Lífið

Richards og Ronnie reykja í London

Keith Richards heldur áfram að virða reykingabann að vettugi í Bretlandi.
Keith Richards heldur áfram að virða reykingabann að vettugi í Bretlandi.

Tveir meðlimir The Rolling Stones, þeir Keith Richards og Ronnie Wood, virtu reykingabann að vettugi og kveiktu sér í sígarettum á tónleikum í London fyrir skömmu.

Eigendur tónleikastaðarins O2 verða þó ekki sektaðir fyrir að brjóta bannið vegna þess að um „einangrað“ atvik var að ræða. „Hljómsveitarmeðlimur virtist reykja sígarettu á sviðinu en það var slökkt í henni umsvifalaust. Við erum viss um að um mistök var að ræða og erum þakklátir meðlimum Ston­es fyrir gott samstarf í málinu. Við tökum reykingabanninu mjög alvarlega, rétt eins og aðrir landsmenn,“ sagði talsmaður O2.

Keith Richards lenti í vandræðum í fyrra fyrir að reykja á tónleikum í Hampden Park í Skotlandi. Slapp hann við sekt eftir að úrskurðað var að reykingabann næði ekki yfir tónleikastaðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.