Lífið

Sign fékk gullplötu fyrir lag á safnplötu Kerrang!

Árleg verðlaunahátíð Kerrang! tímaritsins fór fram í gærkvöldi. Á meðal viðurkenninga sem voru veittar var gullplata til þeirra hljómsveita sem tóku þátt í að heiðra Iron Maiden með ábreiðu en safndiskur var gefinn út með tímaritinu fyrr í sumar. Tímaritið seldist í yfir hundrað þúsund eintökum þá vikuna en venjuleg sala er í kringum fjörtíu þúsund eintök. Sign voru sérstakir gestir ritstjóra Kerrang! Paul Brannigan en hann hefur verið einlægur stuðningsmaður þeirra um langt skeið.

Tónlist

Geir opnar sportklúbb í stað súlustaðar

„Opnunin var flott. Það komu hingað í kringum 900 manns. Fólk á öllum aldri," svaraði Ásgeir Davíðsson, eða Geiri eins og hann er kallaður, aðspurður um veitingastaðinn Steak and Play sem hann opnaði á Grensásvegi 7.

Lífið

Heimili Siennu Miller útkrotað - myndir

Eins og myndirnar sýna hefur verið krotað stórum stöfum „slut" sem þýðir drusla, á heimili leikkonunnar Siennu Miller sem á ekki sjö dagana sæla í heimalandi sínu því breskir fjölmiðlar velta sér stöðugt upp úr ástarmálum hennar.

Lífið

Glitter loksins lentur í London

Rokkstjarnan fyrrverandi Gary Glitter hefur nú loksins sæst á að halda til heimalands síns Englands. Breskir miðlar segja að Glitter, sem nýlega var sleppt úr haldi í Víetnam þar sem hann var dæmdur fyrir barnaníð, hafi í morgun lent á flugvelli í London.

Lífið

Raddaður ævintýraheimur

Seattle-sveitin Fleet Foxes er á meðal heitustu nýliðanna í poppheiminum á árinu 2008, en fyrsta platan hennar samnefnd sveitinni hefur verið að fá hástemmda lofdóma beggja vegna Atlantshafsins að undanförnu.

Tónlist

Tónlistarhátíð fyrir unglinga

Tónlistarhátíðin Iceland Music Festival 2008 verður haldin í fyrsta sinn á Tunglinu um miðjan september. Á meðal þeirra sem koma fram eru Ultra Mega Technobandið Stefán, Sometime, Sesar A, Kicks!, Dabbi T, The Nellies og Dagstraumur.

Tónlist

Ricky Martin eignast tvíbura

Það er engin stjarna með stjörnum þessa dagana öðru vísi en að eiga tvíbura. Söngvarinn Ricky Martin eignaðist nýverið tvíbura með meðgöngumóðir. Lisa Marie Presley gengur með tvíbura og nýverið eignuðust Angelina Jolie og Brad Pitt Vivienne Marcheline og Knox Leon í Frakklandi. Fyrr á árinu Jennifer Lopez og Marc Antony tvíburana Emme og Max.

Lífið

Jean Reno á sjúkrahúsi eftir alvarlegt hjartaáfall

Franski leikarinn Jean Reno var fyrr í dag fluttur í skyndi á sjúkrahús eftir að hann fékk alvarlegt hjartaáfall. Leikarinn, sem er sextugur, var ásamt eiginkonu sinni í fríi á karabísku eyjunni St Barts þegar hann fékk áfallið. Hann var fluttur með flugvél á sjúkrahús þar sem hann dvelur nú á gjörgæslu.

Lífið

Orlando Bloom heillar undirfatamódel

Leikarinn Orlando Bloom, 31 árs, er byrjaður aftur með undirfatafyrirsætu, sem vakti fyrst athygli á heimsvísu þegar hún starfaði fyrir undirfatafyrirtækið Victoria's Secret, Miröndu Kerr.

Lífið

Aðeins einn Dan Brown

Fimm ár eru síðan hinn geysivinsæli rithöfundur Dan Brown gaf út sína síðustu spennusögu Davinci-lykilinn. Því er lesendum eðlilega farið að lengja eftir hinni nýju sögu, Salómónslyklinum.

Lífið

Handboltinn á bíóskjá í Álfabakka og á Akureyri

Íslendingar eru handboltaóðir þessa dagana, enda hafa strákarnir, sem nú eru „okkar" staðið sig með prýði í Peking. Gríðarleg eftirvænting er fyrir leik landsliðsins við Spánverja sem fram fer á föstudag. Þar ræðst hvort liðið keppir um úrslit. Sambíóin hafa í ljósi þessa einstaka árangurs ákveðið að sýna leikinn í kvikmyndahúsum sínum við Álfabakka og á Akureyri.

Lífið

Britney í strangri megrun en saknar barnanna

Britney Spears heldur enn í vonina að fá aftur forræðið yfir sonum sínum tveimur Preston og Jayden. Söngkonan gengur alltaf með hálsmen merkt drengjunum síðan barnsfaðir hennar Kevin Federline fékk forræðið yfir þeim en þannig vill hún sýna að þeir eru ávallt í huga hennar þrátt fyrir fjarveruna. Meðfylgjandi myndir sýna hálsmenið sem er merkt börnunum hennar.

Lífið

Pétur Jóhann á leikhúsfjalirnar

„Ég tel mig vita svör við spurningum sem menn hafa spurt sig um aldir: Hver erum við, hvað erum við að gera hér og hvert liggur leið," segir Pétur Jóhann Sigfússon skemmtikraftur með meiru.

Menning

Gary Glitter í limbói

Breskir miðlar segja nú að barnaníðingurinn og rokkststjarnan fyrrverandi sé nú í alþjóðlegu limbói. Honum var sleppt úr haldi í Víetnam á dögunum og flau þaðan til Tælands en fékk ekki að yfirgefa flugvöllinn. Þarlend stjórnvöld vildu koma honum til Englands eins og hann hafði samþykkt í upphafi en þegar til kastana kom,þvertók hann fyrir það og keypti miða til Hong Kong.

Lífið

Stjörnur syngja gegn krabbameini

Fimmtán heimsþekktar söngkonur munu syngja saman lag í tengslum við fjáröflunarþátt sem sýndur verður í beinni útsendingu á bandarísku sjónvarpsstöðvunum ABC, NBC og CBS 5. september næst komandi. Yfirskrift söfnunarinnar er - Stand Up To Cancer - og verður féð sem tekst að safna notað í baráttunni gegn krabbameini.

Lífið

Raddir fyrir Tíbet í Salnum

Næst komandi sunnudagskvöld verða haldnir styrktartónleikar í Salnum í Kópavogi undir yfirskriftinni Raddir fyrir Tíbet. KK, Svavar Knútur, Jónas Sigurðsson, Páll Óskar & Monica og Jón Tryggvi koma fram á tónleikunum.

Lífið

El Perro Del Mar á Airwaves

Sænska söngkonan El Perro Del Mar hefur staðfest þátttöku sína í Iceland Airwaves í haust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. Enn vilja þeir þó ekki staðfesta komu Vampire Weekend sem Vísir sagði frá í síðustu viku að muni spila á hátíðinni samkvæmt MySpace síðu sveitarinnar.

Lífið

Háværar raddir um óléttu Evu Longoria - myndir

Leikkonan Eva Longoria ein aðalstjarnan úr sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum, yfirgaf ásamt eiginmanni sínum, Tony Parker, veitingastaðinn Beso, sem hún opnaði í maí síðiastliðnum í Los Angeles en staðurinn er í eigu hjónanna.

Lífið

Meg Ryan misheppnuð í ástarmálum

Leikkonan Meg Ryan, sem þekkt er fyrir að fara með hlutverk í rómantískum gamanmyndum eins og When Harry met Sally og You´ve got Mail, heldur því fram að ekki er mögulegt fyrir konu eins og hana að verða ástfangin samhliða tímafreku leikarastarfinu.

Lífið