Flytur lög Leonards Cohen 4. mars 2010 06:00 valur gunnarsson Valur flytur lög Leonards Cohen með íslenskum textum á Rosenberg á sunnudagskvöld.fréttablaðið/gva Tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Valur Gunnarsson heldur tónleika á Café Rosenberg á sunnudagskvöld þar sem hann syngur lög kanadíska söngvaskáldsins Leonards Cohen. Að sögn Vals er þrenns konar tilefni til tónleikahalds. Hið fyrsta er að tíu ár eru liðin síðan platan hans, Reykjavík er köld, kom út þar sem hann söng lög Leonards Cohen við íslenska texta. „Ég hef aldrei spilað hana opinberlega hér en mér var boðið á Leonard Cohen-festival í Minneapolis árið 2001 þar sem hún var frumflutt,“ segir Valur. „Það er kannski kominn tími til. Þetta er svona vetrarrómantík og það vill svo heppilega til að það er byrjað að snjóa aftur.“ Valur segist hafa fengið lítil sem engin viðbrögð við plötunni þegar hún kom út hér heima árið 2000. „Ég hef ekkert verið að kynna hana. Á hinn bóginn skilst mér að Eyjólfur Kristjánsson hafi verið búinn að panta það að vera með fyrstu plötu aldarinnar, ef maður trúir því að öldin hafi byrjað árið 2000. Hún klikkaði eitthvað í framleiðslunni og kom of seint þannig að ég held að fyrir algjöra slysni hafi þetta verið fyrsta platan,“ segir hann og brosir. „Ég fékk mjög skemmtileg viðbrögð frá þýsku tímariti. Það sagði að ef Cohen væri guðfaðir þunglyndisins þá léti hinn íslenski Cohen hann hljóma glaðan í samanburðinum.“ Annað tilefni er 75 ára afmæli Cohens í fyrra. „Mig langaði að gera eitthvað af því tilefni en hef ekki komið því í verk,“ segir Valur og bætir við að hann hafi séð Cohen spila síðustu tvö sumur í Noregi. „Umboðsmaðurinn hans seldi allt heila klabbið meðan hann [Cohen] var í klaustri, allan höfundarréttinn. Þannig að á gamalsaldri fór hann á hausinn og þurfti að byrja að túra aftur. En ég vil taka það fram að þetta eru ekki styrktartónleikar. Aðgangur er ókeypis,“ segir hann og hlær. Þriðja tilefnið er það að Valur er orðinn 33 ára, eða jafngamall og Cohen var þegar hann gaf út sína fyrstu plötu. „Ég held ég sé farinn að eiga eitthvað í þetta núna. Maður verður að hafa gengið í gegnum ákveðið mörg misheppnuð ástarsambönd og almenn vonbrigði áður en maður getur farið að syngja þessi lög af einhverri sannfæringu.“ En hvað er svona heillandi við Cohen? „Hann á vel við á norðurslóðum. Hann er frá Kanada og er gríðarlega vinsæll á Norðurlöndunum. Hann er fyrst og fremst ofboðslega fær textahöfundur.“ Valur verður einn á sviðinu á Rosenberg þar sem hann flytur lög Cohens og segir einnig ýmsar skemmtilegar sögur. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. freyr@frettabladid.is Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Fleiri fréttir Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Sjá meira
Tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Valur Gunnarsson heldur tónleika á Café Rosenberg á sunnudagskvöld þar sem hann syngur lög kanadíska söngvaskáldsins Leonards Cohen. Að sögn Vals er þrenns konar tilefni til tónleikahalds. Hið fyrsta er að tíu ár eru liðin síðan platan hans, Reykjavík er köld, kom út þar sem hann söng lög Leonards Cohen við íslenska texta. „Ég hef aldrei spilað hana opinberlega hér en mér var boðið á Leonard Cohen-festival í Minneapolis árið 2001 þar sem hún var frumflutt,“ segir Valur. „Það er kannski kominn tími til. Þetta er svona vetrarrómantík og það vill svo heppilega til að það er byrjað að snjóa aftur.“ Valur segist hafa fengið lítil sem engin viðbrögð við plötunni þegar hún kom út hér heima árið 2000. „Ég hef ekkert verið að kynna hana. Á hinn bóginn skilst mér að Eyjólfur Kristjánsson hafi verið búinn að panta það að vera með fyrstu plötu aldarinnar, ef maður trúir því að öldin hafi byrjað árið 2000. Hún klikkaði eitthvað í framleiðslunni og kom of seint þannig að ég held að fyrir algjöra slysni hafi þetta verið fyrsta platan,“ segir hann og brosir. „Ég fékk mjög skemmtileg viðbrögð frá þýsku tímariti. Það sagði að ef Cohen væri guðfaðir þunglyndisins þá léti hinn íslenski Cohen hann hljóma glaðan í samanburðinum.“ Annað tilefni er 75 ára afmæli Cohens í fyrra. „Mig langaði að gera eitthvað af því tilefni en hef ekki komið því í verk,“ segir Valur og bætir við að hann hafi séð Cohen spila síðustu tvö sumur í Noregi. „Umboðsmaðurinn hans seldi allt heila klabbið meðan hann [Cohen] var í klaustri, allan höfundarréttinn. Þannig að á gamalsaldri fór hann á hausinn og þurfti að byrja að túra aftur. En ég vil taka það fram að þetta eru ekki styrktartónleikar. Aðgangur er ókeypis,“ segir hann og hlær. Þriðja tilefnið er það að Valur er orðinn 33 ára, eða jafngamall og Cohen var þegar hann gaf út sína fyrstu plötu. „Ég held ég sé farinn að eiga eitthvað í þetta núna. Maður verður að hafa gengið í gegnum ákveðið mörg misheppnuð ástarsambönd og almenn vonbrigði áður en maður getur farið að syngja þessi lög af einhverri sannfæringu.“ En hvað er svona heillandi við Cohen? „Hann á vel við á norðurslóðum. Hann er frá Kanada og er gríðarlega vinsæll á Norðurlöndunum. Hann er fyrst og fremst ofboðslega fær textahöfundur.“ Valur verður einn á sviðinu á Rosenberg þar sem hann flytur lög Cohens og segir einnig ýmsar skemmtilegar sögur. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Fleiri fréttir Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið