Lífið

Stjörnulífið: Tenerife, afmæli og fallhlífarstökk

Söngkonan og lagahöfundurinn Þórunn Clausen nýtti sunnudagskvöldið í að horfa á nýjasta þátt Svörtu Sanda. Hún sýndi frá þessu í hringrásinni sinni á Instagram. Birna María, stundum kölluð MCBibba, átti dekurdag og skellti sér í Bláa lónið.

Lífið

Hreyfum okkur saman: Styrkur og liðleiki

Anna Eiríksdóttir fór af stað með nýja þætti hér á Lífinu á Vísi í dag. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+ efnisveitunni. Um er að ræða heimaæfingar sem allir geta gert þar sem þeim hentar. Þættirnir koma út tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Heilsa

Fyrsta trans konan til þess að vinna Golden Globe verðlaun

Í nótt átti sér stað sögulegur atburður þegar Michaela Jaé Rodriguez, betur þekkt sem MJ Rodriguez, varð fyrsta trans konan til þess að vinna Golden Globe verðlaun. MJ vann verðlaunin í flokknum besta leikkona í aðalhlutverki í drama sjónvarpsþætti fyrir hlutverkið sitt í þáttunum Pose.

Lífið

„Hann gæti dáið og þið þurfið að undirbúa ykkur“

Karenína Elsudóttir er einstæð móðir tveggja barna, Alexanders og Rebekku. Fjölskyldan býr í Grafarholtinu í Reykjavík en óhætt er að segja að lífið hafi tekið snúning í apríl á síðasta ári þegar Alexander veiktist illa og það á afmælisdaginn sinn.

Lífið

Bob Saget er látinn

Bandaríski leikarinn og grínistinn Bob Saget, sem þekktastur er fyrir leik sinn í þáttunum Full House, er látinn, 65 ára að aldri. Hann fannst látinn á hótelherbergi sínu á Ritz-Carlton hótelinu í Orlando í Flórída í gær.

Lífið

Ástríðukokkur sem á margt eftir ólært

„Eldað af ást eru örþættir sem eru ætlaðir öllum matgæðingum,“ segir Kristín Björk Þorvaldsdóttir þáttastjórnandi Eldað af ást sem fóru af stað hér á Lífinu á Vísi fyrir jólin. Kristín Björk er matgæðingur, matarbloggari og flugfreyja.

Matur

58 skrefa rútína Shay Mitchell

Pretty Little Liars leikkonan Shay Mitchell er með yfir 33 milljón fylgjendur á Instagram og er líka vinsæl á TikTok. Hún er mikið fyrir húðvörur, snyrtivörur og heilsu og því margir forvitnir um það hvaða vörur hún notar. 

Tíska og hönnun

„Mikil kúnst að missa sig ekki í metnaðinum“

Nýju ári fylgir nýtt upphaf og þá er algengt að fólk setji sér markmið. Þó svo að markmið megi vera háleit, þá er mikilvægt að þau séu raunhæf. Margir kannast sjálfsagt við það að falla í þá gryfju að ætla sér of mikið á nýju ári og gefast upp á markmiðum sínum þegar líður á janúar.

Lífið

Stórleikarinn Sidney Poitier er dáinn

Stórleikarinn heimsfrægi Sidney Poitier er dáinn. Hann var 94 ára gamall og lést á Bahamaeyjum, þar sem hann bjó. Poitier var einnig aðgerðasinni og er talinn hafa rutt veginn fyrir fjölmarga aðra þeldökka leikara.

Bíó og sjónvarp

Hefja framleiðslu Fallout-þátta á árinu

Amazon mun hefja framleiðslu þátta úr söguheimi Fallout, hinna vinsælu tölvuleikja, á þessu ári. Jonathan Nolan, einn af forsvarsmönnum Westworld-þáttanna, meðal annars, hefur tekið að sér að leikstýra fyrsta þætti seríunnar.

Bíó og sjónvarp

Nicholas Cage og Riko Shibata eiga von á barni

Nicholas Cage hefur ekki setið auðum höndum í heimsfaraldrinum en nú eiga hann og eiginkona hans Riko Shibata von á sínum fyrsta barni saman. Fyrir á hann synina Kal-El sem er 16 ára og Weston, sem er á fertugsaldrinum, úr fyrri samböndum.

Lífið