Tínir sveppi í kvöldmatinn 23. ágúst 2007 08:45 Stefán Sigurðsson segir Heiðmörk vænlegan stað til sveppatínslu. Kantarellur fara þó yfirleitt huldu höfði, þar sem sveppatínslufólk greinir yfirleitt ekki frá stöðunum sem þær vaxa á. MYND/Valli Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri Perlunnar, tínir reglulega villisveppi á íslenskum leynistöðum. Í ágústmánuði skjóta íslenskir sveppir upp kollinum. „Þetta eru svona þrjú skot, og miðskotið er það stærsta,“ útskýrði Stefán. „Þetta gerist mjög hratt þegar þetta byrjar. Miðuppskeran, sem er svona í kringum 10. ágúst, er ansi kröftug,“ sagði hann. Íslendingar hafa lengi verið duglegir að tína ber og sulta og safta. Færri tína sveppi, en Stefán segir sífellt fleiri átta sig á því að á Íslandi vaxi ýmsir matsveppir. „Í Heiðmörk má finna bæði kúalubba og kóngasvepp, rauðhettu og sennilega líka lerkisveppi. Hallormsstaðaskógur er sennilega mest sýkti skógur á landinu, svo það er mikið af sveppum þar. Svo finnast víðs vegar kantarellur hér á landi, en það er einn besti matsveppur sem hægt er að fá,“ sagði Stefán. Það getur þó verið erfitt að komast á snoðir um hvar kantarellur þrífast á landinu. „Kantarellur vaxa mikið þar sem þær eru, en þær eru ekki mikið dreifðar. Menn sem finna þessa staði segja yfirleitt ekki frá þeim,“ sagði Stefán og hló við. Hann gat þó bent á Aðaldal sem vænlegan stað fyrir kantarelluleit. „Ég hef líka heyrt af stöðum á heiðum við Reykholt og á Vestfjörðum, en það þegja allir yfir þeim,“ sagði hann kíminn. Stefán sagði ekki erfitt að greina á milli matsveppa og þeirra sem síður eru fallnir til átu. „Flóran okkar í eitruðum sveppum er heldur ekki mikil, og allavega tvær tegundir af þeim eitruðu eru mjög góðir matsveppir eftir suðu. Þá fer eitrið úr þeim,“ sagði hann, en ítrekaði að áhugafólk um sveppatínslu þyrfti að kaupa sér bók um sveppategundir, með litmyndum, til að geta greint á milli tegunda. Á árum áður lagðist Stefán í mikla sveppatínslu, og þurfti þá að finna leiðir til að geyma afraksturinn. „Það er algengt að fólk þurrki sveppina, eða smjörsteiki þá og frysti svo. Ég hreinsaði þetta bara mjög vel og frysti beint, það virkaði alveg,“ sagði hann. „Núna kíki ég reyndar bara út í skóg og tíni svona í kvöldmatinn,“ bætti hann við. Sveppir steiktir í smjöri. Brauði og lauk bætt á pönnuna og steikt áfram. Steinselju, salti og pipar bætt í undir lokin. Blandan er svo öll sett í matvinnsluvél og maukuð. Gott meðlæti með öllum mat. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri Perlunnar, tínir reglulega villisveppi á íslenskum leynistöðum. Í ágústmánuði skjóta íslenskir sveppir upp kollinum. „Þetta eru svona þrjú skot, og miðskotið er það stærsta,“ útskýrði Stefán. „Þetta gerist mjög hratt þegar þetta byrjar. Miðuppskeran, sem er svona í kringum 10. ágúst, er ansi kröftug,“ sagði hann. Íslendingar hafa lengi verið duglegir að tína ber og sulta og safta. Færri tína sveppi, en Stefán segir sífellt fleiri átta sig á því að á Íslandi vaxi ýmsir matsveppir. „Í Heiðmörk má finna bæði kúalubba og kóngasvepp, rauðhettu og sennilega líka lerkisveppi. Hallormsstaðaskógur er sennilega mest sýkti skógur á landinu, svo það er mikið af sveppum þar. Svo finnast víðs vegar kantarellur hér á landi, en það er einn besti matsveppur sem hægt er að fá,“ sagði Stefán. Það getur þó verið erfitt að komast á snoðir um hvar kantarellur þrífast á landinu. „Kantarellur vaxa mikið þar sem þær eru, en þær eru ekki mikið dreifðar. Menn sem finna þessa staði segja yfirleitt ekki frá þeim,“ sagði Stefán og hló við. Hann gat þó bent á Aðaldal sem vænlegan stað fyrir kantarelluleit. „Ég hef líka heyrt af stöðum á heiðum við Reykholt og á Vestfjörðum, en það þegja allir yfir þeim,“ sagði hann kíminn. Stefán sagði ekki erfitt að greina á milli matsveppa og þeirra sem síður eru fallnir til átu. „Flóran okkar í eitruðum sveppum er heldur ekki mikil, og allavega tvær tegundir af þeim eitruðu eru mjög góðir matsveppir eftir suðu. Þá fer eitrið úr þeim,“ sagði hann, en ítrekaði að áhugafólk um sveppatínslu þyrfti að kaupa sér bók um sveppategundir, með litmyndum, til að geta greint á milli tegunda. Á árum áður lagðist Stefán í mikla sveppatínslu, og þurfti þá að finna leiðir til að geyma afraksturinn. „Það er algengt að fólk þurrki sveppina, eða smjörsteiki þá og frysti svo. Ég hreinsaði þetta bara mjög vel og frysti beint, það virkaði alveg,“ sagði hann. „Núna kíki ég reyndar bara út í skóg og tíni svona í kvöldmatinn,“ bætti hann við. Sveppir steiktir í smjöri. Brauði og lauk bætt á pönnuna og steikt áfram. Steinselju, salti og pipar bætt í undir lokin. Blandan er svo öll sett í matvinnsluvél og maukuð. Gott meðlæti með öllum mat.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira