Lífið

Tískusýning í miðbænum

Verslunin ER og hársnyrtistofan 101 Hárhönnun standa fyrir tískusýningu á Skólavörðustígnum á laugardag. Þar fyrir utan mun Þórhildur Ýr Jóhannesdóttir kynna nýja fatalínu sína undir nafninu Tóta Design. Tískusýning á vegum ER og Hárhönnunar er nú haldin í annað skipti.

Lífið

Dóttirin kom á sömu mínútu og Astrópía var frumsýnd

"Hún er stjarna frá fyrstu mínútu," segir Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóri myndarinnar Astrópíu og nýbakaður faðir í samtali við Vísi. Dóttir hans fæddist á nákvæmlega sömu mínútu og frumsýning á fyrstu mynd leikstjórans í fullri lengd hófst í gær. "Stúlkan fæddist klukkan 20:21 og á sama augnabliki fékk ég SMS um að sýningin væri að byrja," segir Gunnar.

Lífið

Sultukeppni í Stykkishólmi

Sultu og marmelaðikeppni var haldin í Norska húsinu á Dönskum dögum í Stykkishólmi í síðustu viku. Þátttakendur í keppninni voru níu talsins og sendu inn samtals 14 sultur. Fengin var dönsk-íslensk dómnefnd til að dæma sulturnar en keppt var í nokkrum flokkum.

Lífið

Bill Murray tekinn fullur á golfbíl

Grínleikarinn Bill Murray gæti átt yfir höfði sér ákæru vegna aksturs undir áhrifum áfengis eftir að hafa keyrt um götur Stokkhólms á golfbíl á mánudaginn. Lögreglumenn í Stokkhólmi komu auga á hægfara farartæki sem keyrði um götur borgarinnar. Þeir stöðvuðu ökumanninn og í ljós kom að þar var sjálfur Bill Murray á ferð.

Lífið

Þrýst á poppstjörnur að hylja líkama sinn

Strangtrúaðir múslímar í Malasíu beina þeim tilmælum til poppstjarna sem hyggjast koma fram í landinu að klæðast efnismeiri fötum og draga úr ögrandi danshreyfingum. Múslímskir stúdentar og andstöðuflokkurinn í landinu eru meðal þeirra sem segja vestræna framkomu af því tagi hafa skaðleg áhrif á unglinga landsins.

Lífið

Perez Hilton langar til Íslands

Konungur slúðursíðanna, Perez Hilton, sem sjálfur kallar sig „The Queen of All Media“ virðist hafa gerst sérlegur verndari íslensk tónlistarlífs. Á þriðjudag mælti hann með tónlist Hafdísar Huldar Þrastardóttur á afar fjölsóttri síðu sinni, undir fyrirsögninni „Sætur lítill álfur“.

Lífið

Doherty kærður fyrir líkamsárás

Lögregla í Bretlandi rannsakar nú ásakanir á hendur Pete Doherty söngvara hljómsveitarinnar Babyshambles um að hann hafi ráðist á ljósmyndara í verslunarmiðstöð í Crewkerne. Cath Mead segist hafa hlotið marbletti og misst flyksur úr hárinu eftir ryskingar við söngvarann.

Lífið

Lúxus-heilsurækt fyrir efnaða fólkið

„Þetta verður flottasta aðstaða landsins með bestu þjónustu sem völ er á,“ segir líkamsræktarfrömuðurinn Goran Kristófer Micic en í haust mun opna ný og stórglæsileg líkamsræktarstöð á Grand Hótel, Grand Spa.

Lífið

Svanhildur nýr ritstjóri Íslands í dag

Svanhildur Hólm Valsdóttir hefur verið ráðin ritstjóri Íslands í dag. Svanhildur hefur starfað við dagskrárgerði í Íslandi í dag frá árinu 2004 en fram að þeim tíma hafði hún starfað við dagskrárgerð á RÚV í fimm ár bæði í útvarpi og sjónvarpi, m.a. í Kastljósi.

Lífið

Snýr baki við fjölskyldunni

Fjölskylda, vinir og samstarfsmenn Kate Moss eru í sárum eftir að fyrirsætan ákvað að stökkva á ný í faðm eiturlyfjafíkilsins og rugludallsins Pete Doherty.

Lífið

Hausthreinsun með safakúr

Þeir eru ófáir sem nota haustið til að efna gömul heit og byrja í líkamsrækt eða á hollu mataræði. Fyrir þá sem vilja rífstarta haustinu er tilvalið að taka léttan detox-kúr. Hildur Guðmundsdóttir, eigandi Yggdrasils, benti á safaföstu sem góðan valkost.

Lífið

Góð kynning í New York

Fatahönnuðurinn Steinunn Sigurðardóttir, sem hlaut nýverið norrænu hönnunarverðlaunin Gínuna, snýr heim frá New York í dag. Þar var hún stödd til að koma haustlínu sinni fyrir í versluninni Takashimaya á Fifth Avenue. „Þeir voru að kynna línuna mína núna á þriðjudaginn,“ útskýrði Steinunn.

Lífið

Robbie í góðu formi

Söngvarinn Robbie Williams þykir sjaldan eða aldrei hafa litið betur út og er að sögn kunnugra í sínu besta formi. Ástæðan fyrir bættu heilsufari söngvarans mun fyrst og fremst vera nýja kærastan, Clare Staples, sem ku sjá til þess að Robbie passi upp á mataræðið, hreyfi sig reglulega og smakki ekki dropa af áfengi.

Lífið

Seacrest í stað O"Brien

American Idol-kynnirinn Ryan Seacrest verður kynnir á Emmy-verðlaunahátíðinni sem verður haldin í Hollywood í næsta mánuði. Tekur hann við kyndlinum af spjallþáttastjórnandanum Conan O"Brien sem var kynnir í fyrra.

Lífið

Richards og Ronnie reykja í London

Tveir meðlimir The Rolling Stones, þeir Keith Richards og Ronnie Wood, virtu reykingabann að vettugi og kveiktu sér í sígarettum á tónleikum í London fyrir skömmu.

Lífið

Astrópía frumsýnd í kvöld

Frumsýning á myndinni Astrópíu fer fram í Sambíóunum Álfabakka í kvöld. Ottó Geir Borg og Jóhann Ævar Grímsson skrifuðu handritið. Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir myndinni og framleiðendur eru þeir Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp.

Lífið

Britney hætti við að syngja með Timberlake

Samkvæmt heimildum Page Six hugðist Justin Timberlake reyna að aðstoða fyrrum kærustu sína Britney Spears við að hleypa glæðum æ dapurlegri feril hennar með því að bjóða henni að syngja með sér dúett. Timberlake á að hafa samið sérstakt lag að því tilefni og voru umboðsmenn Britneyjar yfir sig hrifnir.

Lífið

Geir Ólafs keyrir um á Range Rover

Glöggir vegfarendur hafa tekið eftir að söngvarinn og athafnamaðurinn geðþekki Geir Ólafs ekur um bæinn á flottum dökkbláum Range Rover. Geir hefur nýlega stofnað plötufyrirtæki og sagði í samtali við Vísi að bíllinn, sem er rúm 300 hestöfl, væri hluti af ímyndinni.

Lífið

Lindsay gæti sloppið við fangelsisvist

Samkvæmt heimildum TMZ.com gæti verið að Lindsay Lohan slyppi við fangelsisvist vegna fíkniefnabrota sem hún hefur verið kærð fyrir. Kærurnar snúa að tveimur nýlegum handtökum vegna aksturs leikkonunnar undir áhrifum áfengis og fíkniefna sem fundust í fórum hennar.

Lífið

Perez Hilton mælir með Hafdísi Huld

Einn frægasti og vinsælasti bloggari heims, slúðurberinn Perez Hilton, fer fögrum orðum um tónlist Hafdísar Huldar á heimasíðu sinni. Perez hefur sérhæft sig í slúðri af ríka og fræga fólkinu í Bandaríkjunum og víðar og sækja milljónir manna síðu hans daglega.

Lífið

Megas í fyrsta sinn í Höllinni

Laugardaginn 13. október næstkomandi mun tímabótaviðburður eiga sér stað í íslensku tónlistarlífi þegar Megas stígur á stokk í Laugardalshöllinni og heldur sína allra fyrstu stórtónleika ásamt Senuþjófunum.

Lífið

Leit að Nylon stúlku slegin af

Ekkert verður af fyrirhuguðum sjónvarpsþætti Nylon flokksins á Stöð 2 Sirkuss í haust eins og efni stóðu til. Búið var að gera samkomulag um raunveruleikaþætti sem áttu að fjalla um fyrirhugaðar áheyrnarprufur hjá Nylon og upptökur erlendis í kjölfarið. Ástæða þess að hætt er við þættina er sú að stúlkurnar vilja ekki bæta meðlimi við flokkinn eftir vel heppnaða framkomu á Kaupþingstónleikunum á föstudaginn síðastliðinn.

Lífið

Skammbyssa Presleys fannst á kamri

Skammbyssa, sem stolið var úr After Dark safninu sem tileinkað er Elvis Presley, fannst á kamri fyrir utan safnið. Ræstingarmaðurinn Janitor Travis Brookins fann byssuna þegar hann var að þrífa kamarinn. Byssan var tekin úr sýningarkassa á safninu í Graceland þann 16. ágúst síðastliðinn þegar fjöldi fólks var þar saman kominn til að minnast þess að 30 ár voru liðin frá dauða rokkkóngsins.

Lífið

Donald Trump réttir partígellum hjálparhönd

Það má segja að þeim Britney Spears, Linsay Lohan og Paris Hilton veiti ekki af hjálparhönd. Nú hefur boð um hjálp borist úr ólíklegustu átt. Donald Trump mun nefnilega vera að falast eftir því að fá þær í stjörnuútgáfu af sjónvarpsþætti sínum The Apprentice.

Lífið

Nóg af þingmönnum í Vesturbænum

Ágúst Ólafur Ágústson, þingmaður Samfylkingarinnar, er búinn að setja hús sitt í Vesturbænum á sölu og hyggst flytja í draumahúsið í Rauðagerði sem hann festi kaup á í sumar.

Lífið