Lífið

Bill Murray tekinn fullur á golfbíl

Murray stundar golfið af kappi
Murray stundar golfið af kappi MYND/Getty

Grínleikarinn Bill Murray gæti átt yfir höfði sér ákæru vegna aksturs undir áhrifum áfengis eftir að hafa keyrt um götur Stokkhólms á golfbíl á mánudaginn.

Lögreglumenn í Stokkhólmi komu auga á hægfara farartæki sem keyrði um götur borgarinnar. Þeir stöðvuðu ökumanninn og í ljós kom að þar var sjálfur Bill Murray á ferð. Lögreglumennirnir þóttust finna áfengislykt af leikaranum en hann neitaði því að blása í blöðru lögreglumannanna. Lendingin varð sú að tekið var blóðsýni úr Murrey og er niðurstöðu að vænta á næstu tveimur vikum.

Murray sem hafði verið að keppa á golfmóti í Svíþjóð skrifaði síðar undir skjal þar sem hann viðurkenndi að hafa keyrt golfbílinn undir áhrifum áfengis. Hann var í kjölfarið látinn laus. Leikarinn verður einungis ákærður ef áfengismagn reynist yfir leyfilegum mörkum en mörkin í Svíþjóð eru fremur lág. Sé áfengismagnið hátt getur Murrey átt von á fangelsisvist en lögreglumaðurinn Christer Holmlund telur líklegra að hann verði sektaður.

Svo virðist sem Murray hafi keyrt bílnum á hinn vinsæla Cafe Opera skemmtistað í miðbæ Stokkhólms. Hann var hins vegar á leið til baka á hótelið þegar hann var stöðvaður.

"Það er ekki ólöglegt að keyra um götur borgarinnar á golfbíl en það er afar óvenjulegt," segir Holmlund. "Ég hef starfað í lögreglunni síðan 1968 og aldrei lent í atviki sem þessu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.