Lífið

Menningarverðlaun DV veitt

Mannfreð Vilhjálmsson arkitekt hlaut heiðursverðlaunin hlaut á Menningarverðlaunum DV sem afhent voru í dag. Verðlaunin fær Manfreð fyrir frábært framlag sitt til íslenskrar arkitektar. Menningarverðlaun DV eru árlegur viðburður þar sem veitt eru verðlaun fyrir einstakt framlag

Menning

Íslenskur klæðskiptingur opnar sig

Lífshlaup listamannsins Þórs Stiefel, eða Tóru Viktoriu sem kom endanlega út úr skápnum sem klæðskiptingur fyrir ári síðan verður tekið fyrir í sjónvarpsþættinum Ísland í dag í kvöld strax að loknum fréttum Stöðvar 2. Þar lýsir hann meðal annars sjálfum sér sem kynvilltum, og segir mun á kynjunum vera tilbúning þjóðfélagsins.

Lífið

Selma gerir meiri kröfur

„Á föstudaginn verðum við dómararnir viðstaddir æfingu og rifjum upp hvað hver keppandi hefur gert. Svo er mikilvægt á föstudagskvöldið að keppendur taki framförum og skili stemningunni heim í stofu. Það er mikið atriði að keppendur velji rétt lag," segir Selma Björnsdóttir Idol-dómari sem er farin að hlakka mikið til kvöldsins.

Lífið

Auddi og Sveppi sérpantaðir til Svíþjóðar

„Já, ég bjó úti í Svíþjóð í eitt ár þegar ég var 11 ára og tala smá sænsku,“ fullyrðir Auddi en rekur svo í vörðurnar þegar Sveppi biður hann um að tala sænsku. „Åh, vi skal gå til Sverige und...“ – „Und? Er það ekki þýska?“ spyr Sveppi sem segist hafa komið til Svíþjóðar áður, til að keppa í fótbolta á sínum yngri árum.

Lífið

Brjálað að gera hjá Ungfrú Reykjavík

„Þetta er bara ótrúlega gaman og ég er rosalega hamingjusöm. Þetta er fyrir mér ævintýri," svarar Magdalena Dubik sem var valin Ungfrú Reykjavík á Broadway síðustu helgi aðspurð hvernig tilfinning er að vera Ungfrú Reykjavík. „Nú tekur við undirbúningur fyrir Ungfrú Ísland keppnina en ég held áfram öllu eins og skólanum og spila á fiðluna. Það er alveg meira en nóg að gera," segir Magdalega þegar talið berst að því hvað hún er að brasa þessa dagana. Verður þú líka í sama kjólnum í Ungfrú Ísland

Lífið

Margrét Helga í einleik

Annað kvöld heldur áfram einleikssyrpa í Borgarleikhúsinu sem hófst fyrir fáum vikum með frumsýningu á Sannleika Péturs Jóhanns. Nú kemur Margrét Helga Jóhannsdóttir fram í einleik, en nú eru liðnir tveir áratugir síðan hún sló í gegn á Litla sviði Borgarleikhússins í Sigrúnu Ástrósu.

Menning

Sveitarstjóri og læknir eru Ekkiþjóðin

„Ekkiþjóðin heitir bandið. Skrifað svona. Ekkiþjóðin," segir Grímur Atlason sveitarstjóri. Hann ásamt félögum sínum, Lýði Árnasyni lækni og Hrólfi Vagnssyni, sem sér um að réttir tónstigar séu farnir, voru við upptökur á nýrri plötu sem gefa á út fljótlega í orðsins fyllstu merkingu.

Menning

Smáfuglar vinna í Grundarfirði

Um síðustu helgi fór fram í annað sinn kvikmynda- og menningarhátíðin Northern Wave í Grundarfirði. Um 200 manns sóttu hátíðina heim, bæði erlendir gestir sem og heimafólk og var öll gistiaðstaða í Grundarfirði fullbókuð um helgina en bærinn býr bæði að hóteli og farfuglaheimili.

Menning

GusGus með tónleika

GusGus heldur sína fyrstu tónleika á árinu á Nasa 20. mars. Hljómsveitin spilaði síðast hér á landi á Iceland Airwaves-hátíðinni við fínar undirtektir.

Tónlist

Karnival dýranna

Á laugardag kl. 13 verða barna- og fjölskyldutónleikar í Salnum í Kópavogi þar sem flutt verður verkið Karnival dýranna eftir Camille Saint-Saëns. Verkið er víðkunnugt, eins konar tónlistardýragarður þar sem leikari og hljóðfæraleikarar sameinast og skapa heim sem auðvelt er fyrir unga sem aldna að lifa sig inn í.

Tónlist

Hjaltalín spilar á Hróarskeldu

„Okkur finnst þetta auðvitað æðislega gaman. Ég hef sjálf aldrei farið og var eiginlega búin að ímynda mér að ég myndi ekki fara úr þessu,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona í Hjaltalín. Hljómsveitin hefur verið bókuð til að koma fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í sumar.

Tónlist

Skrifar ævisögu Villa Vill

„Ég fór með þessa hugmynd til þeirra og átti allt eins von á því að þeir vildu finna einhvern þekktan rithöfund í þetta verkefni. Og ég hefði kyngt þeim rökum. En maður hefur svo sem séð þekkta rithöfunda skrifa um bransann og fundist það uppskrúfað og skrítið," segir Jón Ólafsson

Menning

Spila á leikvöngum

Hljómsveitin U2 hyggur á umfangsmikla tónleikaferð um Bandaríkin á þessu ári þar sem hún mun spila á íþróttaleikvöngum. Þetta verður í fyrsta sinn síðan í PopMart-tónleikaferðinni árið 1997 sem U2 fer í slíka ferð um Bandaríkin.

Tónlist

Ríkisstjórnin fékk afhent bindi

Forstjóri Krabbameinsfélagsins, Guðrún Agnarsdóttir, afhenti ráðherrum í ríkisstjórn Íslands slaufur og þrílit bindi í litum átaksins „Karlmenn og krabbamein - lífsstíll, heilsa og mataræði" í morgun. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók við gjöfinni. Hún þakkaði vel fyrir og hrósaði Krabbameinsfélaginu fyrir þarft átak.

Lífið

Kynlífsfyrirlestur þjappar konum saman

„Þetta er hluti af fyrirlestraröð sem Baðhúsið býður öllum konum á, segir Linda Pétursdóttir og tekur fram að fyrirlestrarnir eru ókeypis. „Næsti fyrirlesturinn er um „konur og kynlíf" og Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur heldur hann." „Þetta er gert svona til að bjóða okkar viðskiptavinum upp á góða og fjölbreytta þjónustu og til að þjappa konunum saman nú í kreppunni." „Fínt að taka frá kvöldstund fyrir sig sjálfan, tekur rétt um klukkutíma, og eiga skemmtilega kvöldstund með kynsystrum sínum." Sjá meira hér.

Lífið

Léttklædd syngjandi Britney - myndband

Söngkonan Britney Spears hefur gert samstarfssamning við Candie's fataframleiðandann. „Ég er virkilega spennt að fá að vera andlit Candie's. Línan þeirra gerir svo mikið fyrir tónleikaferðina mína. Fötin eru æðisleg og fylgihlutirnir líka," segir Britney.

Lífið

Oasis aflýsir Kínaferð

Rokkararnir í Oasis hafa aflýst fyrirhugaðri tónleikaferð til Kína í apríl sem hefði orðið sú fyrsta á ferli hljómsveitarinnar. Engar útskýringar hafa verið gefnar á þessari ákvörðun.

Tónlist

Andóf þversögn

Hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands heldur áfram með fyrirlestri Jóns Ólafssonar heimspekings kl. 12.05 í dag í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Erindið ber yfirskriftina Hvað er andóf?

Menning

Eddy Murphy getur bjargað ferlinum fyrir horn

Eddie Murphy fær enn eitt tækifærið til að bjarga kvikmyndaferlinum fyrir horn þegar að hann mun takast á við hlutverk Richards Pryor í ævisögu um þann geðþekka leikara sem lést fyrir fáeinum árum.

Lífið

Tárvot Amy - myndir

Breska söngkonan Amy Winehouse, 25 ára, var mynduð á Gatwick flugvellinum í Lundúnum nýkomin frá Barbados í gær, sunnudag. Ástæðan fyrir að Amy flaug til Bretlands er að hún vill sættast við eiginmanninn, Blake Fielder-Civil, og bæta sambandið

Lífið

Francisca Mwansa: kynnist Íslandi í gegnum strætórúðuna

Sama hvernig heimurinn velkist þá er eitt á hreinu: Francisca Mwansa, kátasta kassadama landsins, verður brosandi þegar hún afgreiðir þig næst í Bónus úti á Granda. Glaðværð hennar og vinsemd hefur vakið verðskuldaða athygli. „Maður fer alltaf í röðina hjá henni þótt það sé styttri röð annars staðar. Hún er alltaf svo glöð,“ segir eldri maður. Hann er ekki einn um þessa skoðun.

Lífið

Saman á skjánum

Þáttastjórnendur America's Got Talent hafa ákveðið að láta kynninn Jerry Springer víkja fyrir eiginmanni Mariuh Carey, Nick Cannon. Samkvæmt heimildum bandaríska tímaritsins In Touch tókst Cannon, sem er bæði leikari og rappari, að heilla stjórnendur þáttarins með því að fá eiginkonu sína til að koma þar fram sem gestadómari.

Lífið

Coldplay seldi mest

Nýjasta plata Coldplay „Viva La Vida Or Death And All His Friends“ hefur opinberlega verið útnefnd mest selda plata síðasta árs af Alþjóðlega bandalagi hljómplötuiðnaðarins. Þessi fjórða plata sveitarinnar seldist í 6,8 milljónum eintaka í heiminum öllum.

Lífið

Stökk inn í aðalhlutverkið

Rokkóperan !Hero verður frumsýnd í Loftkastalanum á föstudagskvöld. Fyrrum Luxor-söngvarinn Sigursveinn Þór Árnason fer með aðalhlutverkið en hann tók óvænt við því af félaga sínum úr strákasveitinni sálugu.

Lífið

Ný plata frá Manics

Níunda plata velska rokktríósins Manic Street Preachers kemur út í maí og heitir Journal For Plague Lovers. Á plötunni verða nokkrir textar eftir Richey Edwards, fjórða meðliminn, sem hvarf árið 1995. Hann var úrskurðaður látinn í fyrra. „Við erum æstir, kvíðnir, stoltir og hræddir eins og vanalega, en getum ekki beðið eftir að fólk fái að heyra plötuna,“ skrifar Nicky Wire bassaleikari á heimasíðu sveitarinnar.

Lífið

Ciesielski segir sig úr Framsókn

„Nei, þeir vilja ekki setja mig á lista. Þannig að ég fór í Framsóknarflokkinn til að segja mig úr honum aftur. Þeir skilja ekki út á hvað þetta gengur,“ segir Sævar Ciesielski.

Lífið

Týndur sonur Johns Deacon

„Þetta er ótrúleg tilviljun,“ segir bassaleikarinn Róbert Dan Bergmundsson sem spilar á Queen-tónleikum í Fífunni 12. mars ásamt Magna og kór Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Lífið