Lífið

Gary Glitter í limbói

Gary Glitter í fylgd fangavarða.
Gary Glitter í fylgd fangavarða. MYNd/AP

Breskir miðlar segja nú að barnaníðingurinn og rokkststjarnan fyrrverandi sé nú í alþjóðlegu limbói. Honum var sleppt úr haldi í Víetnam á dögunum og flau þaðan til Tælands en fékk ekki að yfirgefa flugvöllinn. Þarlend stjórnvöld vildu koma honum til Englands eins og hann hafði samþykkt í upphafi en þegar til kastana kom,þvertók hann fyrir það og keypti miða til Hong Kong.

Þegar þangað kom var honum hins vegar neitað um landvistarleyfi og neyddist hann til þess að snúa aftur til Tælands og bíður hann því enn í flugstöðinni í Bangkok.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.