Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar 5. desember 2025 07:32 Ef ég hækka yfirdráttinn minn hef ég meira ráðstöfunarfé um stund – en tekjur mínar hafa ekki hækkað. Skuldadagurinn kemur alltaf. Þá þarf ég að borga lánið til baka og þá lækka ráðstöfunartekjurnar mínar. Þetta er nákvæmlega staðan í Hafnarfirði enn eitt árið. Í vikunni samþykkti meirihluti bæjarstjórnar fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið 2026, þá síðustu á þessu kjörtímabili. Meirihlutinn hefur í fjögur ár lýst rekstri bæjarins sem ábyrgum og stöðugum. Ég er ósammála. Reksturinn er í raun sá veikasti á öllu höfuðborgarsvæðinu. Rekstur þarf að skila afgangi – ekki lántökum Hver einasti rekstur, hvort sem það er heimili, fyrirtæki eða sveitarfélag, verður að skila nægum afgangi til að standa undir afborgunum af skuldum. Ef afborganir ársins eru 2,5 milljarðar þarf afgangurinn að vera að minnsta kosti 2,5 milljarðar. Annars þarf að taka lán. Mælikvarðinn sem skiptir máli er handbært fé frá rekstri – hvað er eftir þegar búið er að greiða allan reglulegan kostnað af reglulegum tekjum. Þetta er sú tala sem segir hvað reksturinn skilar til afborgana og fjárfestinga. Samtals hefur reksturinn skilað á kjörtímabilnu 670 milljónum í mínus. Það hefur þurft að taka 670 milljónir að láni fyrir launum. Þá eru eftir afborganir lána á kjörtímabilinu: 8,89 milljarðar. Samanlagt hefur þurft að taka 9.5 milljarða króna að láni til að greiða afborganir lána og laun. Þetta er slík upphæð að ég á erfitt með að ná utan um hana. En þetta jafngildir 6,5 milljónum á dag, 272 þúsund krónur á tímann, eða 4.500 krónur á mínútu – alla daga, allan sólarhringinn, allt kjörtímabilið. Glansmynd byggð á hálfsannleika Bæjarstjóri lýsir þessum árangri svona:„Hafnarfjarðarbær hefur byggt upp ábyrgan rekstur sem skilar stöðugleika, fyrirsjáanleika og svigrúmi.“ Ég deili ekki þessari sýn. Ástæðan er einföld: Glansmynd meirihlutans byggir á því að horft er á rekstrarreikning A- og B-hluta þar sem ýmsum tekjum er komið fyrir sem ekki eiga heima í grunnrekstrinum. Tekjur eru blásnar út til að fegra myndina. En sjóðstreymið segir aðra sögu og allt sem segja þarf. Þar sést skýrt að halli grunnrekstrarins hefur verið falinn með peningum sem eiga ekki að fara í reksturinn: lóðasölu og gatnagerðargjöldum. Þetta eru peningar sem eru innheimtir til að standa undir fjárfestingum í innviðum – ekki til að reka skóla, greiða laun eða fjármagna félagsþjónustu. Í raun hefur Hafnarfjörður verið að taka lán hjá framtíðaríbúum bæjarins. Þetta er frestuð skattheimta Að taka lán til að borga af eldri lánum og launum er ekkert annað en frestuð skattheimta. Hún fellur á íbúa bæjarins síðar – sérstaklega þegar verðtryggð lán fara að bíta. Það mun gerast eftir að þeir sem bera ábyrgð á þessari fjármálastjórn eru hættir og þurfa ekki að horfast í augu við afleiðingarnar. Og staðan heldur áfram að versna: Árið 2027 þarf að taka 1,5 milljarða í lán til að brúa rekstrarbilið. Árið 2028 þarf að taka 1,3 milljarða til viðbótar. Það er hægt að snúa þessu við Þrátt fyrir alvarlega stöðu er til lausn og við byrjum á því að hætta að taka lán til að borga lán. Rekstur þarf að byggjast á raunverulegum tekjum og skýrri forgangsröðun. Það er hægt að snúa þessari þróun við, en aðeins með því að horfast í augu við stöðuna eins og hún er – ekki eins og meirihlutinn vill sýna hana. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ef ég hækka yfirdráttinn minn hef ég meira ráðstöfunarfé um stund – en tekjur mínar hafa ekki hækkað. Skuldadagurinn kemur alltaf. Þá þarf ég að borga lánið til baka og þá lækka ráðstöfunartekjurnar mínar. Þetta er nákvæmlega staðan í Hafnarfirði enn eitt árið. Í vikunni samþykkti meirihluti bæjarstjórnar fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið 2026, þá síðustu á þessu kjörtímabili. Meirihlutinn hefur í fjögur ár lýst rekstri bæjarins sem ábyrgum og stöðugum. Ég er ósammála. Reksturinn er í raun sá veikasti á öllu höfuðborgarsvæðinu. Rekstur þarf að skila afgangi – ekki lántökum Hver einasti rekstur, hvort sem það er heimili, fyrirtæki eða sveitarfélag, verður að skila nægum afgangi til að standa undir afborgunum af skuldum. Ef afborganir ársins eru 2,5 milljarðar þarf afgangurinn að vera að minnsta kosti 2,5 milljarðar. Annars þarf að taka lán. Mælikvarðinn sem skiptir máli er handbært fé frá rekstri – hvað er eftir þegar búið er að greiða allan reglulegan kostnað af reglulegum tekjum. Þetta er sú tala sem segir hvað reksturinn skilar til afborgana og fjárfestinga. Samtals hefur reksturinn skilað á kjörtímabilnu 670 milljónum í mínus. Það hefur þurft að taka 670 milljónir að láni fyrir launum. Þá eru eftir afborganir lána á kjörtímabilinu: 8,89 milljarðar. Samanlagt hefur þurft að taka 9.5 milljarða króna að láni til að greiða afborganir lána og laun. Þetta er slík upphæð að ég á erfitt með að ná utan um hana. En þetta jafngildir 6,5 milljónum á dag, 272 þúsund krónur á tímann, eða 4.500 krónur á mínútu – alla daga, allan sólarhringinn, allt kjörtímabilið. Glansmynd byggð á hálfsannleika Bæjarstjóri lýsir þessum árangri svona:„Hafnarfjarðarbær hefur byggt upp ábyrgan rekstur sem skilar stöðugleika, fyrirsjáanleika og svigrúmi.“ Ég deili ekki þessari sýn. Ástæðan er einföld: Glansmynd meirihlutans byggir á því að horft er á rekstrarreikning A- og B-hluta þar sem ýmsum tekjum er komið fyrir sem ekki eiga heima í grunnrekstrinum. Tekjur eru blásnar út til að fegra myndina. En sjóðstreymið segir aðra sögu og allt sem segja þarf. Þar sést skýrt að halli grunnrekstrarins hefur verið falinn með peningum sem eiga ekki að fara í reksturinn: lóðasölu og gatnagerðargjöldum. Þetta eru peningar sem eru innheimtir til að standa undir fjárfestingum í innviðum – ekki til að reka skóla, greiða laun eða fjármagna félagsþjónustu. Í raun hefur Hafnarfjörður verið að taka lán hjá framtíðaríbúum bæjarins. Þetta er frestuð skattheimta Að taka lán til að borga af eldri lánum og launum er ekkert annað en frestuð skattheimta. Hún fellur á íbúa bæjarins síðar – sérstaklega þegar verðtryggð lán fara að bíta. Það mun gerast eftir að þeir sem bera ábyrgð á þessari fjármálastjórn eru hættir og þurfa ekki að horfast í augu við afleiðingarnar. Og staðan heldur áfram að versna: Árið 2027 þarf að taka 1,5 milljarða í lán til að brúa rekstrarbilið. Árið 2028 þarf að taka 1,3 milljarða til viðbótar. Það er hægt að snúa þessu við Þrátt fyrir alvarlega stöðu er til lausn og við byrjum á því að hætta að taka lán til að borga lán. Rekstur þarf að byggjast á raunverulegum tekjum og skýrri forgangsröðun. Það er hægt að snúa þessari þróun við, en aðeins með því að horfast í augu við stöðuna eins og hún er – ekki eins og meirihlutinn vill sýna hana. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun