Lífið

Rock spilar fyrir Kronik

Um fimmtán ár eru liðin síðan hip hop-þátturinn Kronik fór fyrst í loftið og af því tilefni verður slegið til veislu á Tunglinu 28. febrúar. Taktsmiðurinn Pete Rock stígur þar á svið en hann á langan feril að baki í hip hop-bransanum. Rock kom fyrst fram á sjónar-sviðið ásamt félaga sínum CL Smooth og

Tónlist

Góðir möguleikar á Grammy

Meðlimir Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna í ár, bíða nú spenntir eftir afhendingu þeirra í Los Angeles annað kvöld.

Menning

Fjallabræður sigla til Færeyja

Fjallabræður elska systur sínar og bræður í Færeyjum, eru stoltir af að verða fyrst íslenskra hljómsveita skráð á G-festival í ár og hafa gefið Færeyingum lag.

Tónlist

Segir Prinsinn vera leggangasegul

Egill Einarsson betur þekktur sem Störe segist mjög glaður með þær fréttir að knattspyrnumaðurinn Prince Rajcomar sé búinn að skrifa undir hjá KR. Egill og Prince eru mjög góðir vinir eftir að sá síðarnefndi lék með Breiðabliki í Landsbankadeildinni. Egill sem er gallharður bliki er smá súr með að Prinsinn sé kominn í KR og varar eiginmenn í Vesturbænum við kappanum sem hann segir vera leggangasegul.

Lífið

Guðjón Bergmann breytir um nafn

Fyrirtækið Hanuman ehf. var stofnað árið 2004 í kringum starfsemi Guðjóns Bergmann, rithöfundar, fyrirlesara og jógakennara og nefnt í höfuðið á goði úr indverski goðafræði sem táknar hreysti, útsjónarsemi, kraft og orku.

Lífið

Ríkisstjórnin gæddi sér á köku ársins

Stefán Hrafn Sigfússon, verðlaunahafi í keppninni um Köku ársins 2009 afhenti Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, eintak af kökunni í morgun í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Jóhann Felixson, formaður Landssambands bakarameistara en betur þekktur sem bakarameistarinn Jói Fel, óskaði forsætisráðherra velfarnaðar í starfi. Kakan var síðan borin fram á ríkisstjórnarfundi.

Lífið

Tók hvorki myntkörfu-, bílalán né yfirdrátt

„Hjá mér hefur lífið lítið breyst í kreppunni til allrar Guðslukku," svarar Helga Möller söngkona aðspurð hvernig hún tekst á við íslenskar aðstæður í dag. „Ég er ennþá flugfreyja hjá Icelandair og söngkona þess á milli ásamt því að vera fararstjóri í golfferðum fyrir Peter Salmon en að sjálfsögðu finnur maður fyrir hækkandi húsnæðislánum og hækkandi matarverði og öðrum hækkunum." „Ég var allavega mjög heppin að vera búin að venja mig af allskonar óráðsíu. Ég er ekki með bílalán, myntkörfulán eða yfirdrátt. Það eru nokkur ár síðan ég ákvað að snúa þessu við og hefur aldrei liðið betur." „Núna á ég bara fyrir því sem ég er að gera eða bíð þar til ég hef efni á því og svo er annað að maður hefur nú stundum gott af þvi að staldra við og spyrja sig hvort maður vikilega þurfi á þessu og hinu að halda. Svarið er venjulegast nei," segir Helga.

Lífið

Papar neyddir til nafnabreytingar

„Hljómsveitin Papar er ákveðið vörumerki sem maður á hlut í að hafa byggt upp. Einn daginn fór ég að fá símtöl og var spurður hvort ég væri að syngja hér og þar. Ég vissi ekkert hvað var í gangi,“ segir Matthías Matthíasson, kenndur við Papa.

Tónlist

Þurfti að gefa Idol-drauminn upp á bátinn

„Ég átti ekki annarra kosta völ,“ segir Arnar Jónsson sem þurfti að gefa Idol-draum sinn upp á bátinn vegna þátttöku sinnar í Eurovision. „Þeir eru tæknilega séð að svíkja mig,“ bætir hann við og vandar framleiðendum Idol ekki kveðjurnar.

Lífið

Tengdapabbi Gwyneth sár - myndband

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá sjónvarpsviðtal þáttastjórnandans Jonathan Ross við leikkonuna Gwyneth Paltrow. Þar svarar Jonathan eftir að Gwyneth spyr hvort hann er að reyna við sig. Svarið fór fyrir brjóstið á tengdapabba leikkonunnar sem í kjölfarið sendi frá sér fréttatilkynningu um að Johathan hafi móðgað hana og tengdapabba.

Lífið

Lyftuvörður fer með ljóð fyrir skíðagesti

„Þetta mælist svo vel fyrir að fólk er farið að rukka mig um ljóðin," segir Ísleifur Friðriksson, lyftuvörður í Bláfjöllum sem hefur tekið upp á þeirri nýlundu að lesa ljóð fyrir gesti í röðinni að stólalyftunni. Kveðskapurinn, sem er lesinn upp í frostinu, er jafn fjölbreyttur og hann er margur - Ísleifur les allt frá Passíusálmunum yfir í eigin kveðskap.

Lífið

Skoðaði Playboy 10 ára - myndband

„Þetta er búið að vera draumur hjá mér síðan ég var pínulítil. Ég skoðaði Playboy þegar ég var tíu ára," segir Ornella meðal annars í viðtali við Ísland í dag. „Ég byrjaði bara í þessu þegar ég var 15 ára en ekkert alvarlega mikið. Árið 2007 byrjaði ég að fara út og vann í Bandaríkjunum og kynntist þessu liðið. Þar er alls konar lið að vinna í kringum þetta," segir Ornella.

Lífið

Popplandsliðið minnist Rúnars

Synir Rúnars Júlíussonar skipuleggja nú stórtónleika í Laugardalshöll þar sem íslenska popplandsliðinu mun minnast fallins félaga. Lögin sem Rúnar söng verða flutt af stjörnum eins og Páli Óskari, KK og Björgvini Halldórssyni og hljómsveitum eins og Sálinni hans Jóns míns og Hjálmum.

Tónlist

Gleðigjafar mannfólksins

Þrjár hundamyndir verða frumsýndar hérlendis á næstunni og verður gaman að sjá hvort Íslendingar séu jafnspenntir fyrir þessum loðnu ferfætlingum og bandarísku kvikmyndagestirnir voru.

Bíó og sjónvarp

Skrítnar stelpur á kvikmyndahátíð

Listahópurinn Weird Girls Project verður áberandi á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Northern Wave Festival sem verður haldin á Grundafirði í annað sinn í lok febrúar.

Menning

Veðurguðirnir enda með plötu

„Ég get nú ekki sagt að Idol hafi hjálpað mér mikið. Ég þurfti eiginlega að vinna mig út úr því. Menn komu til mín steinhissa eftir gigg og sögðu: Þetta var helvíti gott hjá þér, varst þú ekki í Idol? Eftir Idol gerðu eiginlega allir þær kröfur til manns að maður væri alveg vonlaus,“ segir Ingó í Veðurguðunum.

Tónlist

Minningartónleikar um Rúnar

Minningartónleikar um Rúnar Júlíusson verða haldnir í Laugardalshöllinni 2. maí. Synir Rúnars, þeir Baldur og Júlíus, sjá um skipulagninguna í samvinnu við Bravo. Flestir forkólfar íslenskrar dægurlagamenningar hafa boðað komu sína.

Tónlist

Gaf út smáskífu í Danmörku

Akureyrski tónlistarmaðurinn Rúnar Eff gaf nýverið út sína fyrstu smáskífu í Danmörku. Á henni er Aha-lagið Take on Me og You, sem bæði eru á fyrstu sólóplötu hans Farg.

Tónlist

Syngur eigið lag í Sesame

Breski grínistinn Ricky Gervais ætlar að koma fram í bandaríska barnaþættinum Sesame Street. Í þættinum, sem verður tekinn upp í New York í næsta mánuði, mun Gervais syngja eigið lag með hjálp rauða skrímslisins Elmo.

Tónlist

Al Pacino til liðs við Shakespeare

Al Pacino hyggst bregða sér í líki Lés konungs, eins af þekktustu persónum Williams Shakespeare. Í þessu sígilda leikriti er sagt frá konungi sem þarf að skipta upp ríkidæmi sínu á milli þriggja dætra sinna.

Bíó og sjónvarp

Þrjár mínútur skipta öllu

Það kemur í ljós á laugardaginn eftir rúmlega viku hvaða lag verður Euro­vision-framlag Íslands í ár. Átta lög eru komin í úrslit eftir snarpa keppni. Hvaða lag er sigurstranglegast? Keppendur síðasta árs spáðu í spilin. „Þetta er alltaf eins, góð lög og svo nokkur örlítið slappari. Það er mikið af nýjum flytjendum núna, sem mér finnst gott.

Tónlist

Tvær með átján tilnefningar

The Curious Case of Benjamin Button og The Reader státa samanlagt af átján Óskarstilnefningum, þar á meðal sem besta kvikmyndin og besti leikstjórinn. Þær verða báðar frumsýndar á morgun auk gamanmyndarinnar Bride Wars.

Bíó og sjónvarp

Dóttir Geirs vonar að allt fari vel

„Þetta eru búnir að vera sérstakir tímar og mikið álag á fjölskyldunni og þessi veikindi pabba hafa bæst ofan á það," svarar Helga Lára Haarde þegar Vísir spyr hana út í lífið og tilveruna eftir að faðir hennar, Geir H. Haarde, greindist með illkynja æxli í vélinda.

Lífið

Keppum ekki til að drulla á okkur

„Við tókum frí um helgina og erum að byrja að æfa atriðið á fullu því við ætlum að gera það flottara og betra," svarar Hildur Magnúsdóttir söngkona í stelpnahljómsveitinni Elektru sem komst í úrslit Júróvisjón með lagið Got no love eftir Örlyg Smára. „Ég og Rakel hringdum í stelpurnar í bandinu. Það voru ekki margar stelpur sem við vissum um á Íslandi sem væru að spila. Júróvisjón varð til þess. Við vorum alltaf með þessa hugmynd í kollinum. Og þær tóku allar vel í þetta," segir Hildur aðspurð hvernig bandið varð til.

Lífið

Íslenskur fréttamaður yfirheyrður á SKY

Guðjón Helgason fréttamaður Stöðvar 2 birtist Bretum á sjónvarpsstöðinni SKY rétt í þessu. Vísir spurði Guðjón hvað breska sjónvarpsstöðin var að falast eftir. Um stöðuna hjá Baugi," svarar Guðjón og bætir við: Í ljósi greiðslustöðvunarinnar í dag og í framhaldinu spurðu þeir um stöðuna í íslensku efnahagslífi og nýja ríkisstjórn Íslands," segir Guðjón.

Lífið

Ísland lendir í Stephen Colbert - myndband

Grínistinn Stephen Colbert sem er með þáttinn Colbert Nation á bandarísku sjónvarpsstöðinni Comedy Central stappaði stálinu í samlanda sína á dögunum með því að segja að ástandið gæti verið verra, eins og á Íslandi. Hann segir meðal annars að ástandið sé svo slæmt á Íslandi að eina leiðin til þess að að eiga góða stund sé að kaupa flugmiða til Noregs.

Lífið

Britain´s Next Top Model í Bláa lóninu - myndband

Ljósmyndarinn Huggy Ragnarsson er einn af dómurum í sjónvarpsþættinum Britan´s Next Top Model. Meðfylgjandi má sjá þegar Ísland í dag hitti Huggy í Bláa lóninu í fyrradag sem hafði veg og vanda af því að því að mynda fyrir þáttinn hér á landi. Þrátt fyrir að mikil leynd hvílir yfir tökunum fékk Ísland í dag að ræða stuttlega við Huggy. Einnig má sjá Önnu Rún Frímannsdóttur sem sá um að farða fyrirsæturnar.

Lífið