Górillur á plastströndinni 4. mars 2010 03:30 „Meðlimir“ GOrillaz Þau 2D, Noodle, Murdoc og Russel. Þriðja plata Gorillaz heitir Plastic Beach og kemur út á mánudaginn. Dr. Gunni tékkaði á henni. Damon Albarn og teiknarinn Jamie Hewlett, sem best er þekktur fyrir Tank girl, fengu hugmyndina að Gorillaz árið 1998. Pælingin var að búa til þykjustuband þar sem meðlimirnir yrðu teiknaðir af Jamie og Damon myndi semja tónlistina. Hugmyndin var eiginlega nútímaútgáfa af svipaðri hugmynd sem var í gangi í kringum 1970 þegar hið ofurgrípandi tyggjópopp var hvað vinsælast. Tyggjópoppið var samið og flutt af andlitslausu starfsfólki í hljóðverum, en fallegt fólk látið vera í framlínunni í „böndunum“. Stundum var notast við teiknimyndafígúrur eins og í „hljómsveitunum“ Banana Splits og The Archies, sem voru með stórsmellinn „Sugar, Sugar“ 1969. Hugmyndin að Gorillaz gekk svona líka ljómandi vel upp. Fyrstu tvær plöturnar (Gorillaz (2001) og Demon Days (2005)) hafa selst í um 15 milljón eintökum og lög eins og Clint Eastwood og Feel Good Inc. hafa notið mikilli vinsælda. Á nýju plötunni er allt við það sama. „Meðlimir“ Gorillaz eru enn þau 2D, Murdoc Niccals, Russel Hobbs og Noodle, og tónlistin sem Damon stendur á bak við fer út um víðan völl. Í grautnum má greina döbb, hipp hopp, raftónlist og britpopp – en þó má alltaf greina persónulegan keim Damons sjálfs, enda syngur hann sum lögin. Báðar fyrri plöturnar voru með haug af spennandi tónlistarfólki sem lagði inn. Plastic Beach er engin undantekning, Górillur kalla til samstarfsfólk úr ýmsum áttum. Á plötunni leggur inn lið eins og Lou Reed, Mark E Smith úr The Fall, Gryff Rhys úr Super Furry Animals og Mick Jones og Paul Simonon úr The Clash, og ekki má gleyma Snoop Dogg, De La Soul og The Lebanese National Orchestra for Oriental Arabic Music. Þá eru þeir Bobby Wymack og Mos Def saman í fyrsta smáskífulagi plötunnar, „Stylo“. Platan er létt og glaðleg og hún hefur fengið rífandi góða dóma. Tónlistardeild BBC og Q-tímaritið hafa slengt fullum húsum á hana. „Umfang og dýpt Plastic Beach er ískyggilegt. Þeir sem eru skúffaðir yfir því að Blur gerði aldrei „Hvíta albúmið“ sitt, þurfa ekki að leita lengra,“ segir á vefsíðu BBC og Q segir plötuna innihalda framsæknasta poppið sem þú munt heyra í ár. Mest lesið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Þriðja plata Gorillaz heitir Plastic Beach og kemur út á mánudaginn. Dr. Gunni tékkaði á henni. Damon Albarn og teiknarinn Jamie Hewlett, sem best er þekktur fyrir Tank girl, fengu hugmyndina að Gorillaz árið 1998. Pælingin var að búa til þykjustuband þar sem meðlimirnir yrðu teiknaðir af Jamie og Damon myndi semja tónlistina. Hugmyndin var eiginlega nútímaútgáfa af svipaðri hugmynd sem var í gangi í kringum 1970 þegar hið ofurgrípandi tyggjópopp var hvað vinsælast. Tyggjópoppið var samið og flutt af andlitslausu starfsfólki í hljóðverum, en fallegt fólk látið vera í framlínunni í „böndunum“. Stundum var notast við teiknimyndafígúrur eins og í „hljómsveitunum“ Banana Splits og The Archies, sem voru með stórsmellinn „Sugar, Sugar“ 1969. Hugmyndin að Gorillaz gekk svona líka ljómandi vel upp. Fyrstu tvær plöturnar (Gorillaz (2001) og Demon Days (2005)) hafa selst í um 15 milljón eintökum og lög eins og Clint Eastwood og Feel Good Inc. hafa notið mikilli vinsælda. Á nýju plötunni er allt við það sama. „Meðlimir“ Gorillaz eru enn þau 2D, Murdoc Niccals, Russel Hobbs og Noodle, og tónlistin sem Damon stendur á bak við fer út um víðan völl. Í grautnum má greina döbb, hipp hopp, raftónlist og britpopp – en þó má alltaf greina persónulegan keim Damons sjálfs, enda syngur hann sum lögin. Báðar fyrri plöturnar voru með haug af spennandi tónlistarfólki sem lagði inn. Plastic Beach er engin undantekning, Górillur kalla til samstarfsfólk úr ýmsum áttum. Á plötunni leggur inn lið eins og Lou Reed, Mark E Smith úr The Fall, Gryff Rhys úr Super Furry Animals og Mick Jones og Paul Simonon úr The Clash, og ekki má gleyma Snoop Dogg, De La Soul og The Lebanese National Orchestra for Oriental Arabic Music. Þá eru þeir Bobby Wymack og Mos Def saman í fyrsta smáskífulagi plötunnar, „Stylo“. Platan er létt og glaðleg og hún hefur fengið rífandi góða dóma. Tónlistardeild BBC og Q-tímaritið hafa slengt fullum húsum á hana. „Umfang og dýpt Plastic Beach er ískyggilegt. Þeir sem eru skúffaðir yfir því að Blur gerði aldrei „Hvíta albúmið“ sitt, þurfa ekki að leita lengra,“ segir á vefsíðu BBC og Q segir plötuna innihalda framsæknasta poppið sem þú munt heyra í ár.
Mest lesið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein