Lífið

Ástin virðist blómstra hjá Katrínu Tönju

Svo virðist sem Katrín Tanja Davíðsdóttir crossfitkempa og Brooks Laich, kanadískur fyrrverandi atvinnumaður í íshokkí, séu að slá sér upp. Katrín Tanja smellti kossi á Laich að loknum Heimsleikunum í crossfit á dögunum og nú njóta þau lífsins saman á Havaí.

Lífið

Trommari The Offspring rekinn fyrir að afþakka bóluefni

Pete Parada, trommari pönkhljómsveitarinnar The Offspring tilkynnti í gær að hann hann hefði verið rekinn fyrir að neita að láta bólusetja sig. „Það hefur verið ákveðið að það sé hættulegt að umgangast mig, í stúdíóinu og á tónleikaferðalagi,“ sagði hann á Instagram.

Tónlist

Náttúrulitun í nútímasamhengi á Hönnunarsafni Íslands

Sigmundur Páll Freysteinsson er fatahönnuður sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2019. Hann hefur dvalið í rannsóknarrými Hönnunarsafns Íslands í sumar með það að markmiði að þróa ný kerfi í sjálfbærri hönnun og umhverfisvænni framleiðslu, sem nýtir auðlindir Íslands. 

Menning

Virti tilmæli lögreglu að vettugi

Lundapysja sem fannst á Kirkjuvegi í Vestmannaeyjum í gærnótt virti tilmæli lögreglu að vettugi og lagði á flótta undan laganna verði. Að eltingaleik loknum lét fanginn öllum illum látum, klóraði og neitaði að vera til friðs en féllst loks á að vera samvinnuþýður við myndatöku.

Lífið

The Parasols með nýtt myndband

Hljómsveitin The Parasols hefur sent frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið Pretty Blue en það er lokalag plötunnar Corpse-Fermented Apple Cider sem kom út í mars á þessu ári. 

Albumm

Stjörnufans í lagi Hinsegin Austurlands

Páll Óskar, Svavar Pétur Aldísar- og Eysteinsson Häsler, Emilía Anna Óttarsdóttir, Heiðbjört Stefánsdóttir, Gyða Árnadóttir, Soffía Mjöll Thamdrup og Ragnhildur Elín Skúladóttir leiða saman krafta sína í laginu Við komum heim sem Hinsegin Austurland hefur gefið út í tilefni Hinsegin daga.

Lífið

Yfirmaður Blizzard hættir störfum

J. Allen Brack, yfirmaður leikjafyrirtækisins Blizzard Entertainment, hefur hætt störfum hjá fyrirtækinu. Það gerði hann í kjölfar lögsóknar Kaliforníuríkis vegna meintrar eitraðar starfsmenningar í garð kvenna innan veggja Activision Blizzard, sem er móðurfyrirtæki Blizzard. Fyrstu viðbrögð yfirmanna AB vöktu töluverða reiði meðal starfsmanna og annarra í tölvuleikjaheiminum.

Leikjavísir

Gleðirendur málaðar í Ingólfsstræti

Hinsegin dagar 2021 hófust með málningu hinsegin fánalita á Ingólfsstræti, milli Laugavegar og Hverfisgötu í hádeginu. Málun regnboga er hefðbundið upphaf Hinsegin daga í Reykjavík. Þema Hinsegin daga í ár er Hinsegin á öllum aldri.

Lífið