Lífið

Búlluveldið stækkar enn

Hamborgarakóngurinn Tómas Tómasson hefur opnað enn eina hamborgarabúlluna. Fyrir rekur Tommi hamborgarastaði við Geirsgötu, á Egilsstöðum og í Hafnarfirði, sem allir eru undir heitinu Hamborgarabúlla Tómasar.

Lífið

Miðasala hefst á morgun

Miðasala fyrir tónleika Nick Cave, sem fram fara í Laugardalshöll laugardaginn 16. september, hefst á morgun fimmtudaginn 29. júní kl. 10:00 í verslunum Skífunnar, BT Akureyri, Egilstöðum og Selfossi og á www.Midi.is. Um er að ræða sitjandi tónleika og verða aðeins seldir miðar í númeruð sæti.

Lífið

Tvær persónur deyja í lokabókinni

Tvær persónur í sjöundu og síðustu Harry Potter-bókinni sem er væntanleg á næsta ári munu láta lífið. J.K. Rowling, höfundur bókanna, viðurkenndi þetta í viðtali í enska sjónvarpsþættinum The Richard and Judy Show. Snæbjörn Arngrímsson, bókaútgefandi, er undrandi á þessum fregnum.

Lífið

Seldi lag í hafnaboltaauglýsingu

Nýverið var fjallað um plötuna Hole and Corner með íslenska tónlistarmanninum Bela í bandaríska tónlistartímaritinu Billboard. Bela er listamannsnafn Baldvins Ring­sted sem fluttist til Glasgow í listnám á síðasta ári.

Lífið

Vettlingatök í Öxarfirði

Listakonan Ingunn St. Svavarsdóttir, Yst, opnar árlega Braggasýningu sína á laugardaginn og sýnir innsetningar, málverk og skúlptúra af ýmsum toga.

Lífið

Gefur út nákvæmar lýsingar á ástarlífi þeirra

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez stendur í málaferlum við fyrrverandi eiginmann sinn, Ojani Noa, vegna bókar sem hann hyggst gefa út. Samkvæmt málsskjölum inniheldur bókin einkar nákvæmar lýsingar á fyrsta ástarfundi Lopez og Noa. Auk þess heldur Noa því fram í bókinni að Lopez hafi stundað framhjáhald á meðan á hjónabandi þeirra stóð og hafi verið í sambandi við Marc Anthony, núverandi eiginmann sinn, á meðan hann var enn giftur og Lopez í sambandi við P. Diddy. Jennifer Lopez hefur sótt um lögbann á bók fyrsta eiginmanns síns.

Lífið

Rokka á Ölstofunni

Rokkhljómsveitin Langi Seli og Skuggarnir treður upp á Ölstofunni í kvöld. Að sögn Kormáks Geirharðssonar, trommuleikara sveitarinnar og verts á Ölstofunni, hefur lítið verið um tónleikahald á Ölstofunni fram til þessa. Þetta er alla vega í fyrsta skiptið sem alvöru rokk fær að heyrast, segir Kormákur.

Lífið

Jackson flytur til Evrópu

Michael Jackson hefur ákveðið að yfirgefa Bahrain og flytja til Evrópu. Söngvarinn ætlar með þessu að koma ferli sínum aftur á skrið. Talskona söngvarans segir að vegna verkefna sem hann hefur tekið að sér sé þægilegra fyrir hann að búa í Evrópu. Jackson mun þó áfram dvelja mikið í Bahrain.

Lífið

Hjálmar spila í 12 tónum

Hjálmar leika fyrir gesti og gangandi í verslun 12 Tóna að Skólavörustíg 15 næstkomandi föstudag. Tónleikarnir hefjast klukkan 17:00 eins og lög gera ráð fyrir. Léttar veitingar verða á boðstólnum og heitt í húsinu.

Lífið

Uppruni ímyndar Íslands

Íslendingar hafa löngum verið viðkvæmir fyrir sjálfum sér og líkar ekki alltaf það sem misglöggir erlendir gestir láta út úr sér og frá sér um menningu og staðhætti hérlendis.

Lífið

Axl Rose í steininn

Axl Rose, söngvari rokksveitarinnar Guns N"Roses var handtekinn í Stokkhólmi fyrir að bíta öryggisvörð í fótinn í slagsmálum sem brutust út á hóteli.

Lífið

Hannar Puma-skó

Hátískuhönnuðurinn Alexander McQueen frumsýndi nýju skólínu sína fyrir íþróttamerkið PUMA í fyrrakvöld. Þetta var gert með glæsilegri viðhöfn í Carla Sozzani listasafninu í Mílanó.

Lífið

Fyrsta lag Daníels

Fyrsta lag Daniels Olivers, sem tók þátt í Idol-Stjörnuleit fyrr á árinu, kemur út á næstunni ásamt tónlistarmyndbandi. Lagið nefnist Over You og er ballaða eftir Daniel sjálfan. Verður það að finna á væntanlegri plötu Daniels, sem hefur ekki fengið útgáfudag.

Lífið

Bjartar nætur á næstunni

Ferðaleikhúsið frumsýnir The Best of Light Nights í Iðnó í kvöld en að vanda byggir sýningin á íslensku efni að mestu er flutt á ensku. Ferðaleikhúsið er atvinnuleikhús, stofnað í árslok árið 1965 en frá árinu 1970 hefur markhópur þeirra aðallega verið erlendir sumargestir í Reykjavík.

Lífið

Beck breytir til

Tónlistarmaðurinn Beck Hansen segir að hip-hop verði í aðalhlutverki á næstu plötu sinni sem kemur út í haust. Upptökustjóri verður Nigel Godrich sem stýrði upptökum á plötum Beck, Mutations og Sea Change. Einnig var hann m.a. upptökustjóri plötunnar OK Computer með Radiohead, sem margir telja bestu plötu sveitarinnar.

Lífið

Björn Steinar Sólbergsson spilar í Hallgrímskirkju

Fimmtudaginn 29. júní leikur Björn Steinar Sólbergsson, organisti Akureyrarkirkju, á hádegistónleikum Alþjóðlegs orgelsumar í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir, sem hefjast kl. 12 og standa í hálftíma, eru skipulagðir í samvinnu við Félag íslenskra orgelleikara.

Lífið

Markaðsdagur í Bolungarvík

Hinn árlegi Markaðsdagur í Bolungarvík, verður haldinn með fjölda sölubása og glæsilegri skemmti dagskrá laugardaginn 1. júlí n.k. kl: 13:00 - 18:00.

Lífið

Nýtt handverk á gömlum merg

Sendiráð Íslands og Danmerkur munu opna handverkssýninguna Transform - Nýtt handverk á gömlum merg þann 29. júní n.k. í sendiráði Norðurlandanna í Berlín.

Lífið

Heil hljóðbók ókeypis á netinu

Steinunn Sigurðardóttir hreif lesendur upp úr skónum með skáldsögunni Sólskinshestur um síðustu jól. Nú kemur þessi metsölubók í senn út í kilju og sem net-hljóðbók í lestri höfundar sjálfs og verður þessi netgerð boðin öllum kostnaðarlaust til niðurhals af vefsíðunni edda.is næstu vikurnar.

Lífið

Giftist Keith Urban

Leikkonan Nicole Kidman giftist sveitasöngvaranum Keith Urban í kirkju í Sydney í heimalandi sínu Ástralíu um helgina. .

Lífið

Nýtt lag frá Hjálmum

Reggísveitin Hjálmar hefur sent frá sér lagið Ólína og ég, en það er gamalt Stuðmannalag. Hjálmar verða uppteknir við tónleikahald á næstunni. Föstudaginn 30. júní spilar sveitin í verslun 12 Tóna og síðar um kvöldið spilar hún á Nasa ásamt KK, sem mun kynna sína nýjustu plötu ásamt hljómsveit sinni.

Lífið

Kallarnir hverfa úr netheimum

Síðan var bara orðin þreytt og við ákváðum að þetta væri komið gott, segir Jóhann Ólafur Schröder í Köllunum.is. Þegar farið var inn á heimasíðuna Kallarnir.is um helgina birtust einungis dagsetningarnar 31.12.2003-24.6.2006, upphafs- og lokadagur líftíma síðunnar sem verið hefur einstaklega vinsæl síðastliðið eitt og hálft ár

Lífið

Upprisukvöld Nykurs

Árið 1995 var Nykur stofnaður af nokkrum ungum skáldum sem bókmenntavettvangur og sjálfshjálparbókarforlag. Á vegum Nykurs komu fyrstu verk skálda og rithöfunda á borð við Andra Snæ Magnason, Davíð A.Stefánsson, Steinar Braga, Ófeig Sigurðsson og fleiri. Alls komu út 13 bækur á vegum Nykurs til ársins 2003, en þá fór hann aftur í tjörnina og beið færis.

Lífið

Tipsað fyrir flugfari

Starfsmenn veitingahússins Vegamóta standa nú fyrir óvenjulegri söfnum undir slagorðinu Gústa heim. Söfnun þessi hófst fyrir helgi en þá var settur upp söfnunar­baukur á barborðinu á neðri hæð staðarins með slagorði söfnunarinnar og mynd af Gústa.

Lífið

Ham á Nasa

Þann 29. júní verða hörkutónleikar á Nasa í Reykjavík. Þar stígur á svið ein af merkilegri hljómsveitum íslenskrar tónlistarsöguHam, ásamt mjög svo sérstökum gestum, drengjunum úr 9/11’s.

Lífið

Í spegli Íslands

Miðvikudaginn 28. júní kl. 12 á hádegi heldur Sumarliði R. Ísleifsson sagnfræðingur erindi í bókasal Þjóðmenningarhússins í tilefni af opnun sýningar þar um skrif erlendra manna um Ísland og Íslendinga fyrr á öldum.

Lífið

Aparnir í Eden

Hin margrómaða Köntrísveit Baggalúts hefur lokið upptökum á sinni annarri hljómskífu sem ber titilinn Aparnir í Eden. Lokaupptökur fóru fram í félagsheimilinu að Flúðum í síðustu viku.

Lífið

Gull á Ítalíu

Útskriftarárgangur Listdansskóla Íslands vann í gærkveldi 1. verðlaun á Alþjóðlegri Samtímadanskeppni (Contemporary dans). " Dans Grand Prix Europe 2006" sem haldin var í borginni Cesena á Ítalíu síðustu daga.

Lífið

Bætist við á Iceland Airwaves 2006

Iceland Airwaves 2006 fer fram í miðborg Reykjavíkur daganna 18.-22. október. Alls munu um 130 listamenn og hljómsveitir munu koma fram á hátíðinni - þar af yfir 100 innlendir.

Lífið