Lífið

Doherty kærður fyrir líkamsárás

Pete var handtekinn á dögunum fyrir vörslu fíkniefna
Pete var handtekinn á dögunum fyrir vörslu fíkniefna MYND/Getty

Lögregla í Bretlandi rannsakar nú ásakanir á hendur Pete Doherty söngvara hljómsveitarinnar Babyshambles um að hann hafi ráðist á ljósmyndara í verslunarmiðstöð í Crewkerne. Ljósmyndarinn, Cath Mead, segist hafa hlotið marbletti og misst flyksur úr hárinu eftir ryskingar við söngvarann.

Lögreglan í Avon og Somerset hefur staðfest að tvítug kona hafi kært söngvarann. Konan er ekki sögð alvarlega slösuð en einhverjar skemmdir urðu á myndavél hennar.

Talið er að söngvarinn hafi reiðst þegar Mead reyndi að ná mynd af módelinu Irinu Lazareaunu sem sögð er kærasta hans. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvernig ástarmálum söngvarans er háttað þessa dagana. Í gær bárust fréttir af því að Pete væri aftur tekinn saman við ofurfyrirsætuna Kate Moss og héldu breskir fjölmiðlar því fram að hún hafi dvalið á lúxussvítu hans á Claridge's hótelinu í London síðustu daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.