Lífið

Britney í strangri megrun en saknar barnanna

Britney Spears gengur alltaf með hálsmen merkt sonunum Jayden og Preston.
Britney Spears gengur alltaf með hálsmen merkt sonunum Jayden og Preston.

Britney Spears heldur enn í vonina að fá aftur forræðið yfir sonum sínum tveimur Preston og Jayden.

Söngkonan gengur alltaf með hálsmen merkt drengjunum síðan barnsfaðir hennar Kevin Federline fékk forræðið yfir þeim en  þannig vill hún sýna að þeir eru ávallt í huga hennar þrátt fyrir fjarveruna.

Meðfylgjandi myndir sýna hálsmenið sem er merkt börnunum hennar.

Britney Spears á forsíðu OK!

Britney segir í viðtali í nýjasta tímariti OK! þar sem líkamlegt útlit hennar er til umræðu: „Ég hef aldrei lifað eins heilbrigðu líferni og ég geri í dag."

Einnig segir Britney að hún hafi ákveðið að sleppa sykri alfarið úr mataræðinu til að komast aftur í gott líkamlegt form og í dag borðar hún helst kjúkling, hrísgrjón, eggjahvítu og lax.

„Ég borða aðeins 1200 kaloríur á dag. Það hjljómar lítið en það er frekar mikið ef réttur matur er borðaður," segir Britney.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.