Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar 5. desember 2025 13:32 Undirritaður býr á Írlandi. Hér, innan írska lýðveldisins, eru formlega töluð tvö tungumál: írska, einnig kölluð gelíska, og enska. Ég hef þó aldrei verið ávarpaður á írsku. Ég hef einungis tvisvar sinnum heyrt hana talaða á förnum vegi. Samt sé ég hana á hverjum degi. Allar opinberar upplýsingar þurfa nefnilega að vera á bæði írsku og ensku. Í upphafi átjándu aldar talaði meirihluti fólks hér írsku. Í dag tala þó aðeins rúmlega 2% tungumálið daglega, þó svo að töluvert fleiri skilji það og geti tæknilega séð talað það upp að einhverju marki. Tungumál þetta glataðist ekki meðal meirihluta þjóðarinnar. Því var eytt á einbeittan hátt á átjándu og nítjándu öld undir hnefa breska heimsveldisins. Breskum heimsvaldasinnum tókst þó ekki ætlunarverk sitt. Írska og gelísk menning sótti aftur í sig veðrið undir lok nítjándu aldar. Eftir stofnun írska fríríkisins árið 1922 var írska gerð að „fyrsta“ tungumáli, á undan ensku, og var stjórnarskráin frá árinu 1937 jafnframt samin á írsku. Á sama tíma var tungumálið gert að skyldufagi í grunnskólum. Allt skyldi vera á írsku, og síðan ensku. Hægt og rólega fram til tuttugustu og fyrstu aldar var írskan sett í fyrsta sæti á opinberum vettvangi. Í gegnum árin hefur tungumálið þó verið kennt á máta sem valdið hefur því að það hefur enn ekki náð sínum fyrri hæðum. Ástæðan er mögulega sú að eftir að ensku hafði verið þröngvað upp á stóran hluta þjóðarinnar, sneri hún vörn í sókn á tuttugustu öld og gerði málið að sínu með einstökum rithöfundum, leikskáldum og tónlistarfólki. Hér er um að ræða Híbernó-enskuna, sem er ráðandi hér í dag og býr jafnframt yfir miklum svæðisbundnum blæbrigðum. Á Írlandi var lögum og ofbeldi beitt til að bæla niður írskuna. Á Íslandi er sagan önnur. Við vorum svo heppin að Aldinborgarkonungar Dana reyndu aldrei að eyða íslenskunni, þó svo að danska hafi lengi vel verið ráðandi innan stjórnkerfis okkar. Eftir meira en 80 ár sem sjálfstæð þjóð eigum við þó á hættu að glata tungumálinu okkar með næstu kynslóðum, fyrst og fremst vegna kæruleysis og þæginda nútímans. Nær ávallt þegar ég les á skilti hér á Írlandi, sem fyrst eru rituð á írsku og síðan á ensku, hugsa ég um íslenskuna. Ég velti fyrir mér hvort skilti á Íslandi verði einnig með þessum hætti í framtíðinni, hvort allt verði á íslensku og síðan á ensku á meðan aðeins rúmlega 2% þjóðarinnar tali „fyrsta tungumálið“ daglega: það væru færri en 10,000 manneskjur miðað við fjölda Íslendinga í dag. Kæru landsmenn, ég vil bara segja þetta: missum ekki málið. Missum það ekki úr greipum okkar og inn í glerskáp, upp á punt - til sýnis. Örvum mál okkar, hnoðum það áfram. Mál er menning, og menning er mál. Höfundur er doktorsnemi í sagnfræði við Þrenningargarð í Dyflinni, Írlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður býr á Írlandi. Hér, innan írska lýðveldisins, eru formlega töluð tvö tungumál: írska, einnig kölluð gelíska, og enska. Ég hef þó aldrei verið ávarpaður á írsku. Ég hef einungis tvisvar sinnum heyrt hana talaða á förnum vegi. Samt sé ég hana á hverjum degi. Allar opinberar upplýsingar þurfa nefnilega að vera á bæði írsku og ensku. Í upphafi átjándu aldar talaði meirihluti fólks hér írsku. Í dag tala þó aðeins rúmlega 2% tungumálið daglega, þó svo að töluvert fleiri skilji það og geti tæknilega séð talað það upp að einhverju marki. Tungumál þetta glataðist ekki meðal meirihluta þjóðarinnar. Því var eytt á einbeittan hátt á átjándu og nítjándu öld undir hnefa breska heimsveldisins. Breskum heimsvaldasinnum tókst þó ekki ætlunarverk sitt. Írska og gelísk menning sótti aftur í sig veðrið undir lok nítjándu aldar. Eftir stofnun írska fríríkisins árið 1922 var írska gerð að „fyrsta“ tungumáli, á undan ensku, og var stjórnarskráin frá árinu 1937 jafnframt samin á írsku. Á sama tíma var tungumálið gert að skyldufagi í grunnskólum. Allt skyldi vera á írsku, og síðan ensku. Hægt og rólega fram til tuttugustu og fyrstu aldar var írskan sett í fyrsta sæti á opinberum vettvangi. Í gegnum árin hefur tungumálið þó verið kennt á máta sem valdið hefur því að það hefur enn ekki náð sínum fyrri hæðum. Ástæðan er mögulega sú að eftir að ensku hafði verið þröngvað upp á stóran hluta þjóðarinnar, sneri hún vörn í sókn á tuttugustu öld og gerði málið að sínu með einstökum rithöfundum, leikskáldum og tónlistarfólki. Hér er um að ræða Híbernó-enskuna, sem er ráðandi hér í dag og býr jafnframt yfir miklum svæðisbundnum blæbrigðum. Á Írlandi var lögum og ofbeldi beitt til að bæla niður írskuna. Á Íslandi er sagan önnur. Við vorum svo heppin að Aldinborgarkonungar Dana reyndu aldrei að eyða íslenskunni, þó svo að danska hafi lengi vel verið ráðandi innan stjórnkerfis okkar. Eftir meira en 80 ár sem sjálfstæð þjóð eigum við þó á hættu að glata tungumálinu okkar með næstu kynslóðum, fyrst og fremst vegna kæruleysis og þæginda nútímans. Nær ávallt þegar ég les á skilti hér á Írlandi, sem fyrst eru rituð á írsku og síðan á ensku, hugsa ég um íslenskuna. Ég velti fyrir mér hvort skilti á Íslandi verði einnig með þessum hætti í framtíðinni, hvort allt verði á íslensku og síðan á ensku á meðan aðeins rúmlega 2% þjóðarinnar tali „fyrsta tungumálið“ daglega: það væru færri en 10,000 manneskjur miðað við fjölda Íslendinga í dag. Kæru landsmenn, ég vil bara segja þetta: missum ekki málið. Missum það ekki úr greipum okkar og inn í glerskáp, upp á punt - til sýnis. Örvum mál okkar, hnoðum það áfram. Mál er menning, og menning er mál. Höfundur er doktorsnemi í sagnfræði við Þrenningargarð í Dyflinni, Írlandi.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun