getað aflað sér með faglegri gagnaöflun eins og lögmanna á að vera siður í störfum sínum.

Höfundur er lögfræðingur ASÍ.




Skoðun

Skoðun

Ekki líta undan

Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar

Sjá meira


×