Lífið

Íslenski listinn í loftið

Brynjar Már Valdimarsson og Erna Hrönn Ólafsdóttir, stjórnendur Íslenska listans. fréttablaðið/anton
Brynjar Már Valdimarsson og Erna Hrönn Ólafsdóttir, stjórnendur Íslenska listans. fréttablaðið/anton
„Mér finnst þetta rosalega spennandi,“ segir Brynjar Már Valdimarsson, dagskrárstjóri FM 957. Íslenski listinn, sem hefur lengi verið í loftinu á FM 957 og núna að undanförnu á Nova TV, hefur göngu sína á Stöð 2 á laugardaginn. „Þetta er líka skemmtilegur tími sem hann er á dagskrá, eða um hálfsex. Þetta er víst mjög fínn tími fyrir svona prógramm,“ segir Brynjar Már, sem stjórnar þættinum ásamt Ernu Hrönn Ólafsdóttur.

Í Íslenska listanum verða tuttugu vinsælustu lögin kynnt og einnig tvö lög sem eru líkleg til vinsælda. Þekktir tónlistarmenn koma í spjall og mætir Haukur Heiðar úr Diktu á laugardaginn. Poppskúrinn verður einnig á dagskránni og sömuleiðis Heiti potturinn. Sérstakur jólalisti verður 17. desember þar sem tuttugu bestu jólalögin verða spiluð. Kosning á jólalögunum er hafin á visir.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.