Lífið

Jógabók fyrir börn

Meðfylgjandi myndir voru teknar í útgáfuhófi barnajógabókarinnar Auður og gamla tréð eftir Evu Rún Þorgeirsdóttur og Stellu Sigurgeirsdóttur...

Lífið

Gleymdi aldrei sögunni

Listamaður og blaðamaður rekja slóð fjárglæframanna í London og á Íslandi í Samhengi hlutanna, nýrri skáldsögu eftir Sigrúnu Davíðsdóttur. Höfundurinn rekur tilurð sögunnar aftur til ársins 2006, áður en íslenska útrásin varð að efnahagshruni.

Menning

Gefa út frumsamið jólalag

"Tónlistin er ástríða okkar beggja og við höfum sungið saman frá því að við vorum litlar,“ segir Greta Mjöll Samúelsdóttir sem myndar dúettinn SamSam ásamt systur sinni Hólmfríði.

Lífið

Paris gerist leikkona

Paris, þrettán ára dóttir popparans sáluga Michaels Jackson, hefur fengið hlutverk í sinni fyrstu kvikmynd. Hún heitir Lundon"s Bridge and the Three Keys og er ævintýramynd þar sem bæði raunverulegar og teiknaðar persónur koma við sögu.

Lífið

Ris og fall Kim Kardashian

Ein af manneskjum ársins í heimi ríka og fræga fólksins er án nokkurs vafa Kim Kardashian. Henni tókst að viðhalda umfjöllun um sjálfa sig með bæði hjónabandi og skilnaði.

Lífið

James Taylor til Íslands

James Taylor, einhver þekktasti söngvari og lagahöfundur tuttugustu aldarinnar, stígur á svið í Hörpunni 18. maí. Taylor er margfaldur Grammy-verðlaunahafi og eitt vinsælasta söngvaskáld sem komið hefur fram. Hann varð frægur á áttunda áratugnum með lögum eins og You"ve Got A Friend og Fire and Rain. Taylor var vígður inn í Frægðarhöll rokksins árið 2000 og hafa plötur hans selst í tugum milljóna eintaka. Miðasala á tónleikana hefst á Harpa.is og í síma 528-5050 mánudaginn 19. desember.

Lífið

Hef aldrei viljað sigra heiminn

Í hugum margra á Norðurlöndunum eru jólin ekki komin fyrr en Sissel Kyrkjebø er komin á fóninn. Norska söngkonan er komin til landsins, syngur á tónleikum Frostrósa um helgina í Hörpu og segist sjálf vera mikið jólabarn.

Lífið

Federline í megrun

Fyrrverandi eiginmaður söngkonunnar Britney Spears, Kevin Federline, er þátttakandi í ástralska megrunarþættinum Excess Baggage. Hann féll í yfirlið í beinni útsendingu á dögunum og var fluttur á spítala.

Lífið

Enn og aftur troðfullt hjá Mið-Íslandi

Jólasýning Mið-Íslands með finnska uppistandaranum André Wickström fór fram á fimmtudagskvöldið. Fjöldi fólks sótti sýninguna og að venju var hlegið dátt að bröndurum piltanna. Wickström fór einnig á kostum með túlkun sinni á skandinavískum "dansböndum“ og gerði jafnframt góðlátlegt grín að frændum okkar Dönum.

Lífið

Fékk innblástur frá Kurt Cobain

Ein forvitnilegasta nýja stjarna ársins 2011 er bandaríska söngkonan Elizabeth Grant, sem kallar sig Lana Del Rey. Sú sló í gegn með laginu Video Games fyrr á þessu ári, en lagið situr enn á vinsældalista Rásar 2.

Tónlist

Kit Harington djammaði á Hressó

Leikarinn Kit Harington átti frí frá tökum á sjónvarpsþáttunum Game of Thrones síðastliðið fimmtudagskvöld og sótti tónleika með hljómsveitinni Mammút á Hressó. Harington þótti bæði kurteis og geðþekkur og lét lítið fyrir sér fara.

Lífið

Konur í nýsköpun koma saman

Desember hittingur Korku-kvenna fór fram á myndlistarsýningu Muses.is í gömlu Sanitas verksmiðjunni á Köllunarklettsvegi 4. Þar fræddust konurnar um markaðssetningu á netinu hjá Maríönnu Friðjónsdóttur og Stjána Gunnars hjá Kosmos og Kaos...

Lífið

Borga fyrir jarðarförina

Mick Jagger og Keith Richards úr The Rolling Stones ætla að borga allan kostnaðinn vegna jarðarfarar blúsgoðsagnarinnar Hubert Sumlin. Hann lést á dögunum, áttræður að aldri, eftir að hafa fengið hjartaáfall.

Lífið

American Psycho endurgerð?

Þrátt fyrir að aðeins ellefu ár séu síðan kvikmyndin American Psycho var frumsýnd virðist vera kominn tími á uppfærslu. Allavega samkvæmt kvikmyndatímaritinu Variety, en þar kemur fram að framleiðslufyrirtækið Lionsgate hafi ráðið handritshöfundinn Noble Jones til að skrifa handrit að endurgerð American Psycho. Christian Bale fór með aðalhlutverkið í upprunalegu myndinni og erfitt er að sjá hvaða leikari gæti tekið hlutverkið að sér eftir stórkostlega frammistöðu hans.

Lífið

Gefið Elite-sigurvegaranum mat

Sænska fyrirsætan Julia Schneider, 15 ára, sigraði eina virtustu fyrirsætukeppni heims, Elite Model Look, sem fram fór í Shanghai 6. desember síðastliðinn...

Lífið

Andrés Úlfur horfir í vatn

Horft í vatn er ljósmyndasýning sem hefur að geyma 10 vatnamyndir eftir Andrés Úlf, þar sem hver mynd endurspeglar þann lit í því litrófi sem sýningin spannar.

Lífið

Ragnhildur Steinunn förðuð fyrir jólin

Eins og sjá má á myndunum var góð stemning í Make Up Store þegar nýja Pure litalínan var kynnt. Eigandi Make Up Store, Margrét R. Jónasar, farðaði fjölmiðlakonuna Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur með nýju litunum...

Lífið

Vinafá Angelina Jolie

Ég á mjög fáar vinkonur og ég er alls ekki félagslynd. Ég geri þess vegna ekki mikið með þeim, segir Angelina Jolie...

Lífið

Ældi Lisbeth Salander úr líkamanum

Leikkonan Noomi Rapace, 31 árs, sem lék Lisbeth Salander, tölvuhakkarann í þríleik Stiegs Larsson, pósar í tímaritinu Blackbook eins og sjá má í meðfylgjandi myndaalbúmi...

Lífið

Sex ára höfundur fagnar útgáfu

„Það er mikill spenningur. Þetta verður mjög gaman,“ segir Auðunn Sólberg Valsson, faðir Ólivers Tuma, yngsta rithöfundar Íslandssögunnar eins og hann hefur verið kallaður. Útgáfuhóf verður haldið í Eymundsson í Austurstræti á laugardaginn í tilefni af útkomu bókarinnar Óliver Tumi, segðu mér sögu. Þar segir hinn sex ára höfundur sögur og ævintýri fyrir börn á öllum aldri. Kátt verður á hjalla í hófinu því jólasveinninn kíkir í

Lífið

Giftist í fjórða sinn

Söngkonan Sinéad O"Connor giftist í gær náunga að nafni Barry Herridge. Þetta er fjórða hjónaband hennar. Hún hefur áður verið gift upptökustjóranum John Reynolds, blaðamanninum Nicholas Sommerlad og Steve Cooney, sem hún skildi við fyrr á þessu ári.

Lífið

Fyrstu skref Of Monsters and Men í Bandaríkjunum

Of Monsters and Men er ein af hljómsveitum ársins. Á næstunni kemur út stuttskífa með hljómsveitinni á iTunes, en upptökustjóri Arcade Fire tók lögin í gegn fyrir útgáfuna. „Það er allt yndislegt,“ segir Ragnar Þórhallsson, söngvari og gítarleikari Of Monsters and Men. Hljómsveitin var stödd í Fljótshlíð þegar Fréttablaðið náði í Ragnar, en þar hvíla þau sig ásamt því að vinna að nýjum lögum.

Lífið

Íslenski listinn í loftið

„Mér finnst þetta rosalega spennandi,“ segir Brynjar Már Valdimarsson, dagskrárstjóri FM 957. Íslenski listinn, sem hefur lengi verið í loftinu á FM 957 og núna að undanförnu á Nova TV, hefur göngu sína á Stöð 2 á laugardaginn. „Þetta er líka skemmtilegur tími sem hann er á dagskrá, eða um hálfsex. Þetta er víst mjög fínn tími fyrir svona prógramm,“ segir Brynjar Már, sem stjórnar þættinum ásamt Ernu Hrönn Ólafsdóttur.

Lífið

Setja á markað handgerða fylgihluti með karakter

Mariko Margrét Ragnarsdóttir og Ólöf María Ólafsdóttir, betur þekkt sem Marý, eru hönnuðirnir á bak við merkið MARYMARIKO. Þær hanna fylgihluti úr endurnýttum efniviði. "Við höfum alltaf haft gaman af því að hanna og skapa með höndunum,“ segja Mariko Margrét Ragnarsdóttir sem hefur stofnað merkið MARYMARIKO ásamt vöruhönnuðinum Ólöfu Maríu Ólafsdóttur, betur þekkt sem Marý.

Tíska og hönnun