Lífið

Geir Ólafs keyrir um á Range Rover

Geir er kominn á Range Rover líkt og allir hinir athafnamaður.
Geir er kominn á Range Rover líkt og allir hinir athafnamaður.

Glöggir vegfarendur hafa tekið eftir að söngvarinn og athafnamaðurinn geðþekki Geir Ólafs ekur um bæinn á flottum dökkbláum Range Rover. Geir hefur nýlega stofnað plötufyrirtæki og sagði í samtali við Vísi að bíllinn, sem er rúm 300 hestöfl, væri hluti af ímyndinni.

"Auðvitað skiptir manneskjan mestu máli en það er nauðsynlegt að ímyndin sé í lagi," segir Geir og hlær.

Geir bætist í hóp góðra manna en meðal annarra hamingjusamra Range Rover-eiganda eru til að mynda milljarðamæringarnir Björgólfur Guðmundsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason, Þorsteinn M. Jónsson, Magnús Ármann og Gísli Þór Reynisson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.