Lífið

Kærastan kúgar Johnny

Þegar Angelina Jolie og Brad Pitt léku saman í kvikmyndinni Mr. and Mrs. Smith stal hún honum frá Jennifer Aniston. Núna er Angelina Jolie að fara að leika í The Tourist með Johnny Depp og kærastan hans er ekki sátt.

Lífið

Vel mætt á frumsýningu Dags Kára

The Good Heart var frumsýnd í Háskólabíói á miðvikudagskvöld. Stóri salurinn fylltist af spenntum kvikmyndaáhugamönnum sem flestir virtust sáttir við útkomuna. Frumsýningarpartí var svo haldið á Íslenska barnum og þar var gleðin sannarlega við völd.

Lífið

Ekta íslenskt þorrablót í London

Þorrablót Íslendingafélagsins í London verður haldið á laugardagskvöld. Ekkert þorrablót var haldið í fyrra en nú hefur ný stjórn verið kosin í Íslendingafélaginu og áherslurnar að sama skapi breyst. „Það féll niður í fyrra en árin þar áður hafa þetta verið nokkur hundruð manna viðburðir. Það eru til sögur af því að fólk hafi verið að fljúga frá Íslandi til að koma á þorrablótið," segir Friðþjófur Þorsteinsson, formaður Íslendingafélagsins.

Lífið

Segir Noel ofmetinn

Liam Gallagher segir að bróðir sinn Noel sé ofmetnasti maður allra tíma. Oasis, hljómsveit þeirra bræðra, lagði sem kunnugt er upp laupana í ágúst í fyrra eftir að áralöng spenna þeirra í millum varð óþolandi. Noel hætti í bandinu en Liam er handviss um að bróðir sinn sé ofmetinn.

Lífið

Morðingjarnir flýja

Morðingjarnir halda útgáfutónleika á Batteríinu í kvöld fyrir hina frábæru plötu, Flóttinn mikli. Platan er þriðja breiðskífa tríósins og hefur fengið glimr­andi dóma hjá poppskríbentum landsins, og komst platan meðal annars á sex plötu úrvalslista tónlistarsjóðsins Kraums fyrir jól.

Lífið

Bannaður á Óskarnum

Hætt hefur verið við grínatriði sem Sacha Baron Cohen ætlaði að sýna á Óskarsverðlaunahátíðinni á sunnudagskvöld. Ástæðan er ótti við að leikstjórinn James Cameron móðgist.

Lífið

Gera mynd eftir Hughes

Fyrirtækið Paramount Pictures hefur keypt réttinn á handriti eftir kvikmyndagerðarmanninn John Hughes, sem lést í fyrra.

Lífið

Solla og Vala Matt: Magnað múslí nammi

Í kvöld í þættinum Ísland í dag verður hollustukokkurinn snjalli Solla Eríks með snilldar uppskrift að hollu sælgæti sem hægt er að gæða sér á með góðri samvisku. Upplagt að taka með sér í vinnuna eða skólann. Geggjað gott og dúndur hollt eins og allt sem Solla býr til. 5 dl haframjölsmúslí m/lífrænu súkkulaði 1 dl agave sýróp 1 dl hnetusmjör ½ dl kókosolía ½ dl kakóduft smá vanilluduft

Lífið

Topp # 6 í mottusöfnun - myndir

Tæplega 500 karlar hafa nú skráð sig í einstaklingskeppni í mottuáskorun átaksins Karlar og krabbamein og 120 lið í hópakeppnina. Nú þegar hefur safnast yfir ein og hálf milljón í áheitum og hækkar sú upphæð með hverri mínútunni sem líður. Fjölmargir karlar eru því að safna mottum um þessar mundir og má ætla að sjaldan eða aldrei hafi jafn margir verið að rækta efri vörina af jafn miklu kappi. Hægt er að leggja átakinu lið með ýmsum hætti en meðal annars er verið að óska eftir sjálfboðaliðum um land allt fyrir landssöfnunina nú um helgina – en áhugasamir geta farið á vefinn krabb.is og leitað sér nánari upplýsinga um það. Sá sem hefur safnað mestum áheitum við lok fjórða keppnisdags er Guðmundur Karl Sigurdórsson á Selfossi. Meðfylgjandi eru myndir af þeim körlum sem tróna í efstu 6 sætunum.

Lífið

Gott hjarta Dags Kára frumsýnt

Loksins, loksins, kynnu einhverjir að hugsa því á föstudaginn verður kvikmynd Dags Kára, The Good Heart, frumsýnd. Myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda Dagur Kári einn fremsti kvikmyndagerðarmaður okkar Íslendinga. Töluvert hefur verið skrifað um The Good Heart en upphaflega stóð til að þeir Tom Waits og Ryan Goosling myndu leika aðalhlutverkin í þessari mynd. En sökum þess að ekki tókst að samræma dagskrá þeirra var fallið frá þeirri hugmynd.

Lífið

Vonar að „Dude“ fái Óskarinn

Fjórða árlega Big Lebowski-hátíðin verður haldin laugardagskvöldið 13. mars í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Samnefnd gamanmynd um hinn lata keiluspilara „The Dude“ og vandræði hans kom út 1998 og síðan þá hefur myndast í kringum hana hálfgerður sértrúarsöfnuður, bæði hér heima og erlendis.

Lífið

Djöflasýrubeikon auglýsir úlpur

„Fyrir einhverja hundaheppni gátum við selt gamalt lag í North Face-auglýsingu í Japan og fengum nógu mikið af peningum til að gera heila plötu. Og þetta er hún," segir Bogi Reynisson í hljómsveitinni Bacon Live Support Unit um plötuna Rodentmaster sem er nýkomin út. „Þessi kona hafði bara samband. Hún hafði heyrt lagið Powerprest - ég veit ekkert hvernig hún heyrði það, líklega á ferðalagi hérna - og vildi endilega fá að nota það. Og við bara, já já, endilega."

Lífið

Flytur lög Leonards Cohen

Tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Valur Gunnarsson heldur tónleika á Café Rosenberg á sunnudagskvöld þar sem hann syngur lög kanadíska söngvaskáldsins Leonards Cohen.

Lífið

Lok, lok og læs á Grand Rokki

„Þangað til maður fréttir annað þá lítur út fyrir að við þurfum að færa keppnina,“ segir Gunnar F. Árnason, sem stendur fyrir spurningakeppninni Drekktu betur á Grand Rokki á föstudögum. Menningarknæpunni Grand Rokki var fyrirvaralaust lokað á þriðjudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var staðnum lokað að kröfu leigusala. Það hefur ekki fengist staðfest og ekki náðist í Þorstein Þórsteinsson veitingamann í gær.

Lífið

Derek Zoolander vaknar til lífsins

Einhver heimskasta persóna hvíta tjaldsins er án nokkurs vafa fyrirsætan Derek Zoolander en þessi kvikmynd Ben Stiller varð að hálfgerðu kult-fyrirbæri því gagnrýnendur voru ekkert ýkja hrifnir þótt áhorfendur hafi oft velst um af hlátri yfir asnastrikum Zoolanders og vina hans.

Lífið

Nóg pláss á Kanadamarkaði

„Ég held að það sé alveg pláss fyrir okkur tvo á markaðnum. Við fögnum þessu öllu saman,“ segir Bjarni Einarsson, annar af eigendum bruggverksmiðjunar Ölvisholts.

Lífið

Virtur leikhúsfrömuður á sýningu hjá Vesturporti

Joseph Melillo, einn af forsvarsmönnum BAM-leikhússins í New York, er væntanlegur til Íslands á morgun. Hann hyggst sjá tvær sýningar af Fást með Vestur­porti í Borgarleikhúsinu, skoða landið og hitta leikhópinn. Vestur­port er að fara með aðra sýningu, Hamskiptin, til New York í nóvember til að sýna í BAM-leikhúsinu og svo gæti farið að Fást yrði einnig sett upp í þessu virta leikhúsi.

Lífið

The Hurt Locker spáð sigri

Óskarsverðlaunin verða afhent á sunnudaginn í Kodak-höllinni að viðstöddum öllum skærustu stjörnum Hollywood. Óskars-sérfræðingar spá The Hurt Locker sigri og að engin ein mynd muni standa upp úr með gríðarlegan fjölda styttna.

Lífið

Fjarlægir húðflúrin

Kelly Osbourne, dóttir rokkarans Ozzy, vill láta fjarlægja öll húðflúrin af líkama sínum. Hún er með fjórtán húðflúr, þar á meðal hauskúpu, hljómborð og álfkonu.

Lífið

Síðasti Johnny Cashinn

Endurmat á snilli Johnny Cash og endurkomu hans til kúlheima má að stórum hluta skrifa á upptökumanninn Rick Rubin, sem fékk hann í samstarf á 10. áratugunum. Plöturnar sem þeir gerðu saman bera yfirskriftina „American“ og sjötta og síðasta afurðin úr samstarfinu, American VI: Ain‘t no grave, er nýkomin út.

Lífið

Meinaður aðgangur

Framleiðanda kvikmyndarinnar The Hurt Locker hefur verið meinaður aðgangur að Óskarsverðlaunahátíðinni á sunnudagskvöld eftir að hann braut reglur Óskarsakademíunnar.

Lífið

Sacha í Eurovision

Það hlaut að koma að því að leiðir Sacha Barons Cohen – snillingsins að baki Ali G, Borats og Brüno – og Eurovision lægi saman. Frést hefur af nýrri kvikmynd sem fjallar um poppsöngvara sem keppir í Eurovision og fer Sacha með aðalhlutverkið.

Lífið

Létu vel að hvort öðru

Robert Pattinson og Kristen Stewart úr Twilight-myndunum létu vel hvort að öðru á frumsýningu nýjustu myndar Pattinsons, Rembember Me. Þau virtust afar náin á frumsýningunni og lýsti Pattinson yfir ánægju sinni með að Stewart skyldi mæta og sýna honum stuðning.

Lífið

Fyrirgefur ekki Mayer

Jessica Simpson er ekki tilbúin til að fyrirgefa John Mayer eftir að hann opinberaði smáatriði úr kynlífi þeirra í viðtali við tímaritið Playboy. Mayer talaði meðal annars um að hún væri algjör napalmbomba í rúminu og að fáar konur jöfnuðust á við hana.

Lífið

Meistari Burton snýr aftur

Nýjasta kvikmynd Tims Burton, Alice in Wonderland, verður frumsýnd um helgina en hún skartar hirðleikara leikstjórans, Johnny Depp, í aðalhlutverki. Þetta er sjöunda myndin sem þeir félagar gera saman og sú fjórða í röð. Enda engin ástæða til að hætta því sem vel gengur. Að sjálfsögðu er Helen Bonham Carter einnig í myndinni enda eiginkona leikstjórans og honum álíka mikilvæg og tökuvél.

Lífið

Angelina vill ekki snertingu - myndir

Leikaraparið Angelina Jolie og Brad Pitt gengu um borð á bát í Feneyjum í gærdag með tvíburana Knox og Vivienne. „Mér hefur aldrei líkað líkamleg snerting. Fólk hefur haft orð á því að ég héldi niður í mér andanum þegar ég er föðmuð. Ég geri það ennþá," sagði Angelina. Skoða má parið betur í myndasafni.

Lífið

Snillingurinn á bak við Fangavaktina - mynband

Leikstjórinn Ragnar Bragason kom sá og sigraði á Edduverðlaunahátíðinni um helgina þar kvikmynd hans Bjarnfreðarson og þáttaröðin Fangavaktin sópaði að sér verðlaunum. Hann kann allt, getur allt og veit allt," segir vinur hans meðal annars. Sjá nærmynd af Ragnari þar sem vinir og vandamenn lýsa kostum og göllum hans í meðfylgjandi myndskeiði.

Lífið