Lífið

Aðeins einn Dan Brown

Nanna Hlín skrifar
Dan Brown á góðri stundu.
Dan Brown á góðri stundu. Mynd/Getty

 

Fimm ár eru síðan hinn geysivinsæli rithöfundur Dan Brown gaf út síðustu spennusögu sína, Davinci-lykilinn þannig að lesendum er eðlilega farið að lengja eftir hinni nýju sögu, Salómónslyklinum.

Til þess að reyna að linna óþreyju lesenda brá bókaútgáfan Bjartur á það ráð að leita að staðgengli Dan Brown, höfundi sem gæti uppfyllt þessa þörf lesenda fyrir spennu og glæpi í sögulegu samhengi.

Því hleypti Bjartur af stokkunum LEITINNI AÐ NÝJUM DAN BROWN og var auglýst eftir glæpasögu sem ætti möguleika á alþjóðlegum vinsældum og gæti farið sigurför um heiminn. Lofað var glæsilegum verðlaunum, peningum og útgáfusamningi hjá Bjarti og í Þýskalandi.

Umsóknarfrestur rann út 1.julí síðastliðinn og fór þátttaka fram úr öllum vonum. Dómnefnd á vegum Bjarts las í gegnum hverja spennusöguna á fætur annarri en allt kom fyrir ekki; Bjarti tókst ekki að finna nýjan Dan Brown.

Í fréttatilkynningu frá Bjarti segir„Einhver benti á að heiminum nægði kannski einn Dan Brown. Bjartur, sem forlag, er að melta það með sér." Spurningin er hins vegar sú hvort Bjartur ætti að leita eftir nýjum Harry Potter nú þegar sú bókasería hefur runnið sinn gang, því einnig væri hægt að spyrja hvort heiminum nægði einn Harry Potter?










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.