Lífið

Meg Ryan misheppnuð í ástarmálum

Russell og Meg / Meg og Dennis Quaid.
Russell og Meg / Meg og Dennis Quaid.

Leikkonan Meg Ryan, sem þekkt er fyrir að fara með hlutverk í rómantískum gamanmyndum eins og When Harry met Sally og You´ve got Mail, heldur því fram að ekki er mögulegt fyrir konu eins og hana að verða ástfangin samhliða tímafreku leikarastarfinu.

Meg Ryan er laus og liðug í dag.

Meg, sem er 46 ára gömul, var gift leikaranum Dennis Quaid í 10 ár en skildi við hann árið 2000 þegar hún varð ástfangin af meðleikara sínum Russell Crowe við tökur á kvikmyndinni Proof of Life.

Meg og Tom Hanks í kvikmyndinni You´ve got Mail.

„Það var mjög erfitt fyrir mig að vera metnaðarfull í starfi og rækta ástarsambandið á sama tíma því ég náði engan veginn að sameina ástina og starfið," segir Meg í viðtali við tímaritið Hello.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.