Lífið

Norrænir leikhúsdagar

Meðan á hátíðinni í Tampere stendur er haldið upp á Norræna leikhúsdaga og er það ánægjulegt tækifæri til að sameina þessar tvær hátíðir. Verður því talsvert meira af norrænu leikhúsfólki í Tampere.

Menning

Ljósmyndir af tónlist Bachs, píanó og nikka

Það verður mikið um að vera í tónlistar- og menningarhúsinu Hömrum á Ísafirði þessa vikuna. Píanóleikarinn Anna Áslaug Ragnarsdóttir kemur þar fram á tónleikum annað kvöld kl. 20 og leikur ýmsar píanóperlur eftir Bach, Beethoven, Chopin, Jónas Tómasson og Olivier Messiaen.

Menning

Innsýn í líf ímyndaðrar konu

Sýning þýsku myndlistarkonunnar Önnu Mields var opnuð í Dalí Gallery, Brekkugötu 9 á Akureyri, í gær. Á sýningunni má sjá verk sem tengjast hefðbundnum uppstillingum og blæti.

Menning

Hættuleg typpa-Toyota á götum Reykjavíkurborgar

„Ég held að þeir sem setja lög og reglur um svona nokkuð hafi hreinlega ekki hugkvæmni til að láta sér detta í hug slíkur möguleiki," segir Sigurður Helgason hjá Útvarpi Umferðarráðs - einn helsti sérfræðingur Íslands í umferðarmálum og umferðaröryggi.

Lífið

Bale neitar ásökunum um fjölskylduofbeldi

Leikarinn Christian Bale neitar öllum ásökunum um að hafa beitt systur sína og móður ofbeldi samkvæmt talsmanni hans. Leikarinn var í haldi lögreglunnar í Lundúnum í dag en eftir yfirheyrslur var Bale sleppt án þess að ákærur hafi verið gefnar út á hendur hans.

Lífið

Marsakeppni á Menningarnótt

Marsakeppni S.L.Á.T.U.R., samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík, fer fram í fyrsta sinn á Menningarnótt, laugardaginn 23. ágúst. S.L.Á.T.U.R. óskar eftir mörsum fyrir lúðrasveit samtakana og verða veitt verðlaun fyrir besta marsinn.

Lífið

Bogomil í Þrastarlundi

Bogomil Font og Milljónamæringarnir verða með Miðnæturtónleika í Þrastarlundi um helgina. Þar verður mikið fjör en Bogomil mun koma fram 1. og 2.ágúst.

Lífið

Atli og Gísli gera það gott í Skandinavíu

Félagarnir úr Flüggerauglýsingunum Atli og Gísli eru ekki aðeins andlit málningarvaranna hér á landi. Í Danmörku heita þeir Henning og Flemming, Hasse og Lasse heita þeir í Svíþjóð og í norðmenn þekkja þá sem Arne og Bjarne. Á Íslandi ganga þeir hinsvegar undir sínum réttu nöfnum og eru starfsmenn fyrirtækisins á Íslandi.

Lífið

Abba selst og selst

Diskur með sönglögum Benny Anderson og Björn Ulveaus úr kvikmyndinni Mamma mia! þaut upp Billboard-listann í vikunni sem leið og kom inn á listann í sjöunda sæti en myndin var frumsýnd vestanhafs hinn 11. júlí. Hefur þessum herrum ekki tekist eins vel í sölu áður. Abba Gold er líka stokkin upp listann en hún var á sínum tíma í tvö ár á listanum.

Tónlist

Sienna málar sig út í horn

Breska dagblaðið Daily Mirror greinir frá því að Sienna Miller og gifti kærasti hennar ætli að hefja búskap bráðlega. Samband þeirra hefur bakað Siennu miklar óvinsældir.

Lífið

Óperur í bíó

Metropolitan-óperan í New York sendi í fyrravetur út í háskerpu-útsendingu sex óperusýningar sem varpað var á stór tjöld valinna kvikmyndahúsa víðs vegar um Bandaríkin og Kanada. Þær koma allar út á diskum í haust, en á komandi vetri verður haldið áfram sýningum af þessu tagi og verða þá ellefu sýningar sendar á valda sýningarstaði.

Bíó og sjónvarp

Ræða þróun tónlistarheimsins

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, IMX, stendur fyrir ráðstefnu 15.-16. október næstkomandi. Ber hún yfirskriftina You are in control, eða Þú ert við stjórnvölinn og verður haldin á Hótel sögu.

Tónlist

Húsband spilar eftir fíling

Vegfarendur um Bankastrætið hafa eflaust orðið varir við djasstónlistina sem þar hefur ómað reglulega í sumar. Að baki henni er óeiginlegt húsband skemmtistaðarins Priksins.

Tónlist

Styttist í Shorts&Docs

Óðum styttist í stuttmyndahátíðina Reykjavik Shorts&Docs, sem að þessu sinni stendur yfir vikuna 22. til 29. ágúst. Frestur til að skila inn myndum rann út í gær, og segir Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, að þátttakan lofi afar góðu. „Myndirnar hafa rúllað inn og við erum mjög kátar með þetta,“ segir hún.

Bíó og sjónvarp

Nýr sumarsmellur frá Bermuda

Hljómsveitin Bermuda hefur nú gefið út nýja útgáfu af lagi sem kom út á fyrstu breiðskífu þeirra, Nýr Dagur um síðustu áramót. Það er útsetningarmeistarinn Örlygur Smári sem tók lagið að sér og setti það í glænýjan og nútímalegan búning.

Lífið

Stjörnublaðamaður til liðs við Mosfellsbæ

Sigríður Dögg Auðunsdóttir hefur verið ráðin í nýtt starf forstöðumanns kynningarmála hjá Mosfellsbæ. Undanfarin tíu ár hefur hún starfað við fjölmiðla, meðal annars sem ritstjóri Krónikunnar og aðstoðarritstjóri DV. Hún hlaut rannsóknarblaðamannaverðlun Blaðamannafélags Íslands fyrir tveimur árum.

Lífið

Benni sundgarpur heiðraður í Nauthólsvík

Í dag klukkan 17:30 verður móttaka á Ylströndinni í Nauthólsvík. Þar verður tekið á móti Benedikti Hjartarsyni sem nýlega varð fyrstu íslendinga til þess að synda hið svokallaða Ermarsund.

Lífið