Lífið

Með nýjan þjóðsöng

Gunnar Reynir Þorsteinsson, trommari í Bermúda, hefur gefið út sitt fyrsta lag sem nefnist hinu hógværa nafni Nýi þjóðsöngurinn.

Lífið

María og Sigga leita að nýjum stjörnum

„Þetta er fyrsta alvöru keppnin fyrir þennan aldurshóp,“ segir María Björk Sverrisdóttir en hún ásamt Sigríði Beinteinsdóttur ætla að þvælast um allt Ísland og leita að næstu söngstjörnu landsins í söngvakeppninni Röddin. Keppnin er hugsuð fyrir krakka á aldrinum tólf til sextán ára og ætlar Stöð 2 að fylgjast grannt með gangi mála en þættir um keppnina verða sýndir á sjónvarpsstöðinni í haust.

Lífið

Ólafur Arnalds tjaldar öllu í Óperunni í kvöld

Ólafur Arnalds heldur veglega útgáfutónleika í Íslensku Óperunni klukkan 20 í kvöld. Þar fagnar hann útgáfu plötunnar ... and they have escaped the weight of darkness, sem fær dúndurdóma gagnrýnenda í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar.

Lífið

Eurovision: Hera mynduð úr launsátri

Við mynduðum Heru Björk nánast úr launsátri í dag þegar hún veitti erlendum fjölmiðlum óteljandi viðtöl á hótelinu í Osló þar sem íslenski Eurovisionhópurinn dvelur á. Fjölmiðlarnir spyrja Heru að ólíklegustu hlutum eins og um heilsu hennar, ástandið á Íslandi, hvaða lönd eru líkleg til að sigra Eurovision, fjölskylduna og eldgosið svo eitthvað sé nefnt.

Lífið

Unglingar og rómverjar

Unnendur skylmingamynda halda áfram að fá dýrindis máltíðir framreiddar á kvikmyndahlaðborðið því stórmyndin Centurion verður frumsýnd um helgina.

Lífið

Bræður í dansi og leik

Aðeins tvær sýningar verða á verkinu Bræður þar sem föngulegir karldansarar eru undir stjórn Ástrósar Gunnarsdóttur og Láru Stefánsdóttur.

Lífið

Meira að segja Jesús hatar KR

Eigendur Dogma líta svo á að KR sé hataðasta lið á Íslandi. Þeir gerðu stuttermabol með áletrun sem hefur vakið mikla athygli og rennur út eins og heitar lummur.

Lífið

Túristar dansa við Jungle Drum í íslenskri náttúru

Landkynningarátak ferðamálafyrirtækja og iðnaðarráðuneytisins vegna eldgossins er smám saman að taka á sig endanlega mynd. Vefsíðan inspiredbyiceland.com verður opnuð í dag og nú er verið að leggja lokahönd á óhefðbundna auglýsingu.

Lífið

Stones á toppnum

Breska rokksveitin The Rolling Stones á vinsælustu plötuna í Bretlandi í fyrsta skipti í 16 ár. Um er að ræða endurútgáfu á hinni vinsælu plötu Exile On Main Street. Platan kom fyrst út árið 1972 en er nú endurútgefin með áður óútgefnum lögum. Það var árið 1994 sem Stones komst síðast á toppinn í Bretlandi, þá með Voodoo Lounge.

Lífið

Póker fyrir gott málefni

Góðgerðarpókermót verður haldið á Gullöldinni í Grafarvogi í kvöld klukkan 18. Mótið er til styrktar fjölskyldu Kristófers Darra Ólafssonar, sem lést á leiksvæði í Grafarvogi í maí. Hann var á fjórða aldursári.

Lífið

Nýtt ofurpar

Bandaríska söngkonan Katy Perry sagði í nýlegu viðtali við útvarpsmanninn Ryan Seacrest að henni liði sem hún og unnusti hennar væru hið nýja stjörnupar. Söngkonan líkir sér og gamanleikaranum Russell Brand við Angelinu Jolie og Brad Pitt. „Mér finnst eins og ég og Russell séum nýja Brangelina nú þegar kvikmyndin hans, Get him to the Greek, verður frumsýnd. Við munum mæta á rauða dregilinn saman. Það er allt að gerast á sama tíma þessa dagana og það er mikil blessun, ef annaðhvort okkar væri ekki að vinna þá held ég að við yrðum pirruð á hvort öðru."

Lífið

Jack fer á bólakaf

Brimbrettakappinn hugljúfi, Jack Johnson, syngur inn sumarið með sinni sjöttu plötu, To The Sea, sem kemur út á þriðjudaginn.

Tónlist

Fylgir Jóni eins og skugginn

„Ég er að safna heimildum. Þetta er, held ég, einstakur viðburður í Íslandssögunni,“ segir leikstjórinn Gaukur Úlfarsson sem fylgir grínistanum og frambjóðanda Besta flokksins, Jóni Gnarr, eins og skugginn þessa dagana. „Ég fékk leyfi til að mynda allt þetta ferli. Það er ótrúlega gaman að fá að fylgjast með þessu. Þetta er líka mjög upplýsandi fyrir fólkið í landinu að sjá hvernig þetta allt fer fram.“

Lífið