Lífið Poppstjarna opnar fiskbúð „Við munum einhenda okkur í að fá vínveitingaleyfið hið fyrsta. Svo maður þurfi nú ekki að vera hér edrú alla daga. Það hefur aldrei farið mér mjög vel að vera alveg edrú. Mjúkur er ég langbestur,“ segir Ragnar Gunnarsson, öðru nafni Raggi Sót í Skriðjöklunum. Lífið 2.5.2009 05:00 Pólskur sjónvarpskokkur tekur upp efni á Íslandi „Þú getur spurt hvaða Pólverja sem er um Robert, það þekkja hann allir," segir Michal Gierwatowski, vararæðismaður Póllands, um pólska sjónvarpskokkinn Robert Maklowicz. Hann er nú staddur hér á landi í tengslum við pólska daga og hefur hannað pólskan matseðil fyrir Brasserie Grand auk þess sem hann tekur upp þrjá þætti fyrir sjónvarpsseríu sína. Lífið 2.5.2009 04:00 Þéttleikinn enn til staðar Rokksveitin Foreign Monkeys frá Vestmannaeyjum sem vann Músíktilraunir 2006 hefur gefið út sína fyrstu plötu. Þétt og kraftmikil spilamennska einkennir plötuna. Lífið 2.5.2009 03:00 Guy Ritchie fær strákana í þrjá mánuði Breski kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritchie og bandaríska poppdívan Madonna hafa náð samkomulagi um að strákarnir þeirra, hinn átta ára gamli Rocco og hinn fjögurra ára gamli David Banda, verði hjá honum yfir sumartímann. Madonna er að halda í tónleikaferðalag um Evrópu og sættist á þau rök fyrrverandi eiginmanns síns að skynsamlegast væri fyrir strákana að vera hjá pabba sínum í stað þess að vera á stanslausum þvælingi. Lífið 2.5.2009 02:30 Myndband af Susan Boyle syngjandi á yngri árum Breska götublaðið Daily Record hefur grafið upp 25 ára gamalt myndband af piparjónkunni Susan Boyle sem hefur brætt hjörtu breskra sjónvarpsáhorfenda með söng sínum. Boyle kom öllum á óvart þegar hún mætti í hæfileikaþáttinn Britains Got Talent og hóf upp engilfagra raust sína sem sumir vilja meina að passi illa við annars ósköp venjulegt útlitið. Lífið 1.5.2009 18:30 Lindsey skellti sér á brimbretti Ungstirnið Lindsey Lohan, sem nú jafnar sig á sambandsslitum hennar og plötusnúðsins Samönthu Ronson, brá sér á brimbretti á Hawaii í gær. Eins og sjá má á myndinni er Lindsey liðtæk á brettinu en hún mun vera í eyjunni í fylgd með yngri systur sinni. Áður en hún skrapp til Hawaii sagði Lindsey í viðtali við Ellen DeGeneres að þær Samantha væru enn góðar vinkonur. Lífið 1.5.2009 17:22 Sirkus Britney kemur til Evrópu Poppgyðjan Britney Spears hefur ákveðið að framlengja tónleikaferð sína Circus og mun hún koma fram á tólf tónleikum í Evrópu í sumar. Evrópuferðin hefst þann 19 júní í Dublin á Írlandi og síðan fer hún til Frakklands, Belgíu, Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands, Rússlands, Póllands og Berlínar. Þar lýkur túrnum þann 26. júlí í Berlín, fyrir þá sem hafa áhuga á því að skella sér út til að virða fyrirbærið fyrir sér með eigin augum. Lífið 1.5.2009 15:11 Fyrsti þáttur Hringfaranna á netið í dag Þættirnir Hringfararnir, eða Circledrawers í leikstjórn Ólafs Jóhannessonar hefja göngu sína í dag, 1. maí á veraldarvefnum. Um er að ræða fyrstu íslensku vefþáttaseríuna sem frumsýnd er á internetinu, öllum opið til áhorfs. Í tilkynningu frá framleiðanda kemur fram að þættirnir eru níu talsins og eru þeir frumsýndir með viku millibili og eru sniðnir að bandarískri fyrirmynd um vefþætti. Lífið 1.5.2009 13:39 Dæmdur fyrir að ofsækja Tyru Banks Tæplega fertugur karlmaður frá Georgíufylki í Bandaríkjunum var í dag dæmdur fyrir ofsækja súpermódelið Tyru Banks. Maðurinn, sem heitir Brady Green hafði fullyrt við lögregluna að hann og Tyra ættu í ástarsambandi. Lögreglan taldi skýringar hans ekki trúanlegar enda hafði Tyra sagt að hún væri hrædd við hann. Maðurinn gæti átt fyri höfði sér allt að níutíu daga fangelsi en refsing mannsins verður ekki ákveðin fyrr en 18. júní. Lífið 30.4.2009 19:50 Ingó í IDOL - myndir „Þetta kemur aldrei almennilega í ljós fyrr en þetta er búið," svarar Ingó söngvari aðspurður um keppendurna sem standa eftir í Idol stjörnuleit en hann var gestur þáttarins síðasta föstudag. „Það er alltaf erfiðara að koma fram í þáttunum en raunveruleikanum. Það kemur allt í ljós með þessa krakka seinna því þau eiga öll möguleika á að gera eitthvað í sínum tónlistarferli - ef þau hafa áhuga," segir Ingó og bætir við: „Þetta er hörkuvinna." Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru í Smáralind síðasta föstudag. Lífið 30.4.2009 12:51 Top Gun gyðja er lesbía Leikkonan Kelly McGillis, 51 árs, hefur staðfest að hún er lesbía. Kelly, sem hlaut heimsfrægð þegar hún lék á móti Tom Cruise í kvikmyndinni Top Gun, hefur undanfarin ár verið á síðum slúðurmiðla þar sem því var oftar en ekki haldið fram að hún væri samkynhneigð. Kelly kom út úr skápnum og játaði kynhneigð sína á vefsíðunni SheWired.com. Lífið 30.4.2009 12:26 Penn sækir um skilnað Sean Penn hefur óskað eftir skilnaði frá eiginkonu sinni til þrettán ára, Robin Wright Penn. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem parið fer þessa leið en að þessu sinni virðist leikaranum vera full alvara. Hann ku hafa lagt inn beiðni til dómsyfirvalda og er því málið komið í þar til gerðan farveg. Lífið 30.4.2009 09:00 Scarlett með bestu brjóstin Menn finna sér ýmislegt til dundurs á tímum svína-flensu og efnahagshruns. Sjónvarpsþátturinn Access Hollywood efndi nýlega til könnunar um hvaða Hollywood-stjarna skartaði myndarlegasta barminum. Lífið 30.4.2009 08:30 Innhverf íhugun Lynch til bjargar Íslandi í kreppu Lynch hefur að eigin sögn stundað innhverfa íhugun frá árinu 1973. Á síðari árum hefur hann einbeitt sér að því að kynna þessa hugleiðslutækni fyrir öllum heiminum, flogið heimshornanna á milli og flutt fagnaðarerindið. Heimildarmynd um ferðir hans er í vinnslu og hann útilokar ekki að Íslandsheimsóknin rati þar inn. Lífið 30.4.2009 08:00 Fótboltakappi gerist rappari Fótboltakappinn Daníel Hjaltason stígur fram á sjónarsviðið sem rappari í fyrsta sinn á föstudagskvöld þegar haldnir verða tónleikar á Sódómu Reykjavík undir yfirskriftinni „Verkalýðs-Hiphop“. Lífið 30.4.2009 07:00 Nostalgía fyrir Britpoppara Britpop-aðdáendur geta merkt við 8. júní á dagatölunum sínum og farið að hlakka til. Þá verður gefinn út þriggja diska safndiskur, Common People. The Britpop Story, með flestum af þekktustu hljómsveitum þessa eftirminnilega tímabils. Lífið 30.4.2009 06:30 Hundraðasta myndin í bígerð Hasarhetjan Jackie Chan er með sína hundruðustu kvikmynd í bígerð. Myndin nefnist Chinese Zodiac og ætlar Chan að leikstýra henni ásamt Stanley Tong, sem leikstýrði honum á sínum tíma í Rumble in the Bronx. Chan, sem er 55 ára, er þessa dagana að ljúka við Hollywood-myndina The Spy Next Door, þar sem Magnús Scheving leikur á móti honum, og einnig hina kínversku Big Soldier. Eftir að framleiðslu þeirra lýkur er röðin komin að Chinese Zodiac, sem verður tekin upp í Kína, Austurríki og í Frakklandi. Chan hefur einnig verið í viðræðum um að leika Hr. Miyagi í endurgerð The Karate Kid frá árinu 1984. Lífið 30.4.2009 06:15 Íslendingar í borg englanna Margt var um manninn í kynningarpartíi fyrir íslenska tónlist sem var haldið í Los Angeles á dögunum. Partíið þótti heppnast einkar vel og mynduðust góð tengsl sem vafalítið eiga eftir að nýtast vel í framtíðinni. Um kokkteilboð var að ræða sem var ætlað að koma íslenskri tónlist að í bandarískum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Gestgjafi var Lanette Phillips, sem var viðstödd ráðstefnuna You Are In Control í Reykjavík síðasta haust. Lífið 30.4.2009 05:15 Eiga von á tvíburum Sarah Jessica Parker, stjarna Beðmála í borginni, á von á tvíburum með manni sínum, Matthew Broderick. Leikkonan, sem er 44 ára, gengur þó ekki sjálf með börnin tvö heldur leigumóðir. Parker og Broderick eiga saman sex ára gamlan strák og hafa mikið reynt að fjölga mannkyninu en með litlum árangri. Lífið 30.4.2009 05:00 Högni með nýja plötu Færeyski tónlistarmaðurinn Högni Lisberg hefur gefið út plötuna Haré! Haré!. Platan hefur fengið mikið lof í færeyskum og dönskum fjölmiðlum og þykir hann hafa fundið sinn tón með þessari þriðju plötu sinni. Lífið 30.4.2009 05:00 Kynþokkafullur úlfamaður Ástralski hjartaknúsarinn Hugh Jackman leikur aðalhlutverkið í hasar-myndinni X-Men Origins: Wolverine sem er nýkomin í bíó. Lífið 30.4.2009 04:45 Gervais í Flanimals Þrívíddarteiknimyndin Flanimals, sem er byggð á barnabókum grínistans Ricky Gervais, er í undirbúningi. Gervais mun einnig tala fyrir aðalpersónuna. Handritshöfundur verður Matt Selman sem hefur skrifað fyrir The Simpsons-þættina. Lífið 30.4.2009 04:30 Umdeildur Iggy Pop Rokkarinn Iggy Pop hefur alltaf verið á milli tannanna á fólki og jafnan vakið deilur. Nú er hann enn og aftur kominn í fréttirnar en að þessu sinni af óvenjulegu tilefni. Iggy birtist fyrr á þessu ári, öllum að óvörum, sem andlit auglýsingaherferðar breska tryggingafyrirtækisins SwiftCover.com. Lífið 30.4.2009 04:00 Creed snýr aftur Einhver umdeildasta hljómsveit síðari tíma, Creed, hefur ákveðið að koma saman aftur eftir fimm ára hlé. Creed hefur alltaf átt sér sterkan aðdáendahóp, þar á meðal hér á landi, en óhætt er að fullyrða að jafn stór hópur teljist vart til aðdáenda. Sumir ganga meira að segja svo langt að lýsa yfir hreinu hatri á Creed. Lífið 30.4.2009 04:00 Ennþá ferskir eftir öll þessi ár Það er engan bilbug að finna á ensku þremenningunum í Depeche Mode, en á dögunum sendu þeir frá sér sína tólftu hljóðversplötu, Sounds of the Universe. Trausti Júlíusson tékkaði á þessu lífseiga rafpoppbandi. Lífið 30.4.2009 03:45 Nýtt frá Wilco Sjöunda plata hljómsveitarinnar Wilco er væntanleg í búðir í lok júní. Platan kallast einfaldlega „Wilco (The Album)“ og á henni verða ellefu lög, þar á meðal „Wilco (The Song)“. Söngkonan Feist syngur í einu lagi plötunnar. Lífið 30.4.2009 03:30 Leggjalöng Le Bon - myndir Á meðfylgjandi myndum má sjá 19 ára Amber Le Bon í stuttum Moschino satín kjól. Amber, sem er dóttir Simon Le Bon, 49 ára, söngvara Duran Duran og ofurfyrirsætunnar Yasmin Le Bon, 43 ára, á ekki langt að sækja langa leggina. Ef myndirnar af mæðgunum sem teknar voru Chanel tískusýningu árið 1991 og síðasta mánudag má greinilega sjá hvað hún líkist móður sinni. Lífið 29.4.2009 15:26 Ella Dís fær loksins hjálp frá ríkinu Vísir hafði samband við mömmu Ellu Dísar, Rögnu Erlendsdóttur, og nýtt stuðningsforeldri Ellu Dísar, Sylvíu Rún Idolkeppanda sem féll úr keppninni síðasta föstudag. „Við erum loksins búin að fá í gegn hjálp frá ríkinu að fá borgað fyrir starfsmann. Þetta var algjör hausverkur eins og allt sem kemur að ríkishjálp,“ segir Ragna þakklát fyrir styrkinn. „Þetta er bara æðislegt. Sylvía Rún kemur um hádegið og er að hjálpa mér að hafa ofan af fyrir Ellu Dís. Hún syngur og les fyrir hana og sér til þess að munnurinn og kokið fylllist ekki af slími því Ella Dís getur ekki andað. Hún notast enn við öndurnaraðstöðu," segir Ragnar. Sylvía hjálpar mikið „Svo þarf að hreyfa hana og þetta er bara almenn umönnun því Ella Dís getur ekki hreyft sig. Sylvía hjálpar mér við að hafa ofan af fyrir henni gefa henni næringu og skipta á henni. Það sem þarf að gera á hverjum degi,“ segir Ragna sem eignaðist aðra stúlku 18. febrúar síðastliðinn. „Ég eignaðist litla stelpu 18. febrúar. Hún heitir Mia. Það gengur mjög vel. Brjálað að gera. Þess vegna þurfti ég að leita að aðstoðarmanneskju. „Sylvía er alveg rosalega dugleg. Það var líka æðislegt að þekkja hana fyrir en við erum báðar frá Grundarfirði." Sá auglýst eftir hjálp fyrir Ellu Dís „Ég sá auglýsingu á job.is og hafði samband við Rögnu. Það gengur mjög vel og Ella Dís hefur það bara ágætt,“ svara Sylvía aðspurð hvernig það kom til að hún gerðist stuðningsforeldri Ellu Dísar. „Ég er félagsskapur fyrir Ellu. Ég syng fyrir hana og aðstoða hana að fara upp í rúm og þess háttar. Annars er ég stuðningsfulltrúi með annan strák eina helgi í mánuði. Hann er ekki mikið veikur eins og Ella Dís,“ segir Sylvía sem er barnlaus. Idolið „Það er skrýtið að vera dottin út og líka af því að ég hef fengið gott fídbakk eins og: „Þú átti ekki eftir að detta út!" - þessi fílingur. En ég ætla ekki að hætta að syngja. Ekki séns," segir Sylvía áður en kvatt er. Lífið 29.4.2009 12:48 Aldrei fleiri sköllóttir á þingi Enginn sköllóttur datt út af þingi í kjölfar kosninga en bættist hins vegar góður liðsauki: Þráinn Bertelsson (O), Þór Saari (O) og Tryggvi Þór Herbertsson (D). Fyrir voru þeir Kristján Möller (S), Jón Bjarnason (Vg), Atli Gíslason (Vg) og Steingrímur J. Sigfússon (Vg). Þessi staðreynd leggst ákaflega vel í förðunarfræðing fræga fólksins, Karl Berndsen, sem sjálfur er sköllóttur og er með sérstakan tískuþátt á Skjáeinum. Fréttablaðið bað hann um að rýna með sér í táknmál tískunnar og Karl segir þetta fyrst og fremst tákn um karlmennsku. Lífið 29.4.2009 07:30 Grey"s-stjarna í íslensku boði Eric Dane, sem leikur Dr. Mark Sloan í læknaþáttunum Grey"s Anatomy, var á meðal 250 gesta í kynningarpartíi fyrir íslenska tónlist sem var haldið í Los Angeles um síðustu helgi. Um kokkteilboð var að ræða sem fór fram á heimili Lanette Phillips, eins virtasta framleiðanda tónlistarmyndbanda í heiminum, sem sótti tónlistarráðstefnuna You Are In Control í Reykjavík í fyrra. Lífið 29.4.2009 07:00 « ‹ ›
Poppstjarna opnar fiskbúð „Við munum einhenda okkur í að fá vínveitingaleyfið hið fyrsta. Svo maður þurfi nú ekki að vera hér edrú alla daga. Það hefur aldrei farið mér mjög vel að vera alveg edrú. Mjúkur er ég langbestur,“ segir Ragnar Gunnarsson, öðru nafni Raggi Sót í Skriðjöklunum. Lífið 2.5.2009 05:00
Pólskur sjónvarpskokkur tekur upp efni á Íslandi „Þú getur spurt hvaða Pólverja sem er um Robert, það þekkja hann allir," segir Michal Gierwatowski, vararæðismaður Póllands, um pólska sjónvarpskokkinn Robert Maklowicz. Hann er nú staddur hér á landi í tengslum við pólska daga og hefur hannað pólskan matseðil fyrir Brasserie Grand auk þess sem hann tekur upp þrjá þætti fyrir sjónvarpsseríu sína. Lífið 2.5.2009 04:00
Þéttleikinn enn til staðar Rokksveitin Foreign Monkeys frá Vestmannaeyjum sem vann Músíktilraunir 2006 hefur gefið út sína fyrstu plötu. Þétt og kraftmikil spilamennska einkennir plötuna. Lífið 2.5.2009 03:00
Guy Ritchie fær strákana í þrjá mánuði Breski kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritchie og bandaríska poppdívan Madonna hafa náð samkomulagi um að strákarnir þeirra, hinn átta ára gamli Rocco og hinn fjögurra ára gamli David Banda, verði hjá honum yfir sumartímann. Madonna er að halda í tónleikaferðalag um Evrópu og sættist á þau rök fyrrverandi eiginmanns síns að skynsamlegast væri fyrir strákana að vera hjá pabba sínum í stað þess að vera á stanslausum þvælingi. Lífið 2.5.2009 02:30
Myndband af Susan Boyle syngjandi á yngri árum Breska götublaðið Daily Record hefur grafið upp 25 ára gamalt myndband af piparjónkunni Susan Boyle sem hefur brætt hjörtu breskra sjónvarpsáhorfenda með söng sínum. Boyle kom öllum á óvart þegar hún mætti í hæfileikaþáttinn Britains Got Talent og hóf upp engilfagra raust sína sem sumir vilja meina að passi illa við annars ósköp venjulegt útlitið. Lífið 1.5.2009 18:30
Lindsey skellti sér á brimbretti Ungstirnið Lindsey Lohan, sem nú jafnar sig á sambandsslitum hennar og plötusnúðsins Samönthu Ronson, brá sér á brimbretti á Hawaii í gær. Eins og sjá má á myndinni er Lindsey liðtæk á brettinu en hún mun vera í eyjunni í fylgd með yngri systur sinni. Áður en hún skrapp til Hawaii sagði Lindsey í viðtali við Ellen DeGeneres að þær Samantha væru enn góðar vinkonur. Lífið 1.5.2009 17:22
Sirkus Britney kemur til Evrópu Poppgyðjan Britney Spears hefur ákveðið að framlengja tónleikaferð sína Circus og mun hún koma fram á tólf tónleikum í Evrópu í sumar. Evrópuferðin hefst þann 19 júní í Dublin á Írlandi og síðan fer hún til Frakklands, Belgíu, Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands, Rússlands, Póllands og Berlínar. Þar lýkur túrnum þann 26. júlí í Berlín, fyrir þá sem hafa áhuga á því að skella sér út til að virða fyrirbærið fyrir sér með eigin augum. Lífið 1.5.2009 15:11
Fyrsti þáttur Hringfaranna á netið í dag Þættirnir Hringfararnir, eða Circledrawers í leikstjórn Ólafs Jóhannessonar hefja göngu sína í dag, 1. maí á veraldarvefnum. Um er að ræða fyrstu íslensku vefþáttaseríuna sem frumsýnd er á internetinu, öllum opið til áhorfs. Í tilkynningu frá framleiðanda kemur fram að þættirnir eru níu talsins og eru þeir frumsýndir með viku millibili og eru sniðnir að bandarískri fyrirmynd um vefþætti. Lífið 1.5.2009 13:39
Dæmdur fyrir að ofsækja Tyru Banks Tæplega fertugur karlmaður frá Georgíufylki í Bandaríkjunum var í dag dæmdur fyrir ofsækja súpermódelið Tyru Banks. Maðurinn, sem heitir Brady Green hafði fullyrt við lögregluna að hann og Tyra ættu í ástarsambandi. Lögreglan taldi skýringar hans ekki trúanlegar enda hafði Tyra sagt að hún væri hrædd við hann. Maðurinn gæti átt fyri höfði sér allt að níutíu daga fangelsi en refsing mannsins verður ekki ákveðin fyrr en 18. júní. Lífið 30.4.2009 19:50
Ingó í IDOL - myndir „Þetta kemur aldrei almennilega í ljós fyrr en þetta er búið," svarar Ingó söngvari aðspurður um keppendurna sem standa eftir í Idol stjörnuleit en hann var gestur þáttarins síðasta föstudag. „Það er alltaf erfiðara að koma fram í þáttunum en raunveruleikanum. Það kemur allt í ljós með þessa krakka seinna því þau eiga öll möguleika á að gera eitthvað í sínum tónlistarferli - ef þau hafa áhuga," segir Ingó og bætir við: „Þetta er hörkuvinna." Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru í Smáralind síðasta föstudag. Lífið 30.4.2009 12:51
Top Gun gyðja er lesbía Leikkonan Kelly McGillis, 51 árs, hefur staðfest að hún er lesbía. Kelly, sem hlaut heimsfrægð þegar hún lék á móti Tom Cruise í kvikmyndinni Top Gun, hefur undanfarin ár verið á síðum slúðurmiðla þar sem því var oftar en ekki haldið fram að hún væri samkynhneigð. Kelly kom út úr skápnum og játaði kynhneigð sína á vefsíðunni SheWired.com. Lífið 30.4.2009 12:26
Penn sækir um skilnað Sean Penn hefur óskað eftir skilnaði frá eiginkonu sinni til þrettán ára, Robin Wright Penn. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem parið fer þessa leið en að þessu sinni virðist leikaranum vera full alvara. Hann ku hafa lagt inn beiðni til dómsyfirvalda og er því málið komið í þar til gerðan farveg. Lífið 30.4.2009 09:00
Scarlett með bestu brjóstin Menn finna sér ýmislegt til dundurs á tímum svína-flensu og efnahagshruns. Sjónvarpsþátturinn Access Hollywood efndi nýlega til könnunar um hvaða Hollywood-stjarna skartaði myndarlegasta barminum. Lífið 30.4.2009 08:30
Innhverf íhugun Lynch til bjargar Íslandi í kreppu Lynch hefur að eigin sögn stundað innhverfa íhugun frá árinu 1973. Á síðari árum hefur hann einbeitt sér að því að kynna þessa hugleiðslutækni fyrir öllum heiminum, flogið heimshornanna á milli og flutt fagnaðarerindið. Heimildarmynd um ferðir hans er í vinnslu og hann útilokar ekki að Íslandsheimsóknin rati þar inn. Lífið 30.4.2009 08:00
Fótboltakappi gerist rappari Fótboltakappinn Daníel Hjaltason stígur fram á sjónarsviðið sem rappari í fyrsta sinn á föstudagskvöld þegar haldnir verða tónleikar á Sódómu Reykjavík undir yfirskriftinni „Verkalýðs-Hiphop“. Lífið 30.4.2009 07:00
Nostalgía fyrir Britpoppara Britpop-aðdáendur geta merkt við 8. júní á dagatölunum sínum og farið að hlakka til. Þá verður gefinn út þriggja diska safndiskur, Common People. The Britpop Story, með flestum af þekktustu hljómsveitum þessa eftirminnilega tímabils. Lífið 30.4.2009 06:30
Hundraðasta myndin í bígerð Hasarhetjan Jackie Chan er með sína hundruðustu kvikmynd í bígerð. Myndin nefnist Chinese Zodiac og ætlar Chan að leikstýra henni ásamt Stanley Tong, sem leikstýrði honum á sínum tíma í Rumble in the Bronx. Chan, sem er 55 ára, er þessa dagana að ljúka við Hollywood-myndina The Spy Next Door, þar sem Magnús Scheving leikur á móti honum, og einnig hina kínversku Big Soldier. Eftir að framleiðslu þeirra lýkur er röðin komin að Chinese Zodiac, sem verður tekin upp í Kína, Austurríki og í Frakklandi. Chan hefur einnig verið í viðræðum um að leika Hr. Miyagi í endurgerð The Karate Kid frá árinu 1984. Lífið 30.4.2009 06:15
Íslendingar í borg englanna Margt var um manninn í kynningarpartíi fyrir íslenska tónlist sem var haldið í Los Angeles á dögunum. Partíið þótti heppnast einkar vel og mynduðust góð tengsl sem vafalítið eiga eftir að nýtast vel í framtíðinni. Um kokkteilboð var að ræða sem var ætlað að koma íslenskri tónlist að í bandarískum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Gestgjafi var Lanette Phillips, sem var viðstödd ráðstefnuna You Are In Control í Reykjavík síðasta haust. Lífið 30.4.2009 05:15
Eiga von á tvíburum Sarah Jessica Parker, stjarna Beðmála í borginni, á von á tvíburum með manni sínum, Matthew Broderick. Leikkonan, sem er 44 ára, gengur þó ekki sjálf með börnin tvö heldur leigumóðir. Parker og Broderick eiga saman sex ára gamlan strák og hafa mikið reynt að fjölga mannkyninu en með litlum árangri. Lífið 30.4.2009 05:00
Högni með nýja plötu Færeyski tónlistarmaðurinn Högni Lisberg hefur gefið út plötuna Haré! Haré!. Platan hefur fengið mikið lof í færeyskum og dönskum fjölmiðlum og þykir hann hafa fundið sinn tón með þessari þriðju plötu sinni. Lífið 30.4.2009 05:00
Kynþokkafullur úlfamaður Ástralski hjartaknúsarinn Hugh Jackman leikur aðalhlutverkið í hasar-myndinni X-Men Origins: Wolverine sem er nýkomin í bíó. Lífið 30.4.2009 04:45
Gervais í Flanimals Þrívíddarteiknimyndin Flanimals, sem er byggð á barnabókum grínistans Ricky Gervais, er í undirbúningi. Gervais mun einnig tala fyrir aðalpersónuna. Handritshöfundur verður Matt Selman sem hefur skrifað fyrir The Simpsons-þættina. Lífið 30.4.2009 04:30
Umdeildur Iggy Pop Rokkarinn Iggy Pop hefur alltaf verið á milli tannanna á fólki og jafnan vakið deilur. Nú er hann enn og aftur kominn í fréttirnar en að þessu sinni af óvenjulegu tilefni. Iggy birtist fyrr á þessu ári, öllum að óvörum, sem andlit auglýsingaherferðar breska tryggingafyrirtækisins SwiftCover.com. Lífið 30.4.2009 04:00
Creed snýr aftur Einhver umdeildasta hljómsveit síðari tíma, Creed, hefur ákveðið að koma saman aftur eftir fimm ára hlé. Creed hefur alltaf átt sér sterkan aðdáendahóp, þar á meðal hér á landi, en óhætt er að fullyrða að jafn stór hópur teljist vart til aðdáenda. Sumir ganga meira að segja svo langt að lýsa yfir hreinu hatri á Creed. Lífið 30.4.2009 04:00
Ennþá ferskir eftir öll þessi ár Það er engan bilbug að finna á ensku þremenningunum í Depeche Mode, en á dögunum sendu þeir frá sér sína tólftu hljóðversplötu, Sounds of the Universe. Trausti Júlíusson tékkaði á þessu lífseiga rafpoppbandi. Lífið 30.4.2009 03:45
Nýtt frá Wilco Sjöunda plata hljómsveitarinnar Wilco er væntanleg í búðir í lok júní. Platan kallast einfaldlega „Wilco (The Album)“ og á henni verða ellefu lög, þar á meðal „Wilco (The Song)“. Söngkonan Feist syngur í einu lagi plötunnar. Lífið 30.4.2009 03:30
Leggjalöng Le Bon - myndir Á meðfylgjandi myndum má sjá 19 ára Amber Le Bon í stuttum Moschino satín kjól. Amber, sem er dóttir Simon Le Bon, 49 ára, söngvara Duran Duran og ofurfyrirsætunnar Yasmin Le Bon, 43 ára, á ekki langt að sækja langa leggina. Ef myndirnar af mæðgunum sem teknar voru Chanel tískusýningu árið 1991 og síðasta mánudag má greinilega sjá hvað hún líkist móður sinni. Lífið 29.4.2009 15:26
Ella Dís fær loksins hjálp frá ríkinu Vísir hafði samband við mömmu Ellu Dísar, Rögnu Erlendsdóttur, og nýtt stuðningsforeldri Ellu Dísar, Sylvíu Rún Idolkeppanda sem féll úr keppninni síðasta föstudag. „Við erum loksins búin að fá í gegn hjálp frá ríkinu að fá borgað fyrir starfsmann. Þetta var algjör hausverkur eins og allt sem kemur að ríkishjálp,“ segir Ragna þakklát fyrir styrkinn. „Þetta er bara æðislegt. Sylvía Rún kemur um hádegið og er að hjálpa mér að hafa ofan af fyrir Ellu Dís. Hún syngur og les fyrir hana og sér til þess að munnurinn og kokið fylllist ekki af slími því Ella Dís getur ekki andað. Hún notast enn við öndurnaraðstöðu," segir Ragnar. Sylvía hjálpar mikið „Svo þarf að hreyfa hana og þetta er bara almenn umönnun því Ella Dís getur ekki hreyft sig. Sylvía hjálpar mér við að hafa ofan af fyrir henni gefa henni næringu og skipta á henni. Það sem þarf að gera á hverjum degi,“ segir Ragna sem eignaðist aðra stúlku 18. febrúar síðastliðinn. „Ég eignaðist litla stelpu 18. febrúar. Hún heitir Mia. Það gengur mjög vel. Brjálað að gera. Þess vegna þurfti ég að leita að aðstoðarmanneskju. „Sylvía er alveg rosalega dugleg. Það var líka æðislegt að þekkja hana fyrir en við erum báðar frá Grundarfirði." Sá auglýst eftir hjálp fyrir Ellu Dís „Ég sá auglýsingu á job.is og hafði samband við Rögnu. Það gengur mjög vel og Ella Dís hefur það bara ágætt,“ svara Sylvía aðspurð hvernig það kom til að hún gerðist stuðningsforeldri Ellu Dísar. „Ég er félagsskapur fyrir Ellu. Ég syng fyrir hana og aðstoða hana að fara upp í rúm og þess háttar. Annars er ég stuðningsfulltrúi með annan strák eina helgi í mánuði. Hann er ekki mikið veikur eins og Ella Dís,“ segir Sylvía sem er barnlaus. Idolið „Það er skrýtið að vera dottin út og líka af því að ég hef fengið gott fídbakk eins og: „Þú átti ekki eftir að detta út!" - þessi fílingur. En ég ætla ekki að hætta að syngja. Ekki séns," segir Sylvía áður en kvatt er. Lífið 29.4.2009 12:48
Aldrei fleiri sköllóttir á þingi Enginn sköllóttur datt út af þingi í kjölfar kosninga en bættist hins vegar góður liðsauki: Þráinn Bertelsson (O), Þór Saari (O) og Tryggvi Þór Herbertsson (D). Fyrir voru þeir Kristján Möller (S), Jón Bjarnason (Vg), Atli Gíslason (Vg) og Steingrímur J. Sigfússon (Vg). Þessi staðreynd leggst ákaflega vel í förðunarfræðing fræga fólksins, Karl Berndsen, sem sjálfur er sköllóttur og er með sérstakan tískuþátt á Skjáeinum. Fréttablaðið bað hann um að rýna með sér í táknmál tískunnar og Karl segir þetta fyrst og fremst tákn um karlmennsku. Lífið 29.4.2009 07:30
Grey"s-stjarna í íslensku boði Eric Dane, sem leikur Dr. Mark Sloan í læknaþáttunum Grey"s Anatomy, var á meðal 250 gesta í kynningarpartíi fyrir íslenska tónlist sem var haldið í Los Angeles um síðustu helgi. Um kokkteilboð var að ræða sem fór fram á heimili Lanette Phillips, eins virtasta framleiðanda tónlistarmyndbanda í heiminum, sem sótti tónlistarráðstefnuna You Are In Control í Reykjavík í fyrra. Lífið 29.4.2009 07:00