Ris og fall Kim Kardashian 10. desember 2011 18:00 Kim Kardashian varð fræg á einu augabragði þegar kynlífsmyndband með henni og kærastanum Ray J var lekið á netið. Besta vinkona Kim, Paris Hilton, hafði gengið í gegnum slíkt hið sama, heimsfrægðin bankaði á dyrnar eftir kynlífsmyndbandið 1 night in Paris. Kardashian er grunuð um að hafa lagt á ráðin um mikil svik þegar hún gekk að eiga unnusta sinn, Kris Humphries, fyrir framan áhorfendur sjónvarpsstöðvarinnar E! en þau skildu aðeins tveimur mánuðum seinna. Kim Kardashian er ekkert heilagt í einkalífinu en stóra spurningin er sú; hvenær en ekki hvort hættir fólk að hafa áhuga? NordicPhotos/getty Ein af manneskjum ársins í heimi ríka og fræga fólksins er án nokkurs vafa Kim Kardashian. Henni tókst að viðhalda umfjöllun um sjálfa sig með bæði hjónabandi og skilnaði. Kim Kardashian er ein af manneskjum ársins í afþreyingarheiminum. Hún seldi brúðkaup sitt og Kris Humphries fyrir fleiri hundruð milljónir íslenskra króna til sjónvarpsstöðvarinnar E! og skildi síðan við hann tveimur mánuðum seinna. Sjónvarpsáhorfendur fengu síðan að sjá hjónabandið molna hægt og bítandi í raunveruleikaþáttaröðum Kardashian-fjölskyldunnar. Allt ber þetta að sama brunni, að sjá til þess, sama hvaða meðölum er beitt, að umfjöllun um Kardashian-vörumerkið sé stöðug og áberandi. Hliðarverkefnið springur útÞað eru fjögur ár síðan Kim Kardashian varð fræg. Raunar er hægt að tímasetja frægð hennar næstum nákvæmlega; þegar kynlífsmyndbandi hennar og tónlistarmannsins R Jay var lekið á netið í febrúar árið 2007. Klámmyndafyrirtækið Vivid keypti réttinn fyrir eina milljón dollara og gaf það út undir nafninu Kim Kardashian: Superstar. Þrátt fyrir að hafa hótað Vivid lögsókn féllst Kardashian á fimm milljón dollara greiðslu frá fyrirtækinu. Og hvort um skipulagt herbragð var að ræða eða ekki helgaði tilgangurinn meðalið; Kim Kardashian var orðin fræg. Hún hafði áður eingöngu verið litla hliðardýrið hjá Paris Hilton, sem varð einnig heimsfræg fyrir kynlífsmyndband sitt þremur árum áður, en gat nú staðið á eigin fótum og fengið sinn eigin raunveruleikaþátt. Í fjögur ár hefur Kim Kardashian selt fjölmiðlum aðgang að lífi sínu, án þess að blikka. Hún má sig varla hreyfa án þess að tugir ljósmyndara eða myndatökumenn fylgi henni eftir. Fatalína hennar malar gull, hún á fatabúð með systrum sínum, hefur gefið út gloss-línu og brúnkukrem og svona mætti raunar lengi telja. Kardashian-veldið hamrar járnið á meðan það er heitt og kann svo sannarlega þá list að mjólka kúna. Svikahrappur eða ástarsorg?Brúðkaup Kim og Kris Humphriesvar svo besta dæmið um viðskiptadrifnar hugmyndir Kardashian-fjölskyldunnar um einkalíf, engu er leyft að vera í friði, allt er til sölu. Hjónavígslan var eins og úr ævintýramynd Walt Disney og tökuvélar frá E!-sjónvarpsstöðinni voru aldrei langt undan. Brúðkaupið kostaði auðvitað sitt en sökum áhuga fjölmiðla reyndist skötuhjúunum auðvelt að afla þeirra peninga með allskyns réttindasölum. En körfuboltamaðurinn ungi, sem raunar fáir vissu hver var, hafði ekki hugmynd um í hverju hann var lentur og fljótlega fór að molna undan hjónabandinu. Og eftir aðeins tvo mánuði hafði Kim sótt um skilnað frá eiginmanni sínum. Kjaftasögurnar voru ekki lengi að fara á kreik, hjónabandið hafði verið sviðsett og Humphriessjálfur hafði miður fallega hluti um fyrrum eiginkonu sína að segja, hún væri bara svikahrappur sem hefði misnotað sig. Fyrrum upplýsingafulltrúi Kardashian hefur haldið sömu hlutum fram og undirskriftarlistar hafa gengið á netinu þar sem biðlað er til sjónvarpsstöðva að hætta að mylja undir stúlkuna. Ekkert heilagtengin takmörk Kim Kardashian er grunuð um að hafa lagt á ráðin um mikil svik þegar hún gekk að eiga unnusta sinn, Kris Humphries, fyrir framan áhorfendur sjónvarpsstöðvarinnar E! en þau skildu aðeins tveimur mánuðum seinna. Kim Kardashian er ekkert heilagt í einkalífinu en stóra spurningin er sú; hvenær en ekki hvort hættir fólk að hafa áhuga?Enn á þó eftir að koma í ljós hversu mikil áhrif skilnaðurinn hefur á feril Kim Kardashian en það þarf varla að koma neinum á óvart að öll dramatíkin hófst á sama tíma og raunveruleikaþáttaröð þeirra systra; Kourtney & Kim Take New York hóf göngu sína á E!. Þeim systrum er ekkert heilagt, fjölmiðlar eiga greiðan aðgang að lífi þeirra. Kim virðist fullkunnugt um sínar takmarkanir, hún veit að hún er fræg fyrir að vera fræg. En hvort henni takist að selja hæstbjóðenda aðgang að einkalífinu um ókomna tíð og hvort almenningur hafi endalausan áhuga á Kim Kardashian verður tíminn einn að leiða í ljós. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira
Ein af manneskjum ársins í heimi ríka og fræga fólksins er án nokkurs vafa Kim Kardashian. Henni tókst að viðhalda umfjöllun um sjálfa sig með bæði hjónabandi og skilnaði. Kim Kardashian er ein af manneskjum ársins í afþreyingarheiminum. Hún seldi brúðkaup sitt og Kris Humphries fyrir fleiri hundruð milljónir íslenskra króna til sjónvarpsstöðvarinnar E! og skildi síðan við hann tveimur mánuðum seinna. Sjónvarpsáhorfendur fengu síðan að sjá hjónabandið molna hægt og bítandi í raunveruleikaþáttaröðum Kardashian-fjölskyldunnar. Allt ber þetta að sama brunni, að sjá til þess, sama hvaða meðölum er beitt, að umfjöllun um Kardashian-vörumerkið sé stöðug og áberandi. Hliðarverkefnið springur útÞað eru fjögur ár síðan Kim Kardashian varð fræg. Raunar er hægt að tímasetja frægð hennar næstum nákvæmlega; þegar kynlífsmyndbandi hennar og tónlistarmannsins R Jay var lekið á netið í febrúar árið 2007. Klámmyndafyrirtækið Vivid keypti réttinn fyrir eina milljón dollara og gaf það út undir nafninu Kim Kardashian: Superstar. Þrátt fyrir að hafa hótað Vivid lögsókn féllst Kardashian á fimm milljón dollara greiðslu frá fyrirtækinu. Og hvort um skipulagt herbragð var að ræða eða ekki helgaði tilgangurinn meðalið; Kim Kardashian var orðin fræg. Hún hafði áður eingöngu verið litla hliðardýrið hjá Paris Hilton, sem varð einnig heimsfræg fyrir kynlífsmyndband sitt þremur árum áður, en gat nú staðið á eigin fótum og fengið sinn eigin raunveruleikaþátt. Í fjögur ár hefur Kim Kardashian selt fjölmiðlum aðgang að lífi sínu, án þess að blikka. Hún má sig varla hreyfa án þess að tugir ljósmyndara eða myndatökumenn fylgi henni eftir. Fatalína hennar malar gull, hún á fatabúð með systrum sínum, hefur gefið út gloss-línu og brúnkukrem og svona mætti raunar lengi telja. Kardashian-veldið hamrar járnið á meðan það er heitt og kann svo sannarlega þá list að mjólka kúna. Svikahrappur eða ástarsorg?Brúðkaup Kim og Kris Humphriesvar svo besta dæmið um viðskiptadrifnar hugmyndir Kardashian-fjölskyldunnar um einkalíf, engu er leyft að vera í friði, allt er til sölu. Hjónavígslan var eins og úr ævintýramynd Walt Disney og tökuvélar frá E!-sjónvarpsstöðinni voru aldrei langt undan. Brúðkaupið kostaði auðvitað sitt en sökum áhuga fjölmiðla reyndist skötuhjúunum auðvelt að afla þeirra peninga með allskyns réttindasölum. En körfuboltamaðurinn ungi, sem raunar fáir vissu hver var, hafði ekki hugmynd um í hverju hann var lentur og fljótlega fór að molna undan hjónabandinu. Og eftir aðeins tvo mánuði hafði Kim sótt um skilnað frá eiginmanni sínum. Kjaftasögurnar voru ekki lengi að fara á kreik, hjónabandið hafði verið sviðsett og Humphriessjálfur hafði miður fallega hluti um fyrrum eiginkonu sína að segja, hún væri bara svikahrappur sem hefði misnotað sig. Fyrrum upplýsingafulltrúi Kardashian hefur haldið sömu hlutum fram og undirskriftarlistar hafa gengið á netinu þar sem biðlað er til sjónvarpsstöðva að hætta að mylja undir stúlkuna. Ekkert heilagtengin takmörk Kim Kardashian er grunuð um að hafa lagt á ráðin um mikil svik þegar hún gekk að eiga unnusta sinn, Kris Humphries, fyrir framan áhorfendur sjónvarpsstöðvarinnar E! en þau skildu aðeins tveimur mánuðum seinna. Kim Kardashian er ekkert heilagt í einkalífinu en stóra spurningin er sú; hvenær en ekki hvort hættir fólk að hafa áhuga?Enn á þó eftir að koma í ljós hversu mikil áhrif skilnaðurinn hefur á feril Kim Kardashian en það þarf varla að koma neinum á óvart að öll dramatíkin hófst á sama tíma og raunveruleikaþáttaröð þeirra systra; Kourtney & Kim Take New York hóf göngu sína á E!. Þeim systrum er ekkert heilagt, fjölmiðlar eiga greiðan aðgang að lífi þeirra. Kim virðist fullkunnugt um sínar takmarkanir, hún veit að hún er fræg fyrir að vera fræg. En hvort henni takist að selja hæstbjóðenda aðgang að einkalífinu um ókomna tíð og hvort almenningur hafi endalausan áhuga á Kim Kardashian verður tíminn einn að leiða í ljós. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira