Lífið

Sævari umhugað um námsmenn

Sævar Ciesielski tók til máls á blaðamannafundi á Hótel Borg á sunnudag þegar ný ríkisstjórn kynnti sig til sögunnar. Átti hann síðustu spurningu fundarins og vildi vita hvað hin nýja stjórn hygðist gera í málefnum íslenskra stúdenta erlendis.

Lífið

Kreppa stöðvar Grammy-fara

„Það er mjög dýrt að fara þangað og taka þátt í þessu. Við búum ekki við þannig ástandi hér að við getum leyft okkur neinn munað,“ segir Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníusveitarinnar.

Menning

Draugaslóð tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna

Bókin Draugaslóð eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur hefur verið tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna 2009. Norrænu barnabókaverðlaunin eru veitt af Nordisk skolebibliotekarforening, norrænum samtökum skólasafnskennara, sem Ísland er aðili að og var það Félag fagfólks á skólasöfnum sem tilnefndi Draugaslóð.

Lífið

Ásdís Rán spurð út í Playboy-myndatökur

„Ef þú ert óþekkt er þér boðið að koma í prufutöku þar sem þú þarft að sitja fyrir nakinn. Þetta er oft tekið af sjálfstæðum ljósmyndurum sem eru að reyna að koma stelpum að í Playboy," segir Ásdís. „Eftir að myndirnar eru tilbúnar eru þær sendar fyrir stóra nefnd hjá Playboy og aðeins örfáar sem fá „já" og þeir taka yfirleitt bara inn stelpur frá Bandaríkjunum, nema þær séu stjörnur."

Lífið

Áhyggjur Obama af þyngd Jessicu - myndband

Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru í gær af söngkonunni Jessicu Simpson, 28 ára, og myndbandsbút þar sem forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, gerir athugasemd við frétt um þyngdaraukningu Jessicu á forsíðu US Weekly. Á umræddri forsíðu er forsetinn látinn víkja fyrir mynd af Jessicu. Hér má sjá Obama koma með athugasemd um baráttu Jessicu við aukakílóin.

Lífið

Mistök að klippa á Steingrím

„Það voru augljóslega gerð mistök, sem mér þykir miður og við biðjumst velvirðingar á. Það átti auðvitað ekki að rjúfa miðja ræðu, þótt handboltinn sé góður,“ segir Óðinn Jónsson, fréttastjóri hjá Ríkissjónvarpinu.

Lífið

Lindsay óttaðist að láta lífið á fyrsta farrými

Hin 22 ára Lindsay Lohan ölli mikilli ringulreið þegar hún tók flug flug frá Tampa í Florída á laugardagsmorgun. Allt var upppantað á fyrsta farrými og ekkert pláss fyrir Lohan þar. Farþegum í fluginu var mjög brugðið við lætin í Lindsay, eftir því sem Fox fréttastofan segir frá. Þá þótti það nokkuð hjákátlegt þegar að Lohan bað vinkonu sína um að líta eftir sér ef hún dæi á almenna farrýminu.

Lífið

Fljúgandi ráðherrar

„Ég veit ekki hvort starfið sé góður stökkpallur í pólitík en reynslan nýtist greinilega á fjölbreyttum vettvangi," segir Sigrún Jónsdóttir, forstýra Flugfreyjufélags Íslands, en sú einstaka staða hefur komið upp að það eru ekki bara ein, heldur tvær flugfreyjur sem gegna embætti ráðherra í nýstofnaðari ríkisstjórn.

Lífið

Syngur eftir andlát móður og bróður - myndband

Leik- og söngkonan Jennifer Hudson hefur átt um sárt að binda síðan móðir hennar og bróðir voru skotin til bana á heimili þeirra í október á síðasta ári. Jennifer kom fram opinberlega í fyrsta sinn eftir hörmulegt atvikið í gær á Super Bowl á leik Arizona Cardinals og Pittsburgh Steelers á Raymond James leikvellinum í Tampa á Florída. Sjá og heyra Jennifer Hudson syngja bandaríska þjóðsönginn hér.

Lífið

Íslenskar stjörnusminkur í Britain's Next Top Model

Í þessum töluðu orðum er Huggy ljósmyndari að mynda keppendur í raunveruleikaþættinum Britain´s Next Top Model í Bláa lóninu. Um 30 manns eru á settinu. Fólkið hefur veirð við störf síðan klukkan sjö í morgun. Þar má sjá íslensk fagfólk við störf eins og förðunarfræðingana Þórdísi Þorleifsdóttur, Önnu Rún Frímannsdóttir, Elínu Reynisdóttur og hárgreiðslukonuna Ragnheiði Bjarnadóttur.

Lífið

Samkynhneigður páskabolti í Reykjavík

Alþjóðlegt fótboltamót samkynhneigðra, Iceland Express Cup, verður haldið hér á landi um páskana á vegum íþróttafélags samkynhneigðra karla, St. Styrmir. Þegar hafa átta erlend lið skráð sig, þar á meðal frá Danmörku, Englandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Einnig taka þátt tvö til þrjú lið á vegum Styrmis, auk nýstofnaðs íslensks lesbíuliðs, Lez Jungle, sem mun keppa við erlent lesbíulið.

Lífið

Tómlegt í plötubúðum

Ólöglegt niðurhal hefur sett strik í reikning plötubúða um allan heim. Stórum plötubúðum með mikið og breitt úrval hefur fækkað á meðan litlar sérhæfðar plötubúðir þrauka. Á Íslandi er Skífan í hlutverki risans á meðan búðir eins og Smekkleysa og 12 tónar eru litlu sérhæfðu búðirnar.

Lífið

Vígði danska tónleikahöll

„Þetta er æðislegt hús," segir söngkonan Bryndís Jakobsdóttir, eða Dísa, sem tók nýverið þátt í vígslu nýrrar tónleikahallar danska ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn. Söng hún fyrir framan um 1.500 gesti í 45 mínútur ásamt danska tónlistarmanninum Mads Mouritz og skáldkonunni Hørslev. Var þetta fyrsta tónlistaratriðið á dagskrá og því má segja að Dísa hafi vígt þessa glæsilegu höll með hljómfagurri rödd sinni.

Lífið

Dansarar eru mennskir

Vinsælasta lagið á Íslandi í dag er „Human“ með The Killers frá Las Vegas. Texti lagsins hefur valdið ruglingi og deilum, sérstaklega línan „Are we human or are we dancer?“ – „Erum við mennskir eða erum við dansari?“. Þegar lagið kom út kallaði Entertainment Weekly textann „heimskulegasta texta ársins“ enda „eru flestir dansarar mennskir“. Rolling Stone kallaði línuna „klassíska Killers þvælu“.

Lífið

Fékk ráðherraembætti í afmælisgjöf

Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna var kynnt sem nýr menntamálaráðherra á blaðamannafundi nýrrar ríkisstjórnar fyrir stundu. Þar kom einnig fram að Katrín eryngsti ráðherrann í ríkisstjórninni en hún er 33 ára gömul í dag.

Lífið

Herra heilbrigði gripinn með hasspípu

Sundkappinn Michael Phelps sló flestum öðrum við á Ólympíuleikunum í Peking í sumar. Hann er fjórtánfaldur Ólympíugullverðlaunahafi og sumir myndu segja táknmynd heilbrigðarinnar og mikil fyrirmynd. Breska götublaðið News of the World birtir hinsvegar mynd af Phelps í dag þar sem hann sést reykja hasspípu.

Lífið

Hera Björk hreppti annað sætið

Söngkonan Hera Björk hafnaði í öðru sæti í undankeppni Eurovision í Danmörku í kvöld. Hera söng lagið Someday í úrslitaþættinum í kvöld ásamt fimm manna bakraddakór. Hún vakti mikla athygli og var um tíma spáð sigri. Það var Niels Brinck frá Árósum sem sigraði keppnina, en hann söng lagið Believe Again.

Lífið

Búsáhaldaboogie á NASA í kvöld

Við þurfum hugarfarsbreytingu og róttækar breytingar á meingölluðu valdakerfi okkar sagði Hörður Torfason á 17. fundi Radda fólksins og krafðist þess að forseti Íslands myndaði utanþingsstjórn. Um 2000 manns mættu á sigurhátíð á Austurvelli í dag.

Lífið

Hörð barátta í Eurovision

Í kvöld verður fjórði og síðasti þátturinn í fyrstu umferð Söngvakeppni Sjónvarpsins, þar sem valið verður framlag Íslands í Eurovision söngvakeppnina sem fer fram í Moskvu. Fjögur lög verða flutt í kvöld og meðal þeirra er lagið ROSES, sem er eftir Trausta Bjarnason og flutt af Höllu Vilhjálmsdóttur. Trausti hefur áður komist í úrslit Söngvakeppninnar og var lag hans Þér við hlið í öðru sæti í keppninni árið 2006.

Lífið

15 ára skákmeistari Reykjavíkur

Hinn 15 ára Hjörvar Steinn Grétarsson sigraði á Skeljungsmótinu - Skákþingi Reykjavíkur sem lauk í gær ásamt Þorvarði F. Ólafssyni. Þar sem Þorvarður er hvorki í Reykjavíkurtaflfélagi né Reykvíkingur telst Hjörvar Steinn Grétarsson vera skákmeistari Reykjavíkur.

Lífið

Jón Gerald sendir frá sér fjórða hlutann

Jón Gerald Sullenberger hefur nú sent frá sér fjórða kaflann úr röðinni, Leppar og Leynifélög. Myndböndin hafa vakið nokkra athygli en í orðsendingu frá Jóni segir að takmarkið sé alltaf það sama.

Lífið

Sýning sýninganna frumsýnd í kvöld

Nemendaópera Söngskólans frumsýnir splunkunýjan söngleik í samvinnu við Íslensku óperuna í kvöld klukkan 20. Verkið ber heitið The Show Must Go On! og byggir á tónlist ur þekktum söngleikjum og dægurperlum frá ýmsum heimshornum. Söguþráður og samtöl koma úr smiðju söngvaranna sjálfra. ,,Hér er um að ræða sýningu sýninganna," segir Pétur Oddbergur Heimisson, einn af söngvurunum, í samtali við Vísi og hlær.

Lífið

Gwen og strákarnir - myndir

Eins og meðfylgjandi myndir sýna var söngkonan Gwen Stefani, 39 ára, ásamt sonum hennar, Kingston Rossdale og Zuma Rossdale stödd í almenningsgarði í Kaliforníu. Zuma er 4 mánaða gamall og Kingston rúmlega tveggja ára.

Lífið

Auddi jákvæður og til í alls konar flipp

Ég og Auddi ætlum að stunda mök saman í Portúgal. Ég veit að hann er jákvæður og opinn fyrir öllu. Hann er jákvæður strákur og til í alls konar flipp. Við ætlum að taka gott gott flipp á þetta," segir Störe. Ég, Auddi og fjórir heppnir förum út. En ég og Auddi ætlum að stunda mök saman í Portúgal. Ég veit að hann er jákvæður og opinn fyrir öllu, mjög jákvæður strákur og til í alls konar flipp. Við ætlum að taka gott gott flipp á þetta," segir Störe. Nei, það koma engar stelpur með en við ætlum að sjá hvort þetta verði Kasinó fyrir ellilífeyrisþegana," segir Störe.

Lífið

Í dúndurform á mettíma - myndir

Leikkonan Rebecca Romijn var mynduð á göngu í Kaliforníu. Það sem þykir fréttnæmt er líkami leikkonunnar en hún eignaðist tvíbura í desember með leikaranum Jerrie O´Connell. Þau eignuðust tvíburastelpurnar, Dolly Rebeccu Rose og Charlie Tamara Tulip.

Lífið

Horuð og hamingjusöm - myndir

Líkamsþyngd Angelinu Jolie er áhyggjuefni slúðurmiðla vestan hafs sem halda því fram að hún hafi lést of hratt og of mikið eftir fæðingu tvíburanna. Burtséð frá því er Angelina ánægð með lífið: „Ég veit fátt betra en að sjá Brad vakna á morgnana með börnunum okkar og hvernig að hann hlúir að fjölskyldunni."

Lífið