Lífið

Amy háð ljósabekknum

Söngkonan Amy Winehouse virðist hafa þróað með sér nýja fíkn. Gengdarlausa legu í sólarbekk á heimili sínu.

Lífið

Drew Barrymore laus og liðug á ný

Samkvæmt tímaritinu US Weekly hefur leikkonan Drew Barrymore sagt skilið við leikarann Justin Long. Talsmaður Barrymore segir þau enn vera góða vini en þau hafa verið kærustupar síðan í ágúst 2007. Á meðal þekktustu mynda Barrymore í gegnum tíðina eru Charlie"s Angels og E.T.

Lífið

Beck með afmælisplötu

Í dag, á 38 ára afmæli Becks, kemur út áttunda platan hans, Modern Guilt. Tvö ár eru síðan síðasta platan hans kom út. Á nýju plötunni nýtur Beck meðal annars liðsinnis tónlistarkonunnar Cat Power, sem spilaði á Innipúkanum fyrir þremur árum, og Dangermouse, sem hljóðvann plötuna.

Tónlist

Sam Shepard í mynd Balta

„Hann er goðið. Þetta er gamall draumur," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Baltasar var að ganga frá því nú fyrir fáeinum dögum að ráða sjálfan Sam Shepard til að leika stórt hlutverk í kvikmynd sem hann leikstýrir úti í Nýju-Mexíkó - á verndarsvæði indíana.

Bíó og sjónvarp

Flauta á Þingvöllum

Tónleikaröðin Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju heldur áfram í kvöld, en í þetta skipti flytur Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari fjölbreytta dagskrá fyrir einleiksflautu. Hafdís er búsett í París um þessar mundir þar sem hún leggur stund á framhaldsnám í flautuleik en kemur víða fram með flautuna sína hér á landi nú í sumar.

Menning

Riðið á vaðið um helgina

Myndlistartvíeykið Sally og Mo, eða þær Þóra Gunnarsdóttir og Elín Anna Þórisdóttir, opna sýningu í Gallerí Auga fyrir auga, Hverfisgötu 35, á laugardag kl. 15.

Menning

Madonna vill Britney

Orðrómur um að Britney Spears muni troða upp á tónleikaferðalagi Madonnu gengur nú fjöllunum hærra. Madonna er sögð hafa boðið Britney að ganga til liðs við sig í von um að hjálpa henni, en Britney er nú að reyna að koma söngferli sínum aftur á skrið eftir undangengna erfiðleika.

Tónlist

Umboðsmaður UMTBS í haldi

Það gengur allt annað en þrautalaust fyrir Ultra Mega Technóbandið Stefán (Umtbs) að koma út fyrstu plötunni sinni. Það hefur allt gengið á afturfótunum og síðasta áfallið reið yfir þegar umboðsmaður hljómsveitarinnar var settur í gæsluvarðhald.

Lífið

Lægri tónlist hvetur til nánari kynna

"Að vera í sambandi við annað fólk er lífsnauðsyn," segir Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri miðborgarinnar. Um helgina var gerð sú tilraun á nokkrum skemmtistöðum miðbæjarins að lækka tónlistina - fólk gat því bæði dansað og talað saman.

Lífið

Pamela Anderson dauðadukkin á afmælisdaginn - myndir

Um helgina í Las Vegas hélt Pamela Anderson upp á 41 árs afmælið sitt og sletti heldur betur úr klaufunum með sjónvarpsstjörnunni Criss Angel. Pamela var dauðadrukkin og hélt varla haus í lok afmælisveislunnar eins og sést á myndunum.

Lífið

Tarantino vill klámstjörnu í næstu mynd

Quentin Tarantino vill ólmur fá klámstjörnuna Teru Patrick til að taka að sér hlutverk í næstu mynd hans, endurgerð cult-slagarans „Faster, Pussycat, Kill! Kill!“. Myndin, sem kom út árið 1966, fjallar um þrjár fatafellur sem leggja upp í ferð um eyðimörkina, sem verður meira en lítið blóðug.

Lífið

Anita vekur eftirtekt

Leikkonan Anita Briem hefur vakið töluverða athygli fyrir frammistöðu sína í myndinni Journey to the Center of the Earth 3D, þar sem hún leikur íslenskan leiðsögumann sem flækist með í ferð inn í iður jarðar. Þannig fór gagnrýnandi breska blaðsins Sunday Mirror í gær lofsamlegum orðum um þessa frumraun Anitu í Hollywood. Hann segir handrit myndarinnar litlaust, en það sem haldi henni uppi séu nýstárlegar tæknibrellur, og ákafi aðalleikarans Brendans Fraser. „Það besta er mögulega íslenska leikkonan Anita Briem, sem er sniðug, klár og afar aðlaðandi,“ skrifar gagnrýnandinn.

Lífið

Jennifer Lopez kælir sig niður - myndir

Söngkonan hefur verið dugleg að æfa með einkaþjálfaranum sínum síðan tvíburarnir fæddust og er á góðri leið með að komast í líkamlega gott form eins og myndirnar sýna.

Lífið

Pamela enn ekki við eina fjölina felld

Skötuhjúin Pamela Anderson og félagi hennar Tommy Lee hófu nýlega sambúð að nýju, en Perez Hilton greinir frá því að Tommy hafi verið fjarri góðu gamni þegar Pamela fagnaði afmælinu sínu í Las Vegas í gærkvöld.

Lífið

Hitti hetjuna sína í Hollywood

Ágúst Bjarnason kvikmyndaleikari sem er vinna verkefni í Hollywood sá sjálfan Robbie Williams á dögunum. Þá var hann ásamt tveimur vinum sínum, Helga Má Erlingssyni og Jóni Hjálmarssyni, staddur á karokí kvöldi á Saddle Ranch í Hollywood.

Lífið

Um 11 til 12 þúsund á Landsmóti hestamanna

Áætlað er að um 11 til 12 þúsund manns séu nú samankomnir í blíðskaparveðri á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum á Hellu. Hestakostur hefur aldrei verið betri og hafa stórgóðar sýningar sést á keppnisvellinum, þar sem hart er barist um sigur í hverjum flokki. Góður rómur hefur verið gerður að keppnishaldinu.

Lífið

Pete með sjálfsævisögu

Svo virðist sem dóphundurinn Pete Doherty ætli sér að komast yfir auðfengið fé. Þessi fyrrverandi kærasti ofurfyrirsætunnar Kate Moss ætlar nú að fara að skrá ævisögu sína.

Lífið