Lífið

Federline í megrun

Kevin Federline féll í yfirlið í áströlskum megrunarþætti. 
Nordicphotos/getty
Kevin Federline féll í yfirlið í áströlskum megrunarþætti. Nordicphotos/getty
Fyrrverandi eiginmaður söngkonunnar Britney Spears, Kevin Federline, er þátttakandi í ástralska megrunarþættinum Excess Baggage. Hann féll í yfirlið í beinni útsendingu á dögunum og var fluttur á spítala.

Federline hefur verið í baráttu við aukakílóin síðan hann skildi við Spears árið 2006 en eftir skilnaðinn tók hann þátt í Celebrity Fit Club: Boot Camp raunveruleikaþáttunum og vakti athygli vestanhafs.

Mikill hiti og stress ku vera ástæða þess að Federline leið út af í beinni útsendingu en hann er á batavegi núna. Federline á tvo syni með Spears.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.