Makamál

Römbuðu á hvort annað eftir erfiða tíma

Turtildúfurnar Sísí Ingólfsdóttir, listamaður og Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður hafa verið bestu vinir frá fyrstu kynnnum. Biggi bað Sísíar þann 17. júní síðastliðinn og hafa þau boðið sínum nánustu til sannkallaðrar ástarhátíðar næsta sumar í Vilnius.

Makamál

Fann­ey Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“

Fanney Sandra Albertsdóttir og Garðar Gunnlaugsson hafa verið saman í sjö ár en þau eiga von á seinna barni sínu síðar á þessu ári. Fyrir á Garðar fjögur börn úr fyrri samböndum. Hjónin kynntust á skemmtistaðnum Austur og segir Fanney Sandra það hafa verið ást við fyrstu sín. 

Makamál

Ó­vænt pálma­tré settu strik í stóra daginn

Listaparið Sólbjört Sigurðardóttir og Einar Stefánsson hittust fyrst á tónlistarhátíðinni LungA sumarið 2016. Fyrsti kossinn átti sér stað á skemmtistaðnum Húrra haustið eftir. Í byrjun næsta árs breyttist líf parsins svo snögglega þegar ljóst var að þau ættu von á barni. Síðan þá hafa tekið við ótal ævintýri, þar á meðal þátttaka þeirra í Eurovision og ævintýralegt brúðkaup sem haldið var í Vestmannaeyjum fyrr í sumar.

Makamál

Ein­hleypan: Vill hlæja með sálinni, hlusta með augunum og horfa með eyrunum

Listakonan S. Tinna Miljevic lýsir sjálfri sér sem ósýnilegum krafti á bakvið tjöldin. Þökk sé stóru systur sinni, Evu Ruzu Miljevic, skemmtikrafti býr Tinna þó ekki yfir neinum leyndum hæfileikum þar sem Eva er ófeimin að sýna frá þeim listaverkum sem Tinnu tekst að skapa. Hvort sem snýr að bakstri eða breyta Evu í fjölbreyttar fígúrur.

Makamál

Redda mér yfir­leitt með raulinu

Tómas Oddur Eiríksson jógakennari og dans þerapisti lýsir sjálfum sér sem góðri blöndu af landafræðinörda, heimsspekifræðingi og áhugamanni um stjarneðlisfræði. Þrátt fyrir framandi áhugamál er Tómas Oddur vel jarðtengdur en hann segist vera minnst þrettán komma átta milljarðar ára í anda. 

Makamál

Einhleypan: Á eingöngu eftir að kaupa sér glæsihöll og snekkju

Ísdrottninguna Ásdísi Rán Gunnarsdóttur þarf vart að kynna fyrir Íslendingum. Hún er nú búsett í Búlgaríu þar sem hún starfar sem fyrirsæta og leikkona. Nýjasta verkefni hennar, og jafn framt stærsta sem leikkona er að fara með aðalhlutverkið í ítalskri kvikmynd undir leikstjórn Lor­enzo Faccend. Kvikmyndin er tekin upp í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu. Ásdís fer með hlutverk hjákonu auðugs manns og hún lýsir því sem draumaverkefni.

Makamál

Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni

Leik­kon­an Hild­ur Vala Bald­urs­dótt­ir varð ófrísk með níu mánaða millibili. Hún segir magnað að hafa fylgst með aðlögunarhæfni líkamans en viðurkennir að meðgöngurnar hafi tekið verulega á og sitt stærsta verkefni hafi verið að ná að nærast.

Makamál

Það var eins og okkur væri ætlað að vera saman

Þau Hilda Michelsen og Kristján Ólafsson kynntust fyrst í New York þrátt fyrir að hafa bæði verið búsett í Los Angeles um margra ára skeið. Nú tíu árum síðar eiga þau saman fjögur börn, nokkur óvenjuleg gæludýr og eru með ótal járn í eldinum.

Makamál

„Hann er til í allar heimsins hugmyndir með mér“

Brashjónin Katla Hreiðarsdóttir og Haukur Unnar Þorkelsson hittust fyrst í október 2019. Þau urðu fljótlega ófrísk en fyrir átti Haukur tvö börn. Á stuttum tíma hafa þau tekist á við allskonar áskoranir, mestmegnis gleðilegar. Þau segja lykilinn að góðu sambandi vera að hafa nóg að gera.

Makamál

Hræddi mig hvað ég var hrifin af honum

Íris Freyja Salguero og Egill Fannar Halldórsson kynntust fyrir rúmu ári og óhætt að segja ástina hafa blómstrað síðan. Íris Freyja er þekktust fyrir fyrirsætustörf en hún keppti í Miss Universe Iceland árið 2021. Þar hafnaði hún í öðru sæti og var valin Miss Supranational Iceland. Athafnamaðurinn Egill Fannar er annar eigandi Gorilla vöruhúss og fyrirtækisins Wake Up Reykjavík.

Makamál

Ein­hleypan: Heillast af húmor, heiðar­leika og opnum hug

„Ég elska að vera með og í kringum skemmtilegt og gott fólk, gera skemmtilega hluti, eiga nærandi samtöl, hlæja mikið og fíflast,“ segir tónlistarkonan Sigríður Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ey, og lýsir sjálfri sér sem intróverðum extróvert. 

Makamál

Gamaldags vinabeiðni endaði sem hjóna­band

Leikarinn geðþekki, Hallgrímur Ólafsson kynntist eiginkonu sinni, Matthildi Magnúsdóttur fyrir fjórtán árum en þau gengu í hjónaband árið 2018. Saman eiga þau tvo syni en áður átti Halli, eins og hann er alltaf kallaður, dóttur úr fyrra sambandi.

Makamál

„Á Íslandi er fólk ekki að fela það hverjum það sefur hjá“

„Fyrst upp í rúm, svo er farið á stefnumót. Á Íslandi er fólk ekki að fela það hverjum það sefur hjá eða hversu marga bólfélaga það á. Í mörgum löndum er venjan að karlmaður bjóði konu á stefnumót og reyni að ganga í augun á henni. En á Íslandi skiptir kyn eiginlega ekki máli þegar kemur að viðreynslu, það veltur á því hvor einstaklingurinn hefur áhuga á hinum. Þegar kemur að fyrsta stefnumóti er oftast um tvo kosti að velja: keyra um í hringi eða stunda kynlíf.“

Makamál

Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp

Þau Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson eignuðust þríbura síðastliðinn skírdag en fyrir á parið tvö börn á aldrinum tveggja til fimm ára. Fjölskyldan fór því fljótt úr vísitölustærð í heldur fjölmennari tölu og segist Rannveig Hildur helst hafa fengið áhyggjur af bílamálum.

Makamál

Fannst líkaminn vera að svíkja mig

Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir og kærasti hennar, Albert Guðmundsson fótboltamaður, eignuðust tvö börn með stuttu millibili. Starfs síns vegna gat Albert ekki verið viðstaddur fæðingu yngri dóttur þeirra sem kom í heiminn í febrúar síðastliðnum. Guðlaug upplifði í kjölfarið mikla einmanatilfinningu en hún segir meðgöngu, fæðingu og fyrstu mánuði barnanna tveggja gjörólíka.

Makamál

Um helmingur skoðar samskipti maka á samfélagsmiðlum

Eru samfélagsmiðlar stuðningur eða ógn í ástarsamböndum? Á dögunum spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að þeim finnist þeir eiga rétt á því að skoða samskipti maka á samfélagsmiðlum en tæplega fimm þúsund manns svöruðu könnuninni.

Makamál