Ris og fall Kim Kardashian 10. desember 2011 18:00 Kim Kardashian varð fræg á einu augabragði þegar kynlífsmyndband með henni og kærastanum Ray J var lekið á netið. Besta vinkona Kim, Paris Hilton, hafði gengið í gegnum slíkt hið sama, heimsfrægðin bankaði á dyrnar eftir kynlífsmyndbandið 1 night in Paris. Kardashian er grunuð um að hafa lagt á ráðin um mikil svik þegar hún gekk að eiga unnusta sinn, Kris Humphries, fyrir framan áhorfendur sjónvarpsstöðvarinnar E! en þau skildu aðeins tveimur mánuðum seinna. Kim Kardashian er ekkert heilagt í einkalífinu en stóra spurningin er sú; hvenær en ekki hvort hættir fólk að hafa áhuga? NordicPhotos/getty Ein af manneskjum ársins í heimi ríka og fræga fólksins er án nokkurs vafa Kim Kardashian. Henni tókst að viðhalda umfjöllun um sjálfa sig með bæði hjónabandi og skilnaði. Kim Kardashian er ein af manneskjum ársins í afþreyingarheiminum. Hún seldi brúðkaup sitt og Kris Humphries fyrir fleiri hundruð milljónir íslenskra króna til sjónvarpsstöðvarinnar E! og skildi síðan við hann tveimur mánuðum seinna. Sjónvarpsáhorfendur fengu síðan að sjá hjónabandið molna hægt og bítandi í raunveruleikaþáttaröðum Kardashian-fjölskyldunnar. Allt ber þetta að sama brunni, að sjá til þess, sama hvaða meðölum er beitt, að umfjöllun um Kardashian-vörumerkið sé stöðug og áberandi. Hliðarverkefnið springur útÞað eru fjögur ár síðan Kim Kardashian varð fræg. Raunar er hægt að tímasetja frægð hennar næstum nákvæmlega; þegar kynlífsmyndbandi hennar og tónlistarmannsins R Jay var lekið á netið í febrúar árið 2007. Klámmyndafyrirtækið Vivid keypti réttinn fyrir eina milljón dollara og gaf það út undir nafninu Kim Kardashian: Superstar. Þrátt fyrir að hafa hótað Vivid lögsókn féllst Kardashian á fimm milljón dollara greiðslu frá fyrirtækinu. Og hvort um skipulagt herbragð var að ræða eða ekki helgaði tilgangurinn meðalið; Kim Kardashian var orðin fræg. Hún hafði áður eingöngu verið litla hliðardýrið hjá Paris Hilton, sem varð einnig heimsfræg fyrir kynlífsmyndband sitt þremur árum áður, en gat nú staðið á eigin fótum og fengið sinn eigin raunveruleikaþátt. Í fjögur ár hefur Kim Kardashian selt fjölmiðlum aðgang að lífi sínu, án þess að blikka. Hún má sig varla hreyfa án þess að tugir ljósmyndara eða myndatökumenn fylgi henni eftir. Fatalína hennar malar gull, hún á fatabúð með systrum sínum, hefur gefið út gloss-línu og brúnkukrem og svona mætti raunar lengi telja. Kardashian-veldið hamrar járnið á meðan það er heitt og kann svo sannarlega þá list að mjólka kúna. Svikahrappur eða ástarsorg?Brúðkaup Kim og Kris Humphriesvar svo besta dæmið um viðskiptadrifnar hugmyndir Kardashian-fjölskyldunnar um einkalíf, engu er leyft að vera í friði, allt er til sölu. Hjónavígslan var eins og úr ævintýramynd Walt Disney og tökuvélar frá E!-sjónvarpsstöðinni voru aldrei langt undan. Brúðkaupið kostaði auðvitað sitt en sökum áhuga fjölmiðla reyndist skötuhjúunum auðvelt að afla þeirra peninga með allskyns réttindasölum. En körfuboltamaðurinn ungi, sem raunar fáir vissu hver var, hafði ekki hugmynd um í hverju hann var lentur og fljótlega fór að molna undan hjónabandinu. Og eftir aðeins tvo mánuði hafði Kim sótt um skilnað frá eiginmanni sínum. Kjaftasögurnar voru ekki lengi að fara á kreik, hjónabandið hafði verið sviðsett og Humphriessjálfur hafði miður fallega hluti um fyrrum eiginkonu sína að segja, hún væri bara svikahrappur sem hefði misnotað sig. Fyrrum upplýsingafulltrúi Kardashian hefur haldið sömu hlutum fram og undirskriftarlistar hafa gengið á netinu þar sem biðlað er til sjónvarpsstöðva að hætta að mylja undir stúlkuna. Ekkert heilagtengin takmörk Kim Kardashian er grunuð um að hafa lagt á ráðin um mikil svik þegar hún gekk að eiga unnusta sinn, Kris Humphries, fyrir framan áhorfendur sjónvarpsstöðvarinnar E! en þau skildu aðeins tveimur mánuðum seinna. Kim Kardashian er ekkert heilagt í einkalífinu en stóra spurningin er sú; hvenær en ekki hvort hættir fólk að hafa áhuga?Enn á þó eftir að koma í ljós hversu mikil áhrif skilnaðurinn hefur á feril Kim Kardashian en það þarf varla að koma neinum á óvart að öll dramatíkin hófst á sama tíma og raunveruleikaþáttaröð þeirra systra; Kourtney & Kim Take New York hóf göngu sína á E!. Þeim systrum er ekkert heilagt, fjölmiðlar eiga greiðan aðgang að lífi þeirra. Kim virðist fullkunnugt um sínar takmarkanir, hún veit að hún er fræg fyrir að vera fræg. En hvort henni takist að selja hæstbjóðenda aðgang að einkalífinu um ókomna tíð og hvort almenningur hafi endalausan áhuga á Kim Kardashian verður tíminn einn að leiða í ljós. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Ein af manneskjum ársins í heimi ríka og fræga fólksins er án nokkurs vafa Kim Kardashian. Henni tókst að viðhalda umfjöllun um sjálfa sig með bæði hjónabandi og skilnaði. Kim Kardashian er ein af manneskjum ársins í afþreyingarheiminum. Hún seldi brúðkaup sitt og Kris Humphries fyrir fleiri hundruð milljónir íslenskra króna til sjónvarpsstöðvarinnar E! og skildi síðan við hann tveimur mánuðum seinna. Sjónvarpsáhorfendur fengu síðan að sjá hjónabandið molna hægt og bítandi í raunveruleikaþáttaröðum Kardashian-fjölskyldunnar. Allt ber þetta að sama brunni, að sjá til þess, sama hvaða meðölum er beitt, að umfjöllun um Kardashian-vörumerkið sé stöðug og áberandi. Hliðarverkefnið springur útÞað eru fjögur ár síðan Kim Kardashian varð fræg. Raunar er hægt að tímasetja frægð hennar næstum nákvæmlega; þegar kynlífsmyndbandi hennar og tónlistarmannsins R Jay var lekið á netið í febrúar árið 2007. Klámmyndafyrirtækið Vivid keypti réttinn fyrir eina milljón dollara og gaf það út undir nafninu Kim Kardashian: Superstar. Þrátt fyrir að hafa hótað Vivid lögsókn féllst Kardashian á fimm milljón dollara greiðslu frá fyrirtækinu. Og hvort um skipulagt herbragð var að ræða eða ekki helgaði tilgangurinn meðalið; Kim Kardashian var orðin fræg. Hún hafði áður eingöngu verið litla hliðardýrið hjá Paris Hilton, sem varð einnig heimsfræg fyrir kynlífsmyndband sitt þremur árum áður, en gat nú staðið á eigin fótum og fengið sinn eigin raunveruleikaþátt. Í fjögur ár hefur Kim Kardashian selt fjölmiðlum aðgang að lífi sínu, án þess að blikka. Hún má sig varla hreyfa án þess að tugir ljósmyndara eða myndatökumenn fylgi henni eftir. Fatalína hennar malar gull, hún á fatabúð með systrum sínum, hefur gefið út gloss-línu og brúnkukrem og svona mætti raunar lengi telja. Kardashian-veldið hamrar járnið á meðan það er heitt og kann svo sannarlega þá list að mjólka kúna. Svikahrappur eða ástarsorg?Brúðkaup Kim og Kris Humphriesvar svo besta dæmið um viðskiptadrifnar hugmyndir Kardashian-fjölskyldunnar um einkalíf, engu er leyft að vera í friði, allt er til sölu. Hjónavígslan var eins og úr ævintýramynd Walt Disney og tökuvélar frá E!-sjónvarpsstöðinni voru aldrei langt undan. Brúðkaupið kostaði auðvitað sitt en sökum áhuga fjölmiðla reyndist skötuhjúunum auðvelt að afla þeirra peninga með allskyns réttindasölum. En körfuboltamaðurinn ungi, sem raunar fáir vissu hver var, hafði ekki hugmynd um í hverju hann var lentur og fljótlega fór að molna undan hjónabandinu. Og eftir aðeins tvo mánuði hafði Kim sótt um skilnað frá eiginmanni sínum. Kjaftasögurnar voru ekki lengi að fara á kreik, hjónabandið hafði verið sviðsett og Humphriessjálfur hafði miður fallega hluti um fyrrum eiginkonu sína að segja, hún væri bara svikahrappur sem hefði misnotað sig. Fyrrum upplýsingafulltrúi Kardashian hefur haldið sömu hlutum fram og undirskriftarlistar hafa gengið á netinu þar sem biðlað er til sjónvarpsstöðva að hætta að mylja undir stúlkuna. Ekkert heilagtengin takmörk Kim Kardashian er grunuð um að hafa lagt á ráðin um mikil svik þegar hún gekk að eiga unnusta sinn, Kris Humphries, fyrir framan áhorfendur sjónvarpsstöðvarinnar E! en þau skildu aðeins tveimur mánuðum seinna. Kim Kardashian er ekkert heilagt í einkalífinu en stóra spurningin er sú; hvenær en ekki hvort hættir fólk að hafa áhuga?Enn á þó eftir að koma í ljós hversu mikil áhrif skilnaðurinn hefur á feril Kim Kardashian en það þarf varla að koma neinum á óvart að öll dramatíkin hófst á sama tíma og raunveruleikaþáttaröð þeirra systra; Kourtney & Kim Take New York hóf göngu sína á E!. Þeim systrum er ekkert heilagt, fjölmiðlar eiga greiðan aðgang að lífi þeirra. Kim virðist fullkunnugt um sínar takmarkanir, hún veit að hún er fræg fyrir að vera fræg. En hvort henni takist að selja hæstbjóðenda aðgang að einkalífinu um ókomna tíð og hvort almenningur hafi endalausan áhuga á Kim Kardashian verður tíminn einn að leiða í ljós. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira